Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 12:21 Páll Magnússon og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Ráðningin gæti reynst Lilju erfiður ljár í þúfu. „Ekki verður annað séð en athæfið sé refsivert og eykur það alvöru málsins en væntanlega er um ásetningsbrot er að ræða. Þá er embættismönnunum eða ráðherranum, það er þeim aðila sem ábyrgð ber, hvorum þeirra sem er, ekki sætt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í pistli sem hann hefur birt á Facebook. Eins og fram hefur komið á Vísi braut Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði flokksbróður sinn Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var að mati kærunefndar jafnréttismála hæfari. Forsendur ekki verið véfengdar með svo beinum hætti fyrr Í úrskurðarorðum segir: „Með hliðsjón af öllu framangreindu telur kærunefndin að kærði hafi vanmetið kæranda samanborið við karlinn varðandi menntun hennar, reynslu hennar af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileika hennar og hæfni hennar til að tjá sig í riti, en allt voru þetta fortakslaus skilyrði sem birtust í starfsauglýsingu kærða.“ Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Haukur spyr hvort ráðning Lilju á flokksmanni sé brot á stjórnsýslulögum - auk jafnréttislaga? Og hvort ráðningin sé ógildanleg og málsmeðferðin ámælisverð og jafnvel refsiverð skv. hegningarlögum? „Forsendur hæfnisnefnda við ráðningar í opinberar stöður hafa ekki verið með jafn beinum hætti véfengdir áður og markar málið því tímamót. Þetta er mjög alvarleg ásökun af því að opinberir starfsmenn hafa ekki heimild til að vera óheiðarlegir. Um störf þeirra og úrskurði gildir réttmætisregla stjórnsýsluréttarins og störf þeirra verða að vera forsvaranleg. Að öðrum kosti er ákvörðun hins opinbera valds ógildanleg.“ Einhver hlýtur að bera ábyrgð Haukur veltir því upp hvort ákvörðum „framsóknarráðherra á ráðningu flokksmanns brýtur núna í bága við lög og er ógildanleg – og ef hún verður ógilt - er ekki aðeins komið að tímamótum, heldur má segja að „gamla Ísland“ hafi keyrt á vegg.“ En ef til þess á að koma þarf Hafdís að kæra ráðninguna og krefjast ógildingar hennar. Vísi tókst ekki að ná tali af Hafdísi nú fyrir hádegi til að spyrja hvort til standi að kæra ráðninguna í framhaldi af niðurstöðu kærunefndarinnar. Haukur veltir því fyrir sér hvort ámælisvert eða refsivert athæfi hafi átt sér stað? Hann segir vanmat og ofmat viljaverk og þá sé spurning hver er ábyrgur: „Ef ráðherra veit af þessu er hún ábyrg – jafnvel má hugsa sér að hún hafi hvatt til þessarar stjórnsýslu sem yki þá mjög á ávirðingar hennar – en ef hún veit ekki af þessu eru nefndarmenn í hæfnisnefndinni ábyrgir. Þá er eðlilegt að veita þeim áminningu eða reka þá. Starfsmenn stjórnsýslunnar komast ekki upp með að brjóta stjórnsýslurétt.“ Í útvarpsþættinum Harmageddon var þetta mál rætt ítarlega við Hönnu Friðriksson þingmann Viðreisnar, sem gagnrýnt hefur þennan gerning með afdráttarlausum hætti. Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
„Ekki verður annað séð en athæfið sé refsivert og eykur það alvöru málsins en væntanlega er um ásetningsbrot er að ræða. Þá er embættismönnunum eða ráðherranum, það er þeim aðila sem ábyrgð ber, hvorum þeirra sem er, ekki sætt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í pistli sem hann hefur birt á Facebook. Eins og fram hefur komið á Vísi braut Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði flokksbróður sinn Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var að mati kærunefndar jafnréttismála hæfari. Forsendur ekki verið véfengdar með svo beinum hætti fyrr Í úrskurðarorðum segir: „Með hliðsjón af öllu framangreindu telur kærunefndin að kærði hafi vanmetið kæranda samanborið við karlinn varðandi menntun hennar, reynslu hennar af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileika hennar og hæfni hennar til að tjá sig í riti, en allt voru þetta fortakslaus skilyrði sem birtust í starfsauglýsingu kærða.“ Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Haukur spyr hvort ráðning Lilju á flokksmanni sé brot á stjórnsýslulögum - auk jafnréttislaga? Og hvort ráðningin sé ógildanleg og málsmeðferðin ámælisverð og jafnvel refsiverð skv. hegningarlögum? „Forsendur hæfnisnefnda við ráðningar í opinberar stöður hafa ekki verið með jafn beinum hætti véfengdir áður og markar málið því tímamót. Þetta er mjög alvarleg ásökun af því að opinberir starfsmenn hafa ekki heimild til að vera óheiðarlegir. Um störf þeirra og úrskurði gildir réttmætisregla stjórnsýsluréttarins og störf þeirra verða að vera forsvaranleg. Að öðrum kosti er ákvörðun hins opinbera valds ógildanleg.“ Einhver hlýtur að bera ábyrgð Haukur veltir því upp hvort ákvörðum „framsóknarráðherra á ráðningu flokksmanns brýtur núna í bága við lög og er ógildanleg – og ef hún verður ógilt - er ekki aðeins komið að tímamótum, heldur má segja að „gamla Ísland“ hafi keyrt á vegg.“ En ef til þess á að koma þarf Hafdís að kæra ráðninguna og krefjast ógildingar hennar. Vísi tókst ekki að ná tali af Hafdísi nú fyrir hádegi til að spyrja hvort til standi að kæra ráðninguna í framhaldi af niðurstöðu kærunefndarinnar. Haukur veltir því fyrir sér hvort ámælisvert eða refsivert athæfi hafi átt sér stað? Hann segir vanmat og ofmat viljaverk og þá sé spurning hver er ábyrgur: „Ef ráðherra veit af þessu er hún ábyrg – jafnvel má hugsa sér að hún hafi hvatt til þessarar stjórnsýslu sem yki þá mjög á ávirðingar hennar – en ef hún veit ekki af þessu eru nefndarmenn í hæfnisnefndinni ábyrgir. Þá er eðlilegt að veita þeim áminningu eða reka þá. Starfsmenn stjórnsýslunnar komast ekki upp með að brjóta stjórnsýslurétt.“ Í útvarpsþættinum Harmageddon var þetta mál rætt ítarlega við Hönnu Friðriksson þingmann Viðreisnar, sem gagnrýnt hefur þennan gerning með afdráttarlausum hætti.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45
Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00