Ásökunum um „siðspillt“ líferni rignir yfir fyrirsætu sem lést í flugslysi Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. maí 2020 08:54 Zara Abid var farsæl fyrirsæta, sem pakistanskur tískuheimur minnist með hlýju. Instagram Pakistönsk fyrirsæta, sem talin er hafa farist í flugslysi í Pakistan í síðustu viku, sætir nú eftir andlátið miklu aðkasti á samfélagsmiðlum. Reikningum hennar á hinum ýmsum miðlum hefur verið lokað eftir að nettröll úr íhaldssömu samfélagi pakistanskra múslima létu rigna yfir hana ásökunum um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Fyrirsætan hét Zara Abid og var 28 ára. Samkvæmt farþegaskrá og frásögnum vina hennar var hún um borð í farþegaþotu flugfélagsins Pakistan International Airlines sem hrapaði í pakistönsku borginni Karachi á föstudag. Alls voru 99 um borð og fórust allir, utan tvo menn sem verið hafa til frásagnar um slysið. Fyrstu fregnir hermdu að Abid hefði komist lífs af úr slysinu. Bróðir hennar sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þrábað netverja að hætta að dreifa „falsfréttum“ af slysinu. Abid átti að baki afar farsælan feril sem fyrirsæta í heimalandi sínu og starfaði fyrir nokkur stærstu fatamerki Pakistan á meðan hún lifði. Þá var hún valin „besta kvenfyrirsætan“ á hinni pakistönsku Hum Style-verðlaunahátíð í janúar síðastliðnum. Þegar fréttir tóku að berast af því að Abid hefði verið um borð í flugvélinni sem hrapaði á föstudag birtu íhaldssamir öfgamenn athugasemdir í hundruðatali við færslur hennar á samfélagsmiðlum. Þeir drógu trúrækni Abid, sem var íslamstrúar, í efa og sökuðu hana um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Athugasemdirnar voru einkum skrifaðar við myndir af Abid klæddri í fatnað sem telst efnislítill í Pakistan. Umrædd nettröll endurbirtu jafnframt slíkar myndir á samfélagsmiðlum og fordæmdu „siðlausa“ hegðun Abid. you on the other hand have done an excellent job of showing your brain part to all of us https://t.co/uiE41uhqHg— Mira Sethi (@sethimirajee) May 23, 2020 Konur eiga víða erfitt uppdráttar í Pakistan, í það minnsta þeim hluta samfélagsins sem fylgir íhaldssömustu gildum íslamstrúar. Þar er lögð áhersla á að konur hylji sig og hafi sig lítið frammi. Abid lifði þó og hrærðist í frjálslegra samfélagi fyrirsæta, hönnuða og leikara, sem mörg hver minntust hennar með hlýju og söknuði á samfélagsmiðlum. Pakistan Tengdar fréttir Lifði af flugslysið í Pakistan: „Ég heyrði bara öskrin“ Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. 23. maí 2020 22:32 97 létust í flugslysinu Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið. 23. maí 2020 17:38 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Pakistönsk fyrirsæta, sem talin er hafa farist í flugslysi í Pakistan í síðustu viku, sætir nú eftir andlátið miklu aðkasti á samfélagsmiðlum. Reikningum hennar á hinum ýmsum miðlum hefur verið lokað eftir að nettröll úr íhaldssömu samfélagi pakistanskra múslima létu rigna yfir hana ásökunum um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Fyrirsætan hét Zara Abid og var 28 ára. Samkvæmt farþegaskrá og frásögnum vina hennar var hún um borð í farþegaþotu flugfélagsins Pakistan International Airlines sem hrapaði í pakistönsku borginni Karachi á föstudag. Alls voru 99 um borð og fórust allir, utan tvo menn sem verið hafa til frásagnar um slysið. Fyrstu fregnir hermdu að Abid hefði komist lífs af úr slysinu. Bróðir hennar sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þrábað netverja að hætta að dreifa „falsfréttum“ af slysinu. Abid átti að baki afar farsælan feril sem fyrirsæta í heimalandi sínu og starfaði fyrir nokkur stærstu fatamerki Pakistan á meðan hún lifði. Þá var hún valin „besta kvenfyrirsætan“ á hinni pakistönsku Hum Style-verðlaunahátíð í janúar síðastliðnum. Þegar fréttir tóku að berast af því að Abid hefði verið um borð í flugvélinni sem hrapaði á föstudag birtu íhaldssamir öfgamenn athugasemdir í hundruðatali við færslur hennar á samfélagsmiðlum. Þeir drógu trúrækni Abid, sem var íslamstrúar, í efa og sökuðu hana um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Athugasemdirnar voru einkum skrifaðar við myndir af Abid klæddri í fatnað sem telst efnislítill í Pakistan. Umrædd nettröll endurbirtu jafnframt slíkar myndir á samfélagsmiðlum og fordæmdu „siðlausa“ hegðun Abid. you on the other hand have done an excellent job of showing your brain part to all of us https://t.co/uiE41uhqHg— Mira Sethi (@sethimirajee) May 23, 2020 Konur eiga víða erfitt uppdráttar í Pakistan, í það minnsta þeim hluta samfélagsins sem fylgir íhaldssömustu gildum íslamstrúar. Þar er lögð áhersla á að konur hylji sig og hafi sig lítið frammi. Abid lifði þó og hrærðist í frjálslegra samfélagi fyrirsæta, hönnuða og leikara, sem mörg hver minntust hennar með hlýju og söknuði á samfélagsmiðlum.
Pakistan Tengdar fréttir Lifði af flugslysið í Pakistan: „Ég heyrði bara öskrin“ Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. 23. maí 2020 22:32 97 létust í flugslysinu Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið. 23. maí 2020 17:38 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Lifði af flugslysið í Pakistan: „Ég heyrði bara öskrin“ Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. 23. maí 2020 22:32
97 létust í flugslysinu Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið. 23. maí 2020 17:38