Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2020 16:37 Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Einar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. Samningarviðræður hafa nú staðið yfir í mánuð eftir að kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir frá því í mars 2019. Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Fundinum er nú lokið án niðurstöðu og ekki hefur verið boðað til annars fundar. Mikillar óánægju hefur gætt meðal hjúkrunarfræðinga vegna stöðunnar og mikið hefur mætt á stéttinni í kórónuveirufaraldrinum sem geisað hefur um landið undanfarna mánuði. Rafræn atkvæðagreiðsla hefst klukkan 20 í dag, þriðjudaginn 2. júní, og mun henni ljúka föstudaginn 5. júní klukkan 12 á hádegi. Rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðingar starfa hjá ríkinu og má vænta niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni eftir hádegi á föstudag. Kosið verður um ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga sem stefnt er á að hefjist klukkan 8:00 mánudaginn 22. júní næstkomandi verði verkfallsaðgerðir samþykktar í atkvæðagreiðslu og náist samningar ekki fyrir þann tíma. Fram kemur í tilkynningu frá Fíh að komi til verkfalls muni það hafa áhrif á allar heilbrigðisstofnanir í rekstri ríkisins, auk annarra vinnustaða hjúkrunarfræðinga hjá hinu opinbera. Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20. maí 2020 16:37 Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. Samningarviðræður hafa nú staðið yfir í mánuð eftir að kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir frá því í mars 2019. Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Fundinum er nú lokið án niðurstöðu og ekki hefur verið boðað til annars fundar. Mikillar óánægju hefur gætt meðal hjúkrunarfræðinga vegna stöðunnar og mikið hefur mætt á stéttinni í kórónuveirufaraldrinum sem geisað hefur um landið undanfarna mánuði. Rafræn atkvæðagreiðsla hefst klukkan 20 í dag, þriðjudaginn 2. júní, og mun henni ljúka föstudaginn 5. júní klukkan 12 á hádegi. Rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðingar starfa hjá ríkinu og má vænta niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni eftir hádegi á föstudag. Kosið verður um ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga sem stefnt er á að hefjist klukkan 8:00 mánudaginn 22. júní næstkomandi verði verkfallsaðgerðir samþykktar í atkvæðagreiðslu og náist samningar ekki fyrir þann tíma. Fram kemur í tilkynningu frá Fíh að komi til verkfalls muni það hafa áhrif á allar heilbrigðisstofnanir í rekstri ríkisins, auk annarra vinnustaða hjúkrunarfræðinga hjá hinu opinbera.
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20. maí 2020 16:37 Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20
Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20. maí 2020 16:37
Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42