Föðurland: „Fáránlegt að snuða unga foreldra um fæðingarorlof, feður ættu að fá lengri tíma“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. maí 2020 08:00 Arnaldur ásamt yngstu dóttur sinni Nótt. Aðsend mynd Það er nauðsynlegt fyrir feður að taka sér fæðingarorlof. Ég hef náð að tengjast börnunum mínum ótrúlega vel og ég tel að það sé að miklu leyti fæðingarorlofinu að þakka. Ég myndi bara vilja sjá það lengt þannig að feður fengju lengri tíma með börnum sínum“, segir Arnaldur Grétarsson í viðtalsliðnum Föðurland. Arnaldur er sjálfstætt starfandi textahöfundur og framleiðandi. Meðal annara verkefna þá er hann meðhöfundur Áramótaskopi Ara Eldjárns. Arnaldur á þrjár dætur með konu sinni Auði Ástráðsdóttir og fæddist yngsta stelpan þeirra í desember á síðasta ári. Auður starfar sem byggingarfræðingur og er hún dóttir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Röskva, Nótt og Urður. Aðsend mynd Líf mitt þessa dagana gengur aðallega út á að fylgjast með niðurbroti vestrænnar siðmenningar út af farsóttinni. Annars var ég nýkominn úr fæðingarorlofi þegar COVID samkomubannið brast á. Það virkaði eiginlega bara eins og framlenging á fæðingarorlofinu. Nafn? Arnaldur Grétarsson. Aldur? 39 ára. Hvað eru stelpurnar þínar gamlar? Þær eru 9 ára, 8 ára og sú yngsta 6 mánaða. Hvernig tilfinning var að komast að því að þú værir að verða faðir? Þegar ég vissi að ég var að verða faðir í fyrsta skipti var ég tiltölulega nýkominn i vinnunna. Það var mjög þurr og skrítinn vinnustaður og ég gat eiginlega ekki talað um þetta við neinn. Ég held eiginlega að ég hafi upplifað vægt taugaáfall. Það var kvíði og ótti, en líka brjálæðisleg tilhlökkun og eftirvænting. Allavega var mjög erfitt að einbeita sér þann daginn. Í seinni skiptin kom þetta mér ekki svona mikið á óvart, það voru svona jafnari augnablik sem voru líka vörðuð með reynslunni sem hafði komið á undan. Alltaf jafn mikil gleði samt. Hvernig hefur þú upplifað þitt hlutverk á meðgöngunni? Ég held að ég sé alltaf að verða betri í þessu. Ég held að ég hafi kannski verið pínu óþolandi í fyrsta skiptið. Þá datt ég í smá mótþróa og átti erfitt með að laga mig að breytingunum sem fylgdu þessu öllu saman. Það er líklega auðveldara fyrir þann sem gengur ekki með barnið að líta undan ábyrgðinni til að byrja með, því þeir upplifa breytingarnar ekki eins á eigin skinni. Ég held samt að ég sé bara orðinn nokkuð góður félagi í þessu núorðið. „Auðvitað er upplifun foreldranna mjög ólík á þessum tíma og álagið sömuleiðis. Það getur stundum skapað erfiðar aðstæður þar sem reynir á skilning og góð samskipti“, segir Arnaldur. Aðsend mynd Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni? Við fórum á námskeið hjá Björkinni sem er hópur ljósmæðra sem sérhæfa sig í heimafæðingum. Ég get hiklaust mælt með því, hvort sem fólk hyggst eiga barn heima hjá sér eða ekki. Það var mjög fínn undirbúningur. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Ég hef aldrei náð að upplifa einhverja mikla þannig tengingu á meðan á meðgöngunni stendur. Kannski er það bara ég. Það er kannski helst í ómskoðunum þegar maður fær einhverja lauslega mynd af barninu sem það gerist eitthvað, en ég hef almennt ekki náð að tengja mjög sterkt við börnin mín áður en þau fæðast. Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Já, ég held að það sé óhjákvæmilegt. Maður vill taka þátt og reyna að sýna tillitsemi og hjálpa til og það gengur sem betur fer yfirleitt vel. En auðvitað er upplifun foreldranna mjög ólík á þessum tíma og álagið sömuleiðis. Það getur stundum skapað erfiðar aðstæður þar sem reynir á skilning og góð samskipti. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna? Í þetta sinn tilkynntum við dætrum okkar að þær væru að fara að eignast systkini yfir hádegisverði og tókum viðbrögðin upp. Annars hafa þetta nú bara verið róleg samtöl við þá sem þurfa að vita. Fenguð þið að vita kynið? Við höfum aldrei fengið að vita kynið fyrirfram. Núna er það bara orðin hefð. „Ég var eiginlega bara alveg sallarólegur í þetta sinn en samt auðvitað líka spenntur að hitta þennan nýja einstakling. Ég var ekki svona rólegur í hin skiptin“, Segir Arnaldur um tilfinninguna áður en hann hitti dóttur sína í fyrsta skipti. Aðsend mynd Var eitthvað sem þér fannst erfitt við meðgönguna sjálfa? Nei, ég get ekki sagt að ég hafi upplifað mikla erfiðleika í tengslum við þessar meðgöngur. Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Mér fannst skemmtilegast að fara í seinni ómskoðunina, við 20 vikur. Þá verður þetta einhvern veginn raunverulegra fyrir manni. Maður fær einhverja skýrari mynd af því sem er að gerast. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? “Veistu hvort það er strákur eða stelpa?“ Þarf að gera meira til að brúa bil á upplifun foreldra á meðgöngu Er eitthvað sem þér finnst vanta inn í umfjöllunina eða fræðslu fyrir verðandi feður? Já. Ég held að það mætti alveg reyna að gera meira til að brúa þetta bil sem er óhjákvæmilega á upplifun foreldranna á meðgöngu. Allavega bara gera fólk meðvitað um að það er alltaf að fara að vera eitthvað bil þarna sem þarf að umgangast með gagnkvæmri virðingu. Og svo mætti líka alveg segja öllum betur frá því hvað þetta brjóstamjólkurvesen getur verið erfitt mál og alls ekki sjálfgefið. Ég held að það komi mörgum á óvart. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Ég var eiginlega bara alveg sallarólegur í þetta sinn en samt auðvitað líka spenntur að hitta þennan nýja einstakling. Ég var ekki svona rólegur í hin skiptin. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég var bara til staðar og reyndi að bregðast við og hjálpa eins og ég gat. Ég held að það hafi gengið ágætlega. Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Það var ótrúleg upplifun í öll skiptin. Líklega áhrifamest í fyrsta skiptið, en þá er það líka ný upplifun. Alltaf bara ótrúleg gleði og hamingja. Arnaldur ásamt nýfæddri dóttur sinni Nótt. Aðsend mynd Einhver ábyrgðartilfinning og stolt sem snýr öllu á hvolf. Maður dúndrar sér bara með hraði í aftursætið fyrir þessum nýja einstakling. Ekkert annað skiptir máli. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Þau tímabil hafa öll verið frábær. Maður er að kynnast nýjum einstakling og reyna að átta sig á honum. Á sama tíma er allt einhvern veginn breytt og maður hlýtur að skoða lífið í nýju ljósi með skýrari fókus. Þannig getur maður tekið upp á því að taka óvæntar ákvarðanir í átt til hins betra. Tókstu þér fæðingarorlof? Já, nema í eitt skiptið þegar sjóðurinn gat ekki komið neitt til móts við mig. Það er nauðsynlegt fyrir feður að taka sér fæðingarorlof. Ég hef náð að tengjast börnunum mínum ótrúlega vel og ég tel að það sé að miklu leyti fæðingarorlofinu að þakka. Ég myndi bara vilja sjá það lengt þannig að feður fengju lengri tíma með börnum sínum. Svo finnst mér raunar að það mætti framkvæma þetta allt með meiri myndugleik. Það er algerlega fáránlegt að snuða unga foreldra (og börn þeirra) um þetta tækifæri. Þetta margborgar sig á endanum. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Það hefur gengið frekar hratt og örugglega fyrir sig í öll skiptin. Við erum líka með mjög sambærilegar hugmyndir um nafngiftir, sem hjálpar óneitanlega. Arnaldur segir allt einhvern veginn breytt við það að verða foreldri og að maður hljóti að skoða lífið í nýju ljósi með skýrari fókus.Aðsend mynd Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir? Það kom mér á óvart hvað börn fæðast með ákveðinn og sérstakan persónuleika. Ég hafði alltaf haldið að það væri mótað meira af umhverfinu en svo eru þau bara strax með allskonar skoðanir og tiktúrur frá degi eitt. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Já, bara á sama hátt og það breytti öllu lífi mínu. Það verður einhver meiri dýpt og ábyrgð. Það verður skýrari fókus á það sem skiptir máli. En alltaf líka gleðilegt. Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Ekki bíða með að skila inn pappírunum til fæðingarorlofssjóðs. Ég veit að þú vilt hugsa þetta aðeins betur og plana þig í kringum þetta, en drífðu þig bara að henda þessum pappírum inn, í guðs bænum. Arnaldur ásamt eldri dætrum sínum. Aðsend mynd Fjölskyldan saman á góðri stund síðustu jól. Öll í eins jólanáttfötum. Aðsend mynd Föðurland Tengdar fréttir Föðurland: Bundinn fyrir lífstíð, besti díll í heimi Söngvarinn Sverrir Bergmann og kona hans Kristín Eva, lögfræðingur, eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun febrúar. Makamál náði tali af nýbakaða föðurnum og fengu að heyra aðeins um nýja hlutverkið og reynsluna sem tilvonandi faðir af meðgöngu og fæðingu. 14. maí 2020 20:00 Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Guðrún Helga Sörtveit og Steinar Örn Gunnarsson eignuðust sitt fyrsta barn á Valentínusardaginn. Guðrún hvetur foreldra til að bera sig ekki saman við það sem þeir sjá á samfélagsmiðlum hjá öðrum. 2. apríl 2020 21:00 Móðurmál: „Mörgum fannst skrítið að við kusum að fæða heima“ „Fæðingarorlofið tók töluverðum breytingum í byrjun febrúar þegar leikskólaverkfallið skall á og virtist engann endi ætla að taka. Það var krefjandi verkefni að vera heima með tvö börn, eina vel hressa tveggja ára og einn 6 mánaða“. Þetta segir Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður í viðtalsliðnum Móðurmál. 20. maí 2020 13:10 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Kynlífsfíkn: Hvenær er mikið kynlíf vandamál? Makamál Sofið þú og maki þinn í sama herbergi? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Einhleypan: Hver er Heimir Hallgrímsson? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Það er nauðsynlegt fyrir feður að taka sér fæðingarorlof. Ég hef náð að tengjast börnunum mínum ótrúlega vel og ég tel að það sé að miklu leyti fæðingarorlofinu að þakka. Ég myndi bara vilja sjá það lengt þannig að feður fengju lengri tíma með börnum sínum“, segir Arnaldur Grétarsson í viðtalsliðnum Föðurland. Arnaldur er sjálfstætt starfandi textahöfundur og framleiðandi. Meðal annara verkefna þá er hann meðhöfundur Áramótaskopi Ara Eldjárns. Arnaldur á þrjár dætur með konu sinni Auði Ástráðsdóttir og fæddist yngsta stelpan þeirra í desember á síðasta ári. Auður starfar sem byggingarfræðingur og er hún dóttir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Röskva, Nótt og Urður. Aðsend mynd Líf mitt þessa dagana gengur aðallega út á að fylgjast með niðurbroti vestrænnar siðmenningar út af farsóttinni. Annars var ég nýkominn úr fæðingarorlofi þegar COVID samkomubannið brast á. Það virkaði eiginlega bara eins og framlenging á fæðingarorlofinu. Nafn? Arnaldur Grétarsson. Aldur? 39 ára. Hvað eru stelpurnar þínar gamlar? Þær eru 9 ára, 8 ára og sú yngsta 6 mánaða. Hvernig tilfinning var að komast að því að þú værir að verða faðir? Þegar ég vissi að ég var að verða faðir í fyrsta skipti var ég tiltölulega nýkominn i vinnunna. Það var mjög þurr og skrítinn vinnustaður og ég gat eiginlega ekki talað um þetta við neinn. Ég held eiginlega að ég hafi upplifað vægt taugaáfall. Það var kvíði og ótti, en líka brjálæðisleg tilhlökkun og eftirvænting. Allavega var mjög erfitt að einbeita sér þann daginn. Í seinni skiptin kom þetta mér ekki svona mikið á óvart, það voru svona jafnari augnablik sem voru líka vörðuð með reynslunni sem hafði komið á undan. Alltaf jafn mikil gleði samt. Hvernig hefur þú upplifað þitt hlutverk á meðgöngunni? Ég held að ég sé alltaf að verða betri í þessu. Ég held að ég hafi kannski verið pínu óþolandi í fyrsta skiptið. Þá datt ég í smá mótþróa og átti erfitt með að laga mig að breytingunum sem fylgdu þessu öllu saman. Það er líklega auðveldara fyrir þann sem gengur ekki með barnið að líta undan ábyrgðinni til að byrja með, því þeir upplifa breytingarnar ekki eins á eigin skinni. Ég held samt að ég sé bara orðinn nokkuð góður félagi í þessu núorðið. „Auðvitað er upplifun foreldranna mjög ólík á þessum tíma og álagið sömuleiðis. Það getur stundum skapað erfiðar aðstæður þar sem reynir á skilning og góð samskipti“, segir Arnaldur. Aðsend mynd Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni? Við fórum á námskeið hjá Björkinni sem er hópur ljósmæðra sem sérhæfa sig í heimafæðingum. Ég get hiklaust mælt með því, hvort sem fólk hyggst eiga barn heima hjá sér eða ekki. Það var mjög fínn undirbúningur. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Ég hef aldrei náð að upplifa einhverja mikla þannig tengingu á meðan á meðgöngunni stendur. Kannski er það bara ég. Það er kannski helst í ómskoðunum þegar maður fær einhverja lauslega mynd af barninu sem það gerist eitthvað, en ég hef almennt ekki náð að tengja mjög sterkt við börnin mín áður en þau fæðast. Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Já, ég held að það sé óhjákvæmilegt. Maður vill taka þátt og reyna að sýna tillitsemi og hjálpa til og það gengur sem betur fer yfirleitt vel. En auðvitað er upplifun foreldranna mjög ólík á þessum tíma og álagið sömuleiðis. Það getur stundum skapað erfiðar aðstæður þar sem reynir á skilning og góð samskipti. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna? Í þetta sinn tilkynntum við dætrum okkar að þær væru að fara að eignast systkini yfir hádegisverði og tókum viðbrögðin upp. Annars hafa þetta nú bara verið róleg samtöl við þá sem þurfa að vita. Fenguð þið að vita kynið? Við höfum aldrei fengið að vita kynið fyrirfram. Núna er það bara orðin hefð. „Ég var eiginlega bara alveg sallarólegur í þetta sinn en samt auðvitað líka spenntur að hitta þennan nýja einstakling. Ég var ekki svona rólegur í hin skiptin“, Segir Arnaldur um tilfinninguna áður en hann hitti dóttur sína í fyrsta skipti. Aðsend mynd Var eitthvað sem þér fannst erfitt við meðgönguna sjálfa? Nei, ég get ekki sagt að ég hafi upplifað mikla erfiðleika í tengslum við þessar meðgöngur. Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Mér fannst skemmtilegast að fara í seinni ómskoðunina, við 20 vikur. Þá verður þetta einhvern veginn raunverulegra fyrir manni. Maður fær einhverja skýrari mynd af því sem er að gerast. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? “Veistu hvort það er strákur eða stelpa?“ Þarf að gera meira til að brúa bil á upplifun foreldra á meðgöngu Er eitthvað sem þér finnst vanta inn í umfjöllunina eða fræðslu fyrir verðandi feður? Já. Ég held að það mætti alveg reyna að gera meira til að brúa þetta bil sem er óhjákvæmilega á upplifun foreldranna á meðgöngu. Allavega bara gera fólk meðvitað um að það er alltaf að fara að vera eitthvað bil þarna sem þarf að umgangast með gagnkvæmri virðingu. Og svo mætti líka alveg segja öllum betur frá því hvað þetta brjóstamjólkurvesen getur verið erfitt mál og alls ekki sjálfgefið. Ég held að það komi mörgum á óvart. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Ég var eiginlega bara alveg sallarólegur í þetta sinn en samt auðvitað líka spenntur að hitta þennan nýja einstakling. Ég var ekki svona rólegur í hin skiptin. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég var bara til staðar og reyndi að bregðast við og hjálpa eins og ég gat. Ég held að það hafi gengið ágætlega. Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Það var ótrúleg upplifun í öll skiptin. Líklega áhrifamest í fyrsta skiptið, en þá er það líka ný upplifun. Alltaf bara ótrúleg gleði og hamingja. Arnaldur ásamt nýfæddri dóttur sinni Nótt. Aðsend mynd Einhver ábyrgðartilfinning og stolt sem snýr öllu á hvolf. Maður dúndrar sér bara með hraði í aftursætið fyrir þessum nýja einstakling. Ekkert annað skiptir máli. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Þau tímabil hafa öll verið frábær. Maður er að kynnast nýjum einstakling og reyna að átta sig á honum. Á sama tíma er allt einhvern veginn breytt og maður hlýtur að skoða lífið í nýju ljósi með skýrari fókus. Þannig getur maður tekið upp á því að taka óvæntar ákvarðanir í átt til hins betra. Tókstu þér fæðingarorlof? Já, nema í eitt skiptið þegar sjóðurinn gat ekki komið neitt til móts við mig. Það er nauðsynlegt fyrir feður að taka sér fæðingarorlof. Ég hef náð að tengjast börnunum mínum ótrúlega vel og ég tel að það sé að miklu leyti fæðingarorlofinu að þakka. Ég myndi bara vilja sjá það lengt þannig að feður fengju lengri tíma með börnum sínum. Svo finnst mér raunar að það mætti framkvæma þetta allt með meiri myndugleik. Það er algerlega fáránlegt að snuða unga foreldra (og börn þeirra) um þetta tækifæri. Þetta margborgar sig á endanum. