Ósátt við að Ísland sé auglýst með peysum sem ekki eru prjónaðar hér á landi Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2020 12:40 Fátt er íslenskara en lopapeysan. En það þyrfti að segja Þuríði formanni Handprjónasambandsins tvisvar og aftur þá að þessