Leikir kvöldsins í Meistaradeild Evrópu voru að venju gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport og má sjá þáttinn á Vísi.
Kjartan Atli Kjartansson gerði leikjunum ítarleg skil ásamt sérfræðingum Stöðvar 2 Sports, þeim Hjörvari Hafliðasyni, Bjarna Guðjónssyni og Ólafi Kristjánssyni.
Leikir kvöldsins voru síðari viðureignir í rimmu annars vegar Liverpool og Atletico Madrid og hins vegar PSG og Dortmund í 16-liða úrslitum.
Bein útsending hefst í spilaranum hér efst í fréttinni strax að leikjunum loknum.