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Það hefur gengið frekar hratt og örugglega fyrir sig í öll skiptin. Við erum líka með mjög sambærilegar hugmyndir um nafngiftir, sem hjálpar óneitanlega. Arnaldur segir allt einhvern veginn breytt við það að verða foreldri og að maður hljóti að skoða lífið í nýju ljósi með skýrari fókus.Aðsend mynd Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir? Það kom mér á óvart hvað börn fæðast með ákveðinn og sérstakan persónuleika. Ég hafði alltaf haldið að það væri mótað meira af umhverfinu en svo eru þau bara strax með allskonar skoðanir og tiktúrur frá degi eitt. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Já, bara á sama hátt og það breytti öllu lífi mínu. Það verður einhver meiri dýpt og ábyrgð. Það verður skýrari fókus á það sem skiptir máli. En alltaf líka gleðilegt. Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Ekki bíða með að skila inn pappírunum til fæðingarorlofssjóðs. Ég veit að þú vilt hugsa þetta aðeins betur og plana þig í kringum þetta, en drífðu þig bara að henda þessum pappírum inn, í guðs bænum. Arnaldur ásamt eldri dætrum sínum. Aðsend mynd Fjölskyldan saman á góðri stund síðustu jól. Öll í eins jólanáttfötum. Aðsend mynd
Föðurland Tengdar fréttir Föðurland: Bundinn fyrir lífstíð, besti díll í heimi Söngvarinn Sverrir Bergmann og kona hans Kristín Eva, lögfræðingur, eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun febrúar. Makamál náði tali af nýbakaða föðurnum og fengu að heyra aðeins um nýja hlutverkið og reynsluna sem tilvonandi faðir af meðgöngu og fæðingu. 14. maí 2020 20:00 Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Guðrún Helga Sörtveit og Steinar Örn Gunnarsson eignuðust sitt fyrsta barn á Valentínusardaginn. Guðrún hvetur foreldra til að bera sig ekki saman við það sem þeir sjá á samfélagsmiðlum hjá öðrum. 2. apríl 2020 21:00 Móðurmál: „Mörgum fannst skrítið að við kusum að fæða heima“ „Fæðingarorlofið tók töluverðum breytingum í byrjun febrúar þegar leikskólaverkfallið skall á og virtist engann endi ætla að taka. Það var krefjandi verkefni að vera heima með tvö börn, eina vel hressa tveggja ára og einn 6 mánaða“. Þetta segir Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður í viðtalsliðnum Móðurmál. 20. maí 2020 13:10 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Kynlífsfíkn: Hvenær er mikið kynlíf vandamál? Makamál Sofið þú og maki þinn í sama herbergi? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Einhleypan: Hver er Heimir Hallgrímsson? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Föðurland: Bundinn fyrir lífstíð, besti díll í heimi Söngvarinn Sverrir Bergmann og kona hans Kristín Eva, lögfræðingur, eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun febrúar. Makamál náði tali af nýbakaða föðurnum og fengu að heyra aðeins um nýja hlutverkið og reynsluna sem tilvonandi faðir af meðgöngu og fæðingu. 14. maí 2020 20:00
Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Guðrún Helga Sörtveit og Steinar Örn Gunnarsson eignuðust sitt fyrsta barn á Valentínusardaginn. Guðrún hvetur foreldra til að bera sig ekki saman við það sem þeir sjá á samfélagsmiðlum hjá öðrum. 2. apríl 2020 21:00
Móðurmál: „Mörgum fannst skrítið að við kusum að fæða heima“ „Fæðingarorlofið tók töluverðum breytingum í byrjun febrúar þegar leikskólaverkfallið skall á og virtist engann endi ætla að taka. Það var krefjandi verkefni að vera heima með tvö börn, eina vel hressa tveggja ára og einn 6 mánaða“. Þetta segir Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður í viðtalsliðnum Móðurmál. 20. maí 2020 13:10