Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 09:00 Sif Atladóttir með Sólveigu dóttur sinni eftir leik hjá íslenska landsliðinu í úrslitakeppni EM kvenna í Hollandi árið 2017. Getty/Maja Hitij Íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir var á dögunum kosin inn í stjórn sænsku leikmannasamtakanna og berst nú meðal annars fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna. Sif Atladóttir var kosin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna á fjarfundi 18. maí síðastliðinn en hún kom inn fyrir hönd sænsku kvennadeildarinnar. Á sama tíma voru tekin inn þau Stefan Karlsson og Caroline Seger, Stefan fyrir Superettan en Caroline sem fulltrúi sænsku landsliðanna. Fyrir í samtökunum voru meðal annars formaðurinn Anders Jemail, varaformaðurinn Caroline Jönsson og goðsögnin Henrik Larsson. https://t.co/PJNIAvglaB— Spelarföreningen (@Spelarforening) May 21, 2020 Sif Atladóttir var ekki lengi að láta til sín taka eins og sést á viðtali hennar við sænska blaðið Expressen en þar talar hún um réttindi þungaðra knattspyrnukvenna. „Núna þegar ég er orðin aðeins eldri þá hef ég öðlast aðeins öðruvísi sýn á hvaða hlutir það séu sem þurfa að breytast," segir Sif sem verður ekki með Kristianstad á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni. Horfir til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta Sif horfir sérstaklega til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta en þar búin til ný og brautryðjandi reglugerð í október árið 2018 sem styður við bakið á þunguðum konum og mæðrum. Samkvæmt henni þá fá verðandi mæður aðstoð og halda launum sínum. Það er ekkert slíkt til í Svíþjóð eins og Sif þarf nú að finna á eigin skinni. „Eins og ég skil þetta þá fá allir leikmenn meðlag og vernd með þessari reglugerð. Þær halda launum sínum og þeir leikmenn sem þurfa hjálp með þær ganga með barn, fá hana," sagði Sif. „Ég á sjálf eina dóttir og ég veit að leikmannasamtökin hafa velt þessu fyrir sér hér áður þá hefur þetta ekki verið rætt nógu mikið opinberlega. Kvennaíþróttir eru að stækka og þarf að þróast eins og með allt annað í lífinu," sagði Sif við blaðmann Expressen. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar „Þetta fer allt eftir því með hvaða félagi þú ert að spila og hvernig leikmaðurinn gengur að borðinu. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar en flest félögin eru með viljann til að hjálpa," sagði Sif. „Það er ekki beint til einhver bæklingur um þetta til að hjálpa klúbbunum. Þetta var ótrúlegt framfaraskref í körfuboltanum í Bandaríkjunum og slík reglugerð er eitthvað sem vantar í kvennaíþróttir og ekki bara í fóboltanum," sagði Sif í þessum athyglisverða viðtali í Expressen. Sif Atla í stjórn í Svíþjóð - Vill betri réttindi fyrir þungaðar konur https://t.co/eCnBgALxZM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 25, 2020 Sif ákvað sjálf til öryggis að vera í sóttkví eftir að kórónufaraldurinn fór á flug. „Ég hef ekkert verið í kringum klúbbinn í tvo mánuði af því að ég ákvað að fara sjálf í sóttkví. Ég hef kannski hitt hina leikmennina fjórum sinnum á þessum tíma," sagði Sif. Ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði „Það hefur því verið svolítið erfitt andlega því ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði þó ég geti ekki verið inn á vellinum. Ég vil vera þarna til að styðja þær," sagði Sif sem þekkir það sjálf hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. „Það þarf margt að ganga upp til að maður geti komið aftur. Það er allt önnur staða fyrir knattspyrnukonu en knattspyrnukarl að verða foreldri. Bæði líkaminn og hausinn þurfa að vera tilbúnir," sagði Sif og hélt áfram: „Stóra áskorunin er að við höfum margar hæfileikaríkar íþróttakonur sem þurfa að slökkva á ástríðu sinni fyrir íþróttinni af því að það er svo erfitt að sameina foreldrahlutverkið og íþróttirnar," sagði Sif og hún ætlar að láta til sín taka til að breyta því. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir var á dögunum kosin inn í stjórn sænsku leikmannasamtakanna og berst nú meðal annars fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna. Sif Atladóttir var kosin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna á fjarfundi 18. maí síðastliðinn en hún kom inn fyrir hönd sænsku kvennadeildarinnar. Á sama tíma voru tekin inn þau Stefan Karlsson og Caroline Seger, Stefan fyrir Superettan en Caroline sem fulltrúi sænsku landsliðanna. Fyrir í samtökunum voru meðal annars formaðurinn Anders Jemail, varaformaðurinn Caroline Jönsson og goðsögnin Henrik Larsson. https://t.co/PJNIAvglaB— Spelarföreningen (@Spelarforening) May 21, 2020 Sif Atladóttir var ekki lengi að láta til sín taka eins og sést á viðtali hennar við sænska blaðið Expressen en þar talar hún um réttindi þungaðra knattspyrnukvenna. „Núna þegar ég er orðin aðeins eldri þá hef ég öðlast aðeins öðruvísi sýn á hvaða hlutir það séu sem þurfa að breytast," segir Sif sem verður ekki með Kristianstad á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni. Horfir til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta Sif horfir sérstaklega til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta en þar búin til ný og brautryðjandi reglugerð í október árið 2018 sem styður við bakið á þunguðum konum og mæðrum. Samkvæmt henni þá fá verðandi mæður aðstoð og halda launum sínum. Það er ekkert slíkt til í Svíþjóð eins og Sif þarf nú að finna á eigin skinni. „Eins og ég skil þetta þá fá allir leikmenn meðlag og vernd með þessari reglugerð. Þær halda launum sínum og þeir leikmenn sem þurfa hjálp með þær ganga með barn, fá hana," sagði Sif. „Ég á sjálf eina dóttir og ég veit að leikmannasamtökin hafa velt þessu fyrir sér hér áður þá hefur þetta ekki verið rætt nógu mikið opinberlega. Kvennaíþróttir eru að stækka og þarf að þróast eins og með allt annað í lífinu," sagði Sif við blaðmann Expressen. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar „Þetta fer allt eftir því með hvaða félagi þú ert að spila og hvernig leikmaðurinn gengur að borðinu. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar en flest félögin eru með viljann til að hjálpa," sagði Sif. „Það er ekki beint til einhver bæklingur um þetta til að hjálpa klúbbunum. Þetta var ótrúlegt framfaraskref í körfuboltanum í Bandaríkjunum og slík reglugerð er eitthvað sem vantar í kvennaíþróttir og ekki bara í fóboltanum," sagði Sif í þessum athyglisverða viðtali í Expressen. Sif Atla í stjórn í Svíþjóð - Vill betri réttindi fyrir þungaðar konur https://t.co/eCnBgALxZM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 25, 2020 Sif ákvað sjálf til öryggis að vera í sóttkví eftir að kórónufaraldurinn fór á flug. „Ég hef ekkert verið í kringum klúbbinn í tvo mánuði af því að ég ákvað að fara sjálf í sóttkví. Ég hef kannski hitt hina leikmennina fjórum sinnum á þessum tíma," sagði Sif. Ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði „Það hefur því verið svolítið erfitt andlega því ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði þó ég geti ekki verið inn á vellinum. Ég vil vera þarna til að styðja þær," sagði Sif sem þekkir það sjálf hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. „Það þarf margt að ganga upp til að maður geti komið aftur. Það er allt önnur staða fyrir knattspyrnukonu en knattspyrnukarl að verða foreldri. Bæði líkaminn og hausinn þurfa að vera tilbúnir," sagði Sif og hélt áfram: „Stóra áskorunin er að við höfum margar hæfileikaríkar íþróttakonur sem þurfa að slökkva á ástríðu sinni fyrir íþróttinni af því að það er svo erfitt að sameina foreldrahlutverkið og íþróttirnar," sagði Sif og hún ætlar að láta til sín taka til að breyta því.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti