Lætur ekki íslensk stjórnvöld stjórna lund sinni Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 14:05 Helgi segir að til tíðinda hafi dregið í Samherjamálinu í Namibíu í morgun en hann, ásamt Aðalsteini Kjartanssyni og Stefáni Drengssyni hlutu alþjóðlega viðurkenningu í dag fyrir umfjöllun sína um málið sem dregið hefur dilk á eftir sér. Í Namibíu en rólegra er yfir því hér á Íslandi. Blaðamennirnir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson auk Stefáns Drengssonar framleiðanda hlutu nýverið sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi umfjöllun í máli sem á Íslandi hefur gengið undir nafninu Samherjaskjölin. Að auki hlaut Fisayo Soyombo, sem skrifar frá Namibíu, verðlaun af sama tilefni. Um er að ræða hin virtu WJP Anthony Lewis-verðlaun. Helgi Seljan, segir í samtali við Vísi, þetta afar ánægjulegt fyrir þá. „Fínn hópur að tilheyra. Svona verðlaun og viðurkenningar eru auðvitað óskaplegt hjóm, svona þar til maður fær þau sjálfur. Þá eru þau hvatning,“ segir Helgi. Namibísk yfirvöld óska eftir aðstoð Interpol Um er að ræða verðlaun sem veitt eru sérstaklega fyrir umfjöllun um lögfræðileg álitaefni. „Já eða málefni sem varða lögbrot og það að lögum æ fylgt,“ segir Helgi. En Lewis-verðlaunin snúa að umfjöllun um málefni sem varða lög í tengslum við mannréttindi, aðgengi að lögfræðilegri úrlausn í málum er varða spillingu stjórnvalda og sjálfstæði dómsstóla svo fátt eitt sé nefnt. Helgi og Aðalsteinn. Umfjöllun þeirra um umsvif Samherja í Namibíu hafa vakið mikla athygli og lof víða á bæjum.visir/vilhelm Verðlaunin verða hugsanlega til að stugga við því máli sem opnað var upp á gátt í umfjöllun um Samherjaskjölin af þeim Helga, Aðalsteini og Stefáni. En, það virðist reyndar sofnað svefninum langa. Eða hvað? „Það er auðvitað á sinni leið - í það minnsta í Namibíu,“ segir Helgi og bendir til að mynda á umfjöllun Informanté í Namibíu í morgun. Síðast í morgun var lausn sjömenninganna sem sitja þar inni, vegna ásakana um spillt viðskiptasamband sitt við Samherja, hafnað. Bréfið sem Helga barst þar sem tilkynnt var um að þeir félagar hlytu sérstök heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína. Þar kom ennfremur fram að namibísk yfirvöld hefðu óskað formlegrar atbeina Interpol að málinu, sem sagt er teygja sig til níu þjóðlanda. Hér er rannsóknin, eftir því sem mér skilst, í gangi, en skemur á veg komin.“ Réttlætinu úthlutað eftir torkennilegum leiðum En, fátt að frétta á Íslandi? „Það er svo alltaf fátt að frétta af svona rannsóknum, þar til dregur til tíðinda. Og það hlýtur að styttast í það.“ Nú má segja að tragedían í blaðamennsku sé sú að menn keppast við að afhjúpa skandala og svínarí samviskusamlega, leggja allt undir en svo gerist ekki neitt. Er þetta eitthvað sem þú hefur mátt eiga við, depurð sem fylgir slíkri stöðu? „Ég hef vissulega reglulega glímt við depurð. En aldrei verið svo illa fyrir mér komið að láta lund mína stjórnast af úthlutun íslenskra stjórnvalda á réttlæti, hvað þá því hvernig þessu réttlæti er úthlutað milli mismunandi manna. Svo nei.“ Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Blaðamennirnir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson auk Stefáns Drengssonar framleiðanda hlutu nýverið sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi umfjöllun í máli sem á Íslandi hefur gengið undir nafninu Samherjaskjölin. Að auki hlaut Fisayo Soyombo, sem skrifar frá Namibíu, verðlaun af sama tilefni. Um er að ræða hin virtu WJP Anthony Lewis-verðlaun. Helgi Seljan, segir í samtali við Vísi, þetta afar ánægjulegt fyrir þá. „Fínn hópur að tilheyra. Svona verðlaun og viðurkenningar eru auðvitað óskaplegt hjóm, svona þar til maður fær þau sjálfur. Þá eru þau hvatning,“ segir Helgi. Namibísk yfirvöld óska eftir aðstoð Interpol Um er að ræða verðlaun sem veitt eru sérstaklega fyrir umfjöllun um lögfræðileg álitaefni. „Já eða málefni sem varða lögbrot og það að lögum æ fylgt,“ segir Helgi. En Lewis-verðlaunin snúa að umfjöllun um málefni sem varða lög í tengslum við mannréttindi, aðgengi að lögfræðilegri úrlausn í málum er varða spillingu stjórnvalda og sjálfstæði dómsstóla svo fátt eitt sé nefnt. Helgi og Aðalsteinn. Umfjöllun þeirra um umsvif Samherja í Namibíu hafa vakið mikla athygli og lof víða á bæjum.visir/vilhelm Verðlaunin verða hugsanlega til að stugga við því máli sem opnað var upp á gátt í umfjöllun um Samherjaskjölin af þeim Helga, Aðalsteini og Stefáni. En, það virðist reyndar sofnað svefninum langa. Eða hvað? „Það er auðvitað á sinni leið - í það minnsta í Namibíu,“ segir Helgi og bendir til að mynda á umfjöllun Informanté í Namibíu í morgun. Síðast í morgun var lausn sjömenninganna sem sitja þar inni, vegna ásakana um spillt viðskiptasamband sitt við Samherja, hafnað. Bréfið sem Helga barst þar sem tilkynnt var um að þeir félagar hlytu sérstök heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína. Þar kom ennfremur fram að namibísk yfirvöld hefðu óskað formlegrar atbeina Interpol að málinu, sem sagt er teygja sig til níu þjóðlanda. Hér er rannsóknin, eftir því sem mér skilst, í gangi, en skemur á veg komin.“ Réttlætinu úthlutað eftir torkennilegum leiðum En, fátt að frétta á Íslandi? „Það er svo alltaf fátt að frétta af svona rannsóknum, þar til dregur til tíðinda. Og það hlýtur að styttast í það.“ Nú má segja að tragedían í blaðamennsku sé sú að menn keppast við að afhjúpa skandala og svínarí samviskusamlega, leggja allt undir en svo gerist ekki neitt. Er þetta eitthvað sem þú hefur mátt eiga við, depurð sem fylgir slíkri stöðu? „Ég hef vissulega reglulega glímt við depurð. En aldrei verið svo illa fyrir mér komið að láta lund mína stjórnast af úthlutun íslenskra stjórnvalda á réttlæti, hvað þá því hvernig þessu réttlæti er úthlutað milli mismunandi manna. Svo nei.“
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira