Samningum rift við barnshafandi leikmenn: „Íþróttakonur eru ótrúlega lítið verndaðar“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 21:00 Sif Atladóttir var orðin mamma þegar hún gegndi lykilhlutverki í vörn Íslands á EM 2017. Hér smellir hún kossi á dóttur sína eftir leik á mótinu. VÍSIR/GETTY Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Kristianstad, er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. Hún er ólétt að sínu öðru barni og vill meðal annars stuðla að bættri stöðu knattspyrnukvenna sem eignast börn. Sif benti á það í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag að knattspyrnukonur byggju við mikið óöryggi varðandi það hvort þær gætu haldið áfram hjá sínu félagi eftir fæðingarorlof, og að ljótar sögur væru til af riftun samninga vegna óléttu. „Við sem íþróttakonur erum ótrúlega lítið verndaðar með reglum. Ég er búin að heyra ótrúlega leiðinlegar sögur þar sem að konur segja frá því að þær séu orðnar óléttar og þá er samningum bara rift; „skilaðu þessu og þessu, takk og bless!“ Fyrir mér er þetta ótrúlega sorglegt því að það á ekki að vera neinn endir á neinu að búa til fjölskyldu. Stuðningurinn frá íþróttaheiminum er hins vegar takmarkaður því það veit enginn hver á að taka hvað ábyrgð eða hvaða reglugerðir eiga að grípa inn í. Þetta er viðkvæmt málefni en ef að við horfum bara á það þegar konur voru að fara fyrst út á atvinnumarkaðinn þá komu allar þessar spurningar upp, en við erum svolítið á byrjunarreitnum enn í íþróttaheiminum,“ sagði Sif. Eiga allir að geta snúið til baka eftir að hafa eignast fjölskyldu Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður, eignaðist tvíbura í janúar. Hún er leikmaður Djurgården í Svíþjóð og sagði við fótboltavefsíðuna Fotboll Sthlm að hún hefði óttast að fá ekki tækifæri aftur hjá sínu félagi eftir barneignir. „Ég talaði við Guggu í gær og við ræddum þessi mál aðeins. Það skiptir máli hvað þú ert búinn að gera og leggja inn á bankann til þess að sjá hvort að maður sé nógu aðlaðandi til að fá mann til baka. Það skiptir því máli fyrir þann sem er að ráða mann hvað maður er búinn að gera til að sjá hvort það sé þess virði að fá mann til baka. Það er því ákveðin „sortering“ í burtu, sem mér finnst náttúrulega fáránleg. Það eiga allir að geta átt möguleika á að eignast fjölskyldu og koma til baka. Íþróttirnar ganga svolítið út á fjölskyldur, að fá fjölskylduna á völlinn, en þegar maður kíkir á efsta stigið þá erum við ekki margar kvennamegin sem eignumst fjölskyldu og komum til baka,“ sagði Sif en nánar er rætt við hana í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Sif Atla um baráttuna fyrir réttindum fótboltakvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Svíþjóð Sportið í dag Tengdar fréttir Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00 Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Kristianstad, er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. Hún er ólétt að sínu öðru barni og vill meðal annars stuðla að bættri stöðu knattspyrnukvenna sem eignast börn. Sif benti á það í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag að knattspyrnukonur byggju við mikið óöryggi varðandi það hvort þær gætu haldið áfram hjá sínu félagi eftir fæðingarorlof, og að ljótar sögur væru til af riftun samninga vegna óléttu. „Við sem íþróttakonur erum ótrúlega lítið verndaðar með reglum. Ég er búin að heyra ótrúlega leiðinlegar sögur þar sem að konur segja frá því að þær séu orðnar óléttar og þá er samningum bara rift; „skilaðu þessu og þessu, takk og bless!“ Fyrir mér er þetta ótrúlega sorglegt því að það á ekki að vera neinn endir á neinu að búa til fjölskyldu. Stuðningurinn frá íþróttaheiminum er hins vegar takmarkaður því það veit enginn hver á að taka hvað ábyrgð eða hvaða reglugerðir eiga að grípa inn í. Þetta er viðkvæmt málefni en ef að við horfum bara á það þegar konur voru að fara fyrst út á atvinnumarkaðinn þá komu allar þessar spurningar upp, en við erum svolítið á byrjunarreitnum enn í íþróttaheiminum,“ sagði Sif. Eiga allir að geta snúið til baka eftir að hafa eignast fjölskyldu Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður, eignaðist tvíbura í janúar. Hún er leikmaður Djurgården í Svíþjóð og sagði við fótboltavefsíðuna Fotboll Sthlm að hún hefði óttast að fá ekki tækifæri aftur hjá sínu félagi eftir barneignir. „Ég talaði við Guggu í gær og við ræddum þessi mál aðeins. Það skiptir máli hvað þú ert búinn að gera og leggja inn á bankann til þess að sjá hvort að maður sé nógu aðlaðandi til að fá mann til baka. Það skiptir því máli fyrir þann sem er að ráða mann hvað maður er búinn að gera til að sjá hvort það sé þess virði að fá mann til baka. Það er því ákveðin „sortering“ í burtu, sem mér finnst náttúrulega fáránleg. Það eiga allir að geta átt möguleika á að eignast fjölskyldu og koma til baka. Íþróttirnar ganga svolítið út á fjölskyldur, að fá fjölskylduna á völlinn, en þegar maður kíkir á efsta stigið þá erum við ekki margar kvennamegin sem eignumst fjölskyldu og komum til baka,“ sagði Sif en nánar er rætt við hana í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Sif Atla um baráttuna fyrir réttindum fótboltakvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Svíþjóð Sportið í dag Tengdar fréttir Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00 Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00
Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00