Fjarvinna heldur víða áfram: Öryggi og algeng mistök Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. maí 2020 11:00 Arnar Gunnarsson tæknistjóri hjá ORIGO segir hættu á að smá kæruleysi fari að gera vart við sig nú þegar fjarvinnan ílengist hjá mörgum. Vísir/Vilhelm „Þegar að fjarvinna ílengist eins og nú hefur gerst vegna COVID-19 fara línur milli vinnustaðar og heimils að hverfa og förum við ósjálfrátt að slaka á okkar verklagi og vinnusiðferði,“ segir Arnar S. Gunnarsson tæknistjóri hjá Origo og bætir við Smátt og smátt leyfum við okkur að gera hluti sem við færum aldrei að gera í vinnunni og það getur því miður leitt af sér mistök.“ Fjölmargir vinnustaðir líta nú á fjarvinnu sem nýjan valkost og flestir gera ráð fyrir að fjarvinna verði meiri í framtíðinni en áður. Tæknin er ekki fyrirstaða lengur og margir í góðri aðstöðu til að vinna að heiman. En hver eru algengustu mistökin sem fólk gerir í fjarvinnu? „Þessi mistök tengjast oftast samfélagsmiðlum og vafri um netið sem endar með einum smell á óæskilega vefsíðu sem inniheldur einhverja óværu eða reynir að stela upplýsingum frá okkur með að villa á sér heimildum og nær í framhaldi að veikja allverulega öryggi þeirra gagna sem við vinnum með á tölvum fyrirtækisins,“ segir Arnar. Vinna og persónulega notkun aðskilin Að sögn Arnars er einnig mikilvægt að tryggja öryggi gagna fyrir vinnuna með því að gera greinamun á því hvernig við notum vinnutölvurnar okkar. Í heimavinnunni þurfum við sérstaklega að hafa í huga að tryggja aðskilnað milli vinnunotkunar og persónulegrar notkunar og að vinnutölvan verði ekki nýja heimilisvélin sem allir fá óhindraðan aðgang að,“ segir Arnar. Sem dæmi um einkanotkun bendir Arnar á atriði eins og að streyma sjónvarpsefni eða hala niður gögnum sem ekki tengjast vinnunni. Þá segir Arnar mikilvægt að fólk læsi tölvunni og takmarki þannig aðgengi að henni. Að gera þetta snýst ekkert um að treysta ekki öðru heimilisfólki heldur að vernda gögn og fyrirbyggja ófyrirséð mistök. Samkvæmt könnunum gekk fjarvinna mjög vel í samkomubanni og þótt mörg fyrirtæki geri ráð fyrir að draga nokkuð úr henni, er ljóst að viðhorf til fjarvinnu er að breytast og margir gera ráð fyrir að hún verði nýr hluti af sveigjanleika nýrra tíma. Til að tryggja öryggi þeirra sem áfram munu starfa í fjarvinnu þarf að vera tryggt að starfsfólk noti öruggar og vottaðar eða samþykktar fjarvinnulausnir af hálfu upplýsingatæknisviðs fyrirtækisins. Arnar segir vinnuveitendur ekkert síður standa frammi fyrir áskorunum sem huga þarf að. Vinnuveitendur standa hér frammi fyrir erfiðum áskorunum þar sem tryggja þarf aðgengi starfsmanna að verkfærum og gögnum til að sinni sínu starfi en jafnframt að tryggja öryggi án þess að það verði of hamlandi og framleiðni starfsmanns gjaldi fyrir. Mikilvægustu atriðin til að hafa í huga hér er notkun á tveggja þátta auðkenningu, takmörkun réttinda á útstöðvar til breytinga og að tryggja notkun skilríkja til að verja þjónustur sem eru opnar á internetið,“ segir Arnar. Stjórnun Fjarvinna Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Þegar að fjarvinna ílengist eins og nú hefur gerst vegna COVID-19 fara línur milli vinnustaðar og heimils að hverfa og förum við ósjálfrátt að slaka á okkar verklagi og vinnusiðferði,“ segir Arnar S. Gunnarsson tæknistjóri hjá Origo og bætir við Smátt og smátt leyfum við okkur að gera hluti sem við færum aldrei að gera í vinnunni og það getur því miður leitt af sér mistök.“ Fjölmargir vinnustaðir líta nú á fjarvinnu sem nýjan valkost og flestir gera ráð fyrir að fjarvinna verði meiri í framtíðinni en áður. Tæknin er ekki fyrirstaða lengur og margir í góðri aðstöðu til að vinna að heiman. En hver eru algengustu mistökin sem fólk gerir í fjarvinnu? „Þessi mistök tengjast oftast samfélagsmiðlum og vafri um netið sem endar með einum smell á óæskilega vefsíðu sem inniheldur einhverja óværu eða reynir að stela upplýsingum frá okkur með að villa á sér heimildum og nær í framhaldi að veikja allverulega öryggi þeirra gagna sem við vinnum með á tölvum fyrirtækisins,“ segir Arnar. Vinna og persónulega notkun aðskilin Að sögn Arnars er einnig mikilvægt að tryggja öryggi gagna fyrir vinnuna með því að gera greinamun á því hvernig við notum vinnutölvurnar okkar. Í heimavinnunni þurfum við sérstaklega að hafa í huga að tryggja aðskilnað milli vinnunotkunar og persónulegrar notkunar og að vinnutölvan verði ekki nýja heimilisvélin sem allir fá óhindraðan aðgang að,“ segir Arnar. Sem dæmi um einkanotkun bendir Arnar á atriði eins og að streyma sjónvarpsefni eða hala niður gögnum sem ekki tengjast vinnunni. Þá segir Arnar mikilvægt að fólk læsi tölvunni og takmarki þannig aðgengi að henni. Að gera þetta snýst ekkert um að treysta ekki öðru heimilisfólki heldur að vernda gögn og fyrirbyggja ófyrirséð mistök. Samkvæmt könnunum gekk fjarvinna mjög vel í samkomubanni og þótt mörg fyrirtæki geri ráð fyrir að draga nokkuð úr henni, er ljóst að viðhorf til fjarvinnu er að breytast og margir gera ráð fyrir að hún verði nýr hluti af sveigjanleika nýrra tíma. Til að tryggja öryggi þeirra sem áfram munu starfa í fjarvinnu þarf að vera tryggt að starfsfólk noti öruggar og vottaðar eða samþykktar fjarvinnulausnir af hálfu upplýsingatæknisviðs fyrirtækisins. Arnar segir vinnuveitendur ekkert síður standa frammi fyrir áskorunum sem huga þarf að. Vinnuveitendur standa hér frammi fyrir erfiðum áskorunum þar sem tryggja þarf aðgengi starfsmanna að verkfærum og gögnum til að sinni sínu starfi en jafnframt að tryggja öryggi án þess að það verði of hamlandi og framleiðni starfsmanns gjaldi fyrir. Mikilvægustu atriðin til að hafa í huga hér er notkun á tveggja þátta auðkenningu, takmörkun réttinda á útstöðvar til breytinga og að tryggja notkun skilríkja til að verja þjónustur sem eru opnar á internetið,“ segir Arnar.
Stjórnun Fjarvinna Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira