Eins gott að Hafþór keppir ekki við Eddie Hall í sjómanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2020 09:30 Devon Larratt fór illa með Hafþór Júlíus Björnsson í sjómanni eins og sjá má hér. Skjámynd/Youtube Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall eru litlir vinir og undirbúa sig nú af kappi fyrir að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas. Lesendur hafa mikinn áhuga á heimsmethafanum og „Fjallinu“ úr „Game Of Thrones“ og því hafa menn verið að leita að fréttum af íslenska kraftatröllinu sem ætlar nú að breyta sér í hnefaleikamann á einu ári. Í tilefni af því að opinberar deilur Hafþórs og Eddie Hall hafa stolið athyglinni að undanförnu þá hafa þeir á Sportbible grafið upp að þeirra mati vandræðalegt tap Hafþórs í sjómanni frá árinu 2015. Hafthor 'The Mountain' Bjornsson took on a man almost 200lb lighter than him in an arm-wrestling contest - and was beaten with shocking ease.https://t.co/ZPjwy32Ab2 pic.twitter.com/d28B2IFy3a— SPORTbible (@sportbible) May 26, 2020 Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti atvinnumanninum Devon Larratt. Larratt var þarna næstum því 90 kílóum léttari en Hafþór og Íslendingurinn hefði því átt að öllu eðlilegu að vera alvöru andstæðingur fyrir hann. Annað kom á daginn því Devon átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Hafþór Júlíus að velli. Larratt var aðeins 102 kíló á þessum tíma en Hafþór er auðvitað meira en 190 kíló auk þess að vera vel yfir tvo metra á hæð. Larratt er náttúrulega atvinnumaður í sjómanni og yfirburðir hans eru svo miklir að hann er að kenna Hafþóri tökin um leið og hann vinnur hann sannfærandi. Hafþór Júlíus Björnsson tók tapinu vel enda með það alveg á hreinu að hans styrkleiki liggur annars staðar en í sjómanni. Það var alveg ljóst að hann myndi sigra Devon Larratt í flestum kraftaþrautum. Samkvæmt þessu myndbandi hér fyrir neðan er nokkuð ljóst að Hafþór má þakka fyrir að þurfa ekki að keppa við Eddie Hall í sjómanni. watch on YouTube Kraftlyftingar Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall eru litlir vinir og undirbúa sig nú af kappi fyrir að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas. Lesendur hafa mikinn áhuga á heimsmethafanum og „Fjallinu“ úr „Game Of Thrones“ og því hafa menn verið að leita að fréttum af íslenska kraftatröllinu sem ætlar nú að breyta sér í hnefaleikamann á einu ári. Í tilefni af því að opinberar deilur Hafþórs og Eddie Hall hafa stolið athyglinni að undanförnu þá hafa þeir á Sportbible grafið upp að þeirra mati vandræðalegt tap Hafþórs í sjómanni frá árinu 2015. Hafthor 'The Mountain' Bjornsson took on a man almost 200lb lighter than him in an arm-wrestling contest - and was beaten with shocking ease.https://t.co/ZPjwy32Ab2 pic.twitter.com/d28B2IFy3a— SPORTbible (@sportbible) May 26, 2020 Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti atvinnumanninum Devon Larratt. Larratt var þarna næstum því 90 kílóum léttari en Hafþór og Íslendingurinn hefði því átt að öllu eðlilegu að vera alvöru andstæðingur fyrir hann. Annað kom á daginn því Devon átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Hafþór Júlíus að velli. Larratt var aðeins 102 kíló á þessum tíma en Hafþór er auðvitað meira en 190 kíló auk þess að vera vel yfir tvo metra á hæð. Larratt er náttúrulega atvinnumaður í sjómanni og yfirburðir hans eru svo miklir að hann er að kenna Hafþóri tökin um leið og hann vinnur hann sannfærandi. Hafþór Júlíus Björnsson tók tapinu vel enda með það alveg á hreinu að hans styrkleiki liggur annars staðar en í sjómanni. Það var alveg ljóst að hann myndi sigra Devon Larratt í flestum kraftaþrautum. Samkvæmt þessu myndbandi hér fyrir neðan er nokkuð ljóst að Hafþór má þakka fyrir að þurfa ekki að keppa við Eddie Hall í sjómanni. watch on YouTube
Kraftlyftingar Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira