Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 08:04 Frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Fátt hefur verið um manninn á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í morgun en strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku á hádegi að dönskum tíma. Flugferðir frá Íslandi til Kaupmannahafnar eru enn á áætlun en þeim sem hafa ekki gilda ástæðu til inngöngu verður vísað frá. Danska ríkisstjórnin tilkynnti um að hún ætlaði svo gott sem að loka landamærunum að landinu til að hefta útbreiðslu kórónuveiruheimsfaraldursins í gær. Ferðabannið tekur gildi klukkan tólf að dönskum tíma, klukkan ellefu að íslenskum. Það gildir til 13. apríl. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia fór vél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar í loftið um tuttugu mínútum á undan áætlun á áttunda tímanum í morgun. Seinni ferð flugfélagsins til Kaupmannahafnar um miðjan dag og ferð SAS fyrir hádegið eru enn sagðar á áætlun. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að skilningur félagsins sé að danskir ríkisborgarar komist ávallt inn í landið og sömuleiðis þeir sem búa eða vinna í Danmörku. Þó megi búast við töfum við landamæraeftirlit. Öðrum, sem ekki hafa gilda ástæðu til að koma til Danmerkur, verði vísað frá. Hamstra bjór og ropvatn á landamærunum Danska ríkisútvarpið DR segir að tómlegt hafi verið um að litast á Kastrup-flugvelli í morgun þrátt fyrir að ferðabannið væri þá ekki enn komið í gildi. Tíðindin af ferðabanninu urðu mörgum Dönum jafnframt tilefni til að streyma í Fleggaard, verslun á landamærunum að Þýskalandi, til að gera innkaup áður en landamærunum verður skellt í lás. „Við heyrðum jú að landamærunum yrði lokað í dag svo við hugsuðum að við yrðum að koma hingað niður eftir og fylla á með bjór og ropvatni. Þetta stendur jú yfir páska svo maður verður að fylla á birgðirnar,“ segir Lars Hansen, einn þeirra sem gerðu sér ferð til Fleggaard í gærkvöldi. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. 13. mars 2020 21:11 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Fátt hefur verið um manninn á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í morgun en strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku á hádegi að dönskum tíma. Flugferðir frá Íslandi til Kaupmannahafnar eru enn á áætlun en þeim sem hafa ekki gilda ástæðu til inngöngu verður vísað frá. Danska ríkisstjórnin tilkynnti um að hún ætlaði svo gott sem að loka landamærunum að landinu til að hefta útbreiðslu kórónuveiruheimsfaraldursins í gær. Ferðabannið tekur gildi klukkan tólf að dönskum tíma, klukkan ellefu að íslenskum. Það gildir til 13. apríl. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia fór vél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar í loftið um tuttugu mínútum á undan áætlun á áttunda tímanum í morgun. Seinni ferð flugfélagsins til Kaupmannahafnar um miðjan dag og ferð SAS fyrir hádegið eru enn sagðar á áætlun. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að skilningur félagsins sé að danskir ríkisborgarar komist ávallt inn í landið og sömuleiðis þeir sem búa eða vinna í Danmörku. Þó megi búast við töfum við landamæraeftirlit. Öðrum, sem ekki hafa gilda ástæðu til að koma til Danmerkur, verði vísað frá. Hamstra bjór og ropvatn á landamærunum Danska ríkisútvarpið DR segir að tómlegt hafi verið um að litast á Kastrup-flugvelli í morgun þrátt fyrir að ferðabannið væri þá ekki enn komið í gildi. Tíðindin af ferðabanninu urðu mörgum Dönum jafnframt tilefni til að streyma í Fleggaard, verslun á landamærunum að Þýskalandi, til að gera innkaup áður en landamærunum verður skellt í lás. „Við heyrðum jú að landamærunum yrði lokað í dag svo við hugsuðum að við yrðum að koma hingað niður eftir og fylla á með bjór og ropvatni. Þetta stendur jú yfir páska svo maður verður að fylla á birgðirnar,“ segir Lars Hansen, einn þeirra sem gerðu sér ferð til Fleggaard í gærkvöldi.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. 13. mars 2020 21:11 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. 13. mars 2020 21:11
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21