Góðir stjórnarhættir hafa þróast og eru klárir í nýsköpun Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. júní 2020 09:00 Dr. Eyþór Ívar Jónsson er forstöðumaður StjórnarAkademíunnar og hefur kennt góða stjórnarhætti í fjölda ára. „Spurningin um hvort að stjórn hafi eitthvað hlutverk varðandi nýsköpunarstefnu er tímabær og mikilvæg. Þá má færa fyrir því rök og finna rannsóknir sem sýna að stjórnir félaga hafa lengst af ekki tekið umræðu um nýsköpun mjög alvarlega, þ.e. það hefur ekki verið lögð mikil áhersla á nýsköpun í dagskrá eða forgangsröðun verkefna stjórna,“ segir Dr. Eyþór Ívar Jónsson forstöðumaður StjórnarAkademíunnar aðspurður um það hvort og þá hvernig stjórnir rótgróinna félaga geti innleitt nýsköpunarstarf meira inn í sitt stjórnarstarf. Að sögn Eyþórs hefur stjórnarstarfið að miklu leyti mótast af hugmyndum að stjórnir séu fyrst og fremst til þess að hafa eftirlit með stjórnendum. Stjórnir séu einnig gjarnar á að gera lítið annað en að horfa í baksýnisspegilinn frekar en fram á veginn. Eyþór segir seinni tíma hugmyndafræði um stjórnir hins vegar gera meiri kröfur til stjórna um stefnumarkandi hlutverk. Oft á síðum hefur slík vinna þó verið afar takmörkuð. Stundum þykir það til fyrirmyndar að ná einum stefnumótunardegi á ári þar sem stjórnin tekur þátt. Þá er ekki alltaf að umræða um nýsköpun sé hluti af þeirri umræðu,“ segir Eyþór. Í gær fjallaði Atvinnulífið á Vísi um innleiðingu nýsköpunar í starf rótgróinna fyrirtækja. Í þetta sinn beinum við sjónum hins vegar að starfi stjórna og þeirra hlutverki í innleiðingu nýsköpunar. Hér er fyrri hlutinn af tveimur þar sem rætt er við Dr. Eyþór Ívar Jónsson um starfshlutverk stjórnar í nýsköpun á umbyltingartímum. Dr. Eyþór Ívar Jónsson hefur kennt góða stjórnarhætti í fjölda ára. Nýsköpun oft utan stjórnar Að sögn Eyþórs er viðhorf stjórna oft það að nýsköpun sé umræða sem eigi að vera við stjórnarborðið hjá framkvæmdastjóra eða annars staðar í skipuritinu „Þá þykir sérstaklega gott að vera með einhvern sem er titlaður þróunarstjóri eða jafnvel framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar í skipuritinu,“ segir Eyþór og bætir við „Það hefur hins vegar komið á daginn að oft eru slíkir aðilar einangraðir og mæta takmörkuðum skilningi við borð forstjóra og fjármálastjóra.“ Með þessu er hins vegar hætta á að umræðan um nýsköpun verði munaðarlaus innan fyrrtækja segir Eyþór og lítið gerist sem hefur eitthvað með framþróun félagsins að gera. „Stjórnin horfir í baksýnisspegilinn, framkvæmdastjórinn er í núinu að slökkva elda og aðrir starfsmenn sinna sínum daglegu verkefnum,“ segir Eyþór. Stjórnarhættir tilbúnir í nýsköpun Rannsóknir sýna að stjórnir félaga hafa ekki tekið umræðu um nýsköpun alvarlega segir dr. Eyþór Ívar Jónsson. Ég er á þeirri skoðun að við erum komin á þann stað í þróun stjórnarhátta að það er tækifæri fyrir stjórnir til þess að hafa áhrif á nýsköpun fyrirtækja,“ segir Eyþór og bætir við „Nýsköpunarstefna er tæki til þess að setja ramma um hvað felst í þeirri hugsun en nýsköpun snýst um aðgerðir en ekki umræður.“ Með því að innleiða nýsköpun í stjórnarstarfið getur stjórnin hjálpað stjórnendum að horfa fram á veginn með nýsköpun sem mikilvæga forsendu verðmætasköpunar. „Það er svo hlutverk stjórnarinnar að styðja við og fylgjast með því að framþróun sé að eiga sér stað hjá félaginu. Ef nýsköpun, tilgangur félags og framtíðarsýn er ekki hluti af umræðu stjórnar er hætt við að það verði ekki áhersla stjórnenda. Umbreyting félags þarf að vera sameiginlegt verkefni stjórnar og stjórnenda,“ segir Eyþór. Hvaða ráð myndir þú veita stjórnum sem vilja innleiða nýsköpun meira inn í sitt starf? „Það eru margar leiðir til þess að byrja þessa vinnu. Ein leið fyrir stjórnir er að búa til framtíðar-eða tækninefnd þar sem stjórnir togar inn sérfræðinga sem þekkja áhrif stafrænna umbreytinga og nýsköpunar vel og geta teiknað upp sviðsmyndir, tækifæri og ógnanir með stjórn og stjórnendum. Önnur leið er að mennta lykilstarfsmenn í nýsköpun og stafrænum umbreytingum til þess að skapa aukna þekkingu innan fyrirtækisins. Það má nefna að mini MBA áfangar Akademias.is eru hannaðir með þetta í huga. Það er einnig hægt að búa til ákveðin átaksverkefni sem snúa að afmörkuðum þáttum með það að markmiði að læra nýja ferla og sjá áhrif breytinga. Þá er mikilvægt fyrir stjórnendur að fylgjast með því sem sprota-og tæknifyrirtæki eru að gera. Slík fyrirtæki eru oft að búa til ný viðskiptamódel, ferla, dreifileiðir og vörur og þjónustu sem geta verið áhugaverð í því samhengi sem fyrirtækið starfar,“ segir Eyþór. Þá segir Eyþór mikilvægt að stjórnendur og stjórnir félaga meti stöðuna og taki ákvörðun um það hvað er mikilvægt fyrir framþróun félagsins. „Ég væri mjög hissa ef það væri ekki, með hliðsjón af þeirri umbreytingu sem er að eiga sér stað, áhersla á verðmætasköpun til framtíðar og nýsköpun,“ segir Eyþór. Stjórnun Nýsköpun Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Spurningin um hvort að stjórn hafi eitthvað hlutverk varðandi nýsköpunarstefnu er tímabær og mikilvæg. Þá má færa fyrir því rök og finna rannsóknir sem sýna að stjórnir félaga hafa lengst af ekki tekið umræðu um nýsköpun mjög alvarlega, þ.e. það hefur ekki verið lögð mikil áhersla á nýsköpun í dagskrá eða forgangsröðun verkefna stjórna,“ segir Dr. Eyþór Ívar Jónsson forstöðumaður StjórnarAkademíunnar aðspurður um það hvort og þá hvernig stjórnir rótgróinna félaga geti innleitt nýsköpunarstarf meira inn í sitt stjórnarstarf. Að sögn Eyþórs hefur stjórnarstarfið að miklu leyti mótast af hugmyndum að stjórnir séu fyrst og fremst til þess að hafa eftirlit með stjórnendum. Stjórnir séu einnig gjarnar á að gera lítið annað en að horfa í baksýnisspegilinn frekar en fram á veginn. Eyþór segir seinni tíma hugmyndafræði um stjórnir hins vegar gera meiri kröfur til stjórna um stefnumarkandi hlutverk. Oft á síðum hefur slík vinna þó verið afar takmörkuð. Stundum þykir það til fyrirmyndar að ná einum stefnumótunardegi á ári þar sem stjórnin tekur þátt. Þá er ekki alltaf að umræða um nýsköpun sé hluti af þeirri umræðu,“ segir Eyþór. Í gær fjallaði Atvinnulífið á Vísi um innleiðingu nýsköpunar í starf rótgróinna fyrirtækja. Í þetta sinn beinum við sjónum hins vegar að starfi stjórna og þeirra hlutverki í innleiðingu nýsköpunar. Hér er fyrri hlutinn af tveimur þar sem rætt er við Dr. Eyþór Ívar Jónsson um starfshlutverk stjórnar í nýsköpun á umbyltingartímum. Dr. Eyþór Ívar Jónsson hefur kennt góða stjórnarhætti í fjölda ára. Nýsköpun oft utan stjórnar Að sögn Eyþórs er viðhorf stjórna oft það að nýsköpun sé umræða sem eigi að vera við stjórnarborðið hjá framkvæmdastjóra eða annars staðar í skipuritinu „Þá þykir sérstaklega gott að vera með einhvern sem er titlaður þróunarstjóri eða jafnvel framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar í skipuritinu,“ segir Eyþór og bætir við „Það hefur hins vegar komið á daginn að oft eru slíkir aðilar einangraðir og mæta takmörkuðum skilningi við borð forstjóra og fjármálastjóra.“ Með þessu er hins vegar hætta á að umræðan um nýsköpun verði munaðarlaus innan fyrrtækja segir Eyþór og lítið gerist sem hefur eitthvað með framþróun félagsins að gera. „Stjórnin horfir í baksýnisspegilinn, framkvæmdastjórinn er í núinu að slökkva elda og aðrir starfsmenn sinna sínum daglegu verkefnum,“ segir Eyþór. Stjórnarhættir tilbúnir í nýsköpun Rannsóknir sýna að stjórnir félaga hafa ekki tekið umræðu um nýsköpun alvarlega segir dr. Eyþór Ívar Jónsson. Ég er á þeirri skoðun að við erum komin á þann stað í þróun stjórnarhátta að það er tækifæri fyrir stjórnir til þess að hafa áhrif á nýsköpun fyrirtækja,“ segir Eyþór og bætir við „Nýsköpunarstefna er tæki til þess að setja ramma um hvað felst í þeirri hugsun en nýsköpun snýst um aðgerðir en ekki umræður.“ Með því að innleiða nýsköpun í stjórnarstarfið getur stjórnin hjálpað stjórnendum að horfa fram á veginn með nýsköpun sem mikilvæga forsendu verðmætasköpunar. „Það er svo hlutverk stjórnarinnar að styðja við og fylgjast með því að framþróun sé að eiga sér stað hjá félaginu. Ef nýsköpun, tilgangur félags og framtíðarsýn er ekki hluti af umræðu stjórnar er hætt við að það verði ekki áhersla stjórnenda. Umbreyting félags þarf að vera sameiginlegt verkefni stjórnar og stjórnenda,“ segir Eyþór. Hvaða ráð myndir þú veita stjórnum sem vilja innleiða nýsköpun meira inn í sitt starf? „Það eru margar leiðir til þess að byrja þessa vinnu. Ein leið fyrir stjórnir er að búa til framtíðar-eða tækninefnd þar sem stjórnir togar inn sérfræðinga sem þekkja áhrif stafrænna umbreytinga og nýsköpunar vel og geta teiknað upp sviðsmyndir, tækifæri og ógnanir með stjórn og stjórnendum. Önnur leið er að mennta lykilstarfsmenn í nýsköpun og stafrænum umbreytingum til þess að skapa aukna þekkingu innan fyrirtækisins. Það má nefna að mini MBA áfangar Akademias.is eru hannaðir með þetta í huga. Það er einnig hægt að búa til ákveðin átaksverkefni sem snúa að afmörkuðum þáttum með það að markmiði að læra nýja ferla og sjá áhrif breytinga. Þá er mikilvægt fyrir stjórnendur að fylgjast með því sem sprota-og tæknifyrirtæki eru að gera. Slík fyrirtæki eru oft að búa til ný viðskiptamódel, ferla, dreifileiðir og vörur og þjónustu sem geta verið áhugaverð í því samhengi sem fyrirtækið starfar,“ segir Eyþór. Þá segir Eyþór mikilvægt að stjórnendur og stjórnir félaga meti stöðuna og taki ákvörðun um það hvað er mikilvægt fyrir framþróun félagsins. „Ég væri mjög hissa ef það væri ekki, með hliðsjón af þeirri umbreytingu sem er að eiga sér stað, áhersla á verðmætasköpun til framtíðar og nýsköpun,“ segir Eyþór.
Stjórnun Nýsköpun Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira