„Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 07:00 Helena Ólafsdóttir hefur stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna síðan 2016. vísir/anton Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. Helena var spurð út í umræðu um launamál knattspyrnukvenna í Sportinu í dag. Segja má að sú umræða hafi farið af stað með fullyrðingum Mikaels Nikulássonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um að Anna Björk Kristjánsdóttir fengi hærri laun hjá sínu nýja félagi Selfoss en flestir leikmenn í efstu deild karla. „Ég fagna því að stelpur fái laun og að einhver sjái sér hag í að borga kvenmanni eða karlmanni laun fyrir það sem þau eru að gera. Það má ekki gleymast í umræðunni að við konur eyðum alveg jafnmiklum tíma í íþróttina eins og aðrir, hvort sem það er þjálfari eða leikmaður. Þetta er bara frábær þróun, sem ég hefði viljað sjá mikið fyrr,“ sagði Helena, og bætti við: „Auðvitað á að auðvelda leikmönnum í bestu liðunum það að geta æft eins og atvinnumenn. Það hlýtur að gera deildina okkar betri og leikmenn vilja þá vera hérna. En eins og þetta hefur verið í gegnum tíðina þá eru leikmenn að vinna eða í námi.“ En Helena gaf lítið fyrir orð fyrrnefnds Mikaels þess efnis að Anna Björk fengi hærri laun en knattspyrnukona á Íslandi ætti að fá. „Þetta eru aldrei of há laun. Mér fannst það hlægileg umræða. Ég veit líka alveg hvað há laun eru karla megin, bæði hjá þjálfurum og leikmönnum, og við erum ekki nálægt því.“ Klippa: Sportið í dag - Helena um launaumræðu í kvennaboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53 Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30 Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. Helena var spurð út í umræðu um launamál knattspyrnukvenna í Sportinu í dag. Segja má að sú umræða hafi farið af stað með fullyrðingum Mikaels Nikulássonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um að Anna Björk Kristjánsdóttir fengi hærri laun hjá sínu nýja félagi Selfoss en flestir leikmenn í efstu deild karla. „Ég fagna því að stelpur fái laun og að einhver sjái sér hag í að borga kvenmanni eða karlmanni laun fyrir það sem þau eru að gera. Það má ekki gleymast í umræðunni að við konur eyðum alveg jafnmiklum tíma í íþróttina eins og aðrir, hvort sem það er þjálfari eða leikmaður. Þetta er bara frábær þróun, sem ég hefði viljað sjá mikið fyrr,“ sagði Helena, og bætti við: „Auðvitað á að auðvelda leikmönnum í bestu liðunum það að geta æft eins og atvinnumenn. Það hlýtur að gera deildina okkar betri og leikmenn vilja þá vera hérna. En eins og þetta hefur verið í gegnum tíðina þá eru leikmenn að vinna eða í námi.“ En Helena gaf lítið fyrir orð fyrrnefnds Mikaels þess efnis að Anna Björk fengi hærri laun en knattspyrnukona á Íslandi ætti að fá. „Þetta eru aldrei of há laun. Mér fannst það hlægileg umræða. Ég veit líka alveg hvað há laun eru karla megin, bæði hjá þjálfurum og leikmönnum, og við erum ekki nálægt því.“ Klippa: Sportið í dag - Helena um launaumræðu í kvennaboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53 Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30 Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53
Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30
Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50