Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson skrifar 4. júní 2020 08:00 Það fór kannski ekki mikið fyrir því en vextirnir sem við höfum verið að biðja um í gegnum árin eru mættir á svæðið. Það hefði nú einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar hér á landi að hægt væri að taka óverðtryggt húsnæðislán á ríflega 4% vöxtum en nú er svo komið að okkur bjóðast óverðtryggð lán á svipuðum vöxtum og fylgdu verðtryggðri lántöku fyrir fáeinum árum. Vaxtalækkanirnar koma bæði til af góðu og slæmu. Framan af treysti peningastefnunefnd Seðlabankans sér til að lækka nokkuð vexti vegna óvenju mikils stöðugleika í verðlagi og verðbólguvæntingum en upp á síðkastið hafa stór lækkunarskref verið stigin til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum COVID-19. Stóru tíðindin fyrir almenning eru þau að segja má að óverðtryggð íbúðalán séu nú í fyrsta sinn aðgengilegur og raunhæfur kostur fyrir almenning og mikilvægi þess skal ekki vanmetið. Vextirnir eru ekki víðsfjarri því sem bjóðast húsnæðiseigendum vestanhafs og á svipuðum slóðum og Danir fengu fyrir um áratug. Vissulega hafa vextir einnig lækkað heilmikið víða í Evrópu og áður óþekkt vaxtakjör í boði en þó við séum enn með hærri vexti en nágrannalöndin blasir gjörbreyttur lánamarkaður við íslenskum neytendum. Sem dæmi má nefna að 30 milljón króna lán í ársbyrjun 2013 gat borið um 7% óverðtryggða vexti, en í dag um 3,7% vexti hjá sömu lánastofnun. Munar þar um 80.000 krónum á mánuði í greiðslubyrði. Fleiri geta því tekið óverðtryggð lán, borgað þau upp á skemmri tíma, komið sér þaki yfir höfuðið eða haft meira fjárhagslegt svigrúm en áður. En er þetta lága vaxtastig komið til að vera? Við í Greiningu Íslandsbanka spáum því að vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum hafi verið sú síðasta í bili en ekki sé ólíklegt að eitt skref verði stigið til viðbótar þegar líður á árið. Rétti efnahagslífið nokkuð fljótlega úr kútnum að nýju má búast við einhverjum vaxtahækkunum en ef nýju hagvaxtartímabili fylgir þokkalegur stöðugleiki er ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að halda vöxtum lægri en við höfum áður þekkt hér á landi. Það væri svo sannarlega kærkomin kjarabót. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Seðlabankinn Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það fór kannski ekki mikið fyrir því en vextirnir sem við höfum verið að biðja um í gegnum árin eru mættir á svæðið. Það hefði nú einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar hér á landi að hægt væri að taka óverðtryggt húsnæðislán á ríflega 4% vöxtum en nú er svo komið að okkur bjóðast óverðtryggð lán á svipuðum vöxtum og fylgdu verðtryggðri lántöku fyrir fáeinum árum. Vaxtalækkanirnar koma bæði til af góðu og slæmu. Framan af treysti peningastefnunefnd Seðlabankans sér til að lækka nokkuð vexti vegna óvenju mikils stöðugleika í verðlagi og verðbólguvæntingum en upp á síðkastið hafa stór lækkunarskref verið stigin til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum COVID-19. Stóru tíðindin fyrir almenning eru þau að segja má að óverðtryggð íbúðalán séu nú í fyrsta sinn aðgengilegur og raunhæfur kostur fyrir almenning og mikilvægi þess skal ekki vanmetið. Vextirnir eru ekki víðsfjarri því sem bjóðast húsnæðiseigendum vestanhafs og á svipuðum slóðum og Danir fengu fyrir um áratug. Vissulega hafa vextir einnig lækkað heilmikið víða í Evrópu og áður óþekkt vaxtakjör í boði en þó við séum enn með hærri vexti en nágrannalöndin blasir gjörbreyttur lánamarkaður við íslenskum neytendum. Sem dæmi má nefna að 30 milljón króna lán í ársbyrjun 2013 gat borið um 7% óverðtryggða vexti, en í dag um 3,7% vexti hjá sömu lánastofnun. Munar þar um 80.000 krónum á mánuði í greiðslubyrði. Fleiri geta því tekið óverðtryggð lán, borgað þau upp á skemmri tíma, komið sér þaki yfir höfuðið eða haft meira fjárhagslegt svigrúm en áður. En er þetta lága vaxtastig komið til að vera? Við í Greiningu Íslandsbanka spáum því að vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum hafi verið sú síðasta í bili en ekki sé ólíklegt að eitt skref verði stigið til viðbótar þegar líður á árið. Rétti efnahagslífið nokkuð fljótlega úr kútnum að nýju má búast við einhverjum vaxtahækkunum en ef nýju hagvaxtartímabili fylgir þokkalegur stöðugleiki er ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að halda vöxtum lægri en við höfum áður þekkt hér á landi. Það væri svo sannarlega kærkomin kjarabót. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun