Árni Magnússon nýr forstjóri ÍSOR Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2020 17:40 Árni Magnússon er nýr forstjóri ÍSOR. Vísir Árni Magnússon, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra, hefur verið ráðinn sem fortjóri Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. Hann mun taka við starfinu 1. júní næstkomandi af Ólafi G. Flóvenz sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá stofnun þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSOR. Staða forstjóra ÍSOR var auglýst í byrjun mars og rann umsóknarfrestur út þann 30. mars. Árni var metinn hæfasti umsækjandinn af ráðgefandi hæfnisnefnd. „Hann hefur haldgóða reynslu af orkumálum, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Þá er hann reyndur stjórnandi og hefur viðamikla starfsreynslu bæði innan opinbera og einkageirans. Við teljum hann því rétta einstaklinginn til að leiða ÍSOR til framtíðar“ segir Þórdís Ingadóttir formaður stjórnar ÍSOR. Árni hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, félaga og stofnana innanlands og utan. Meðal annars var hann varaformaður Íslenska orkuklasans, stjórnarmeðlimur Ameríska jarðhitasambandsins og í stjórn Ameríska endurnýjanlega orkuráðsins. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður á árunum 2003-2006 og var félagsmálaráðherra á sama tíma. „Það er með sannri tilhlökkun og ánægju sem ég tek við kefli forstjóra ÍSOR. Í stofnuninni býr bæði mikil þekking og kraftur, sérstaklega í þeim mannauði sem hún hefur á að skipa. Ég er sannfærður um að í framtíðinni felast mikil tækifæri, ekki síst með vaxandi alþjóðlegri áherslu á græna orku, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð,“ segir Árni. Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Þau sóttu um embætti forstjóra ÍSOR Alls sóttu fimmtán manns um stöðu embættis forstjóra Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR, sem auglýst var til umsóknar í mars. 16. apríl 2020 17:05 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Árni Magnússon, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra, hefur verið ráðinn sem fortjóri Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. Hann mun taka við starfinu 1. júní næstkomandi af Ólafi G. Flóvenz sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá stofnun þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSOR. Staða forstjóra ÍSOR var auglýst í byrjun mars og rann umsóknarfrestur út þann 30. mars. Árni var metinn hæfasti umsækjandinn af ráðgefandi hæfnisnefnd. „Hann hefur haldgóða reynslu af orkumálum, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Þá er hann reyndur stjórnandi og hefur viðamikla starfsreynslu bæði innan opinbera og einkageirans. Við teljum hann því rétta einstaklinginn til að leiða ÍSOR til framtíðar“ segir Þórdís Ingadóttir formaður stjórnar ÍSOR. Árni hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, félaga og stofnana innanlands og utan. Meðal annars var hann varaformaður Íslenska orkuklasans, stjórnarmeðlimur Ameríska jarðhitasambandsins og í stjórn Ameríska endurnýjanlega orkuráðsins. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður á árunum 2003-2006 og var félagsmálaráðherra á sama tíma. „Það er með sannri tilhlökkun og ánægju sem ég tek við kefli forstjóra ÍSOR. Í stofnuninni býr bæði mikil þekking og kraftur, sérstaklega í þeim mannauði sem hún hefur á að skipa. Ég er sannfærður um að í framtíðinni felast mikil tækifæri, ekki síst með vaxandi alþjóðlegri áherslu á græna orku, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð,“ segir Árni.
Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Þau sóttu um embætti forstjóra ÍSOR Alls sóttu fimmtán manns um stöðu embættis forstjóra Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR, sem auglýst var til umsóknar í mars. 16. apríl 2020 17:05 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Þau sóttu um embætti forstjóra ÍSOR Alls sóttu fimmtán manns um stöðu embættis forstjóra Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR, sem auglýst var til umsóknar í mars. 16. apríl 2020 17:05