Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2020 20:15 Frystihúsið brann til kaldra kola, og lítið sem ekkert er eftir. Vísir/Tryggvi Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Starfsmaður vinnslunnar sem gisti þar varð fyrstur var við eldinn klukkan fimm í morgun, komst hann út og hringdi á hjálp. Heimamenn sem manna slökkviliðið í Hrísey voru fyrstir á vettvang en slökkviliðið á Akureyri þurfti að aka 30 kílómetra og taka ferju til að komast á eldstað. Strax var ljóst að um stórbruna væri að ræða. „Maður sá það fljótt. Maður var rétt kominn yfir hæðina yfir Sandinn þá blasti bara reykurinn við og eldsúlan upp í loftið. Maður vissi strax hvers lags var,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri sem stýrði aðgerðum á vettvangi. Hér má sjá drónamyndband sem Laimonas Rimkus birti á Facebook í morgun. Slökkviliðið einbeitti sér að varnarstarfi við komuna en gríðarlega mikill eldur var í elsta hluta fiskvinnslunnar. Mikið af eldfimu efni og búnaði var innanhús sem torveldaði slökkvistarf. „Það er gríðarlega orkumikill eldur þarna inni þannig að fyrstu aðgerðir virtust ekki vera að gera mikið. Það var ekki fyrr en þakið hrundi sem það fór að ganga að slökkva í þessu. Þangað til það gerðist vorum við meira í að verja þessi hús,“ segir Ólafur. Eldurinn náði þó að teygja sig yfir í nærliggjandi byggingar. Mikið púður fór í að verja nýrri hluta fiskvinnslunnar auk þess sem að reykkafarar náðu að slökkva eld sem barst yfir í Salthúsið svokallaða, hinum megin við götuna. „Það er allt sviðbrunnið og kolað inn í hinum hluta hússins líka en húsið sjálft stendur og er ekki brunnið niður. Svo er náttúrúlega svolítð skemmt húsð hinu megin. Við misstum eld yfir í turninn á því húsi,“ segir Ólafur. Fiskvinnslan er gjörónýt og það sem eykur tjónið er að allar geymslur voru fullar af fiski. Starfsemin var að fara aftur af stað eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. „Já, það var eiginlega komið allt á fullt. Allar geymslur fullar af fiski til útflutnings og til vinnslu. Gott dæmi um það að það beið á Sandinum fiskur klukkan sjö í morgun sem átti að fara í vinnslu í morgunsárið,” segir Kristinn Frímann Árnason, einn af þeim sem var fyrstur á vettvang. Eigandi vinnslunar baðst undan viðtali en sagði ljóst að tjónið væri mikið enda hafi vinnslan verið byggð upp að undanförnu. Eftir langt vinnslustopp vegna Covid-19 hafi menn séð ljós í myrkrinu með því að geta farið að hefja vinnslu á ný, svo dynji þetta yfir. Áfffalið sé því mikið, ekki síst fyrir íbúa eyjunnar. „Já, þetta er stærsti vinnustaðurinn í eyjunni þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur öll í eyjunni,“ segir Kristinn sem bindur vonir við að eigendurnir, sem eru tiltölulega nýteknir við fiskvinnslunni byggi hana upp á nýjan leik. „Við bundum miklar vonir við þessar eigendur, þeir voru svo áhugasamir. En við bara vonum að það opnist aðrar dyr og þeir bara byggi upp. Við vonum bara það besta.“ Hrísey Akureyri Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Starfsmaður vinnslunnar sem gisti þar varð fyrstur var við eldinn klukkan fimm í morgun, komst hann út og hringdi á hjálp. Heimamenn sem manna slökkviliðið í Hrísey voru fyrstir á vettvang en slökkviliðið á Akureyri þurfti að aka 30 kílómetra og taka ferju til að komast á eldstað. Strax var ljóst að um stórbruna væri að ræða. „Maður sá það fljótt. Maður var rétt kominn yfir hæðina yfir Sandinn þá blasti bara reykurinn við og eldsúlan upp í loftið. Maður vissi strax hvers lags var,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri sem stýrði aðgerðum á vettvangi. Hér má sjá drónamyndband sem Laimonas Rimkus birti á Facebook í morgun. Slökkviliðið einbeitti sér að varnarstarfi við komuna en gríðarlega mikill eldur var í elsta hluta fiskvinnslunnar. Mikið af eldfimu efni og búnaði var innanhús sem torveldaði slökkvistarf. „Það er gríðarlega orkumikill eldur þarna inni þannig að fyrstu aðgerðir virtust ekki vera að gera mikið. Það var ekki fyrr en þakið hrundi sem það fór að ganga að slökkva í þessu. Þangað til það gerðist vorum við meira í að verja þessi hús,“ segir Ólafur. Eldurinn náði þó að teygja sig yfir í nærliggjandi byggingar. Mikið púður fór í að verja nýrri hluta fiskvinnslunnar auk þess sem að reykkafarar náðu að slökkva eld sem barst yfir í Salthúsið svokallaða, hinum megin við götuna. „Það er allt sviðbrunnið og kolað inn í hinum hluta hússins líka en húsið sjálft stendur og er ekki brunnið niður. Svo er náttúrúlega svolítð skemmt húsð hinu megin. Við misstum eld yfir í turninn á því húsi,“ segir Ólafur. Fiskvinnslan er gjörónýt og það sem eykur tjónið er að allar geymslur voru fullar af fiski. Starfsemin var að fara aftur af stað eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. „Já, það var eiginlega komið allt á fullt. Allar geymslur fullar af fiski til útflutnings og til vinnslu. Gott dæmi um það að það beið á Sandinum fiskur klukkan sjö í morgun sem átti að fara í vinnslu í morgunsárið,” segir Kristinn Frímann Árnason, einn af þeim sem var fyrstur á vettvang. Eigandi vinnslunar baðst undan viðtali en sagði ljóst að tjónið væri mikið enda hafi vinnslan verið byggð upp að undanförnu. Eftir langt vinnslustopp vegna Covid-19 hafi menn séð ljós í myrkrinu með því að geta farið að hefja vinnslu á ný, svo dynji þetta yfir. Áfffalið sé því mikið, ekki síst fyrir íbúa eyjunnar. „Já, þetta er stærsti vinnustaðurinn í eyjunni þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur öll í eyjunni,“ segir Kristinn sem bindur vonir við að eigendurnir, sem eru tiltölulega nýteknir við fiskvinnslunni byggi hana upp á nýjan leik. „Við bundum miklar vonir við þessar eigendur, þeir voru svo áhugasamir. En við bara vonum að það opnist aðrar dyr og þeir bara byggi upp. Við vonum bara það besta.“
Hrísey Akureyri Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20
Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53
Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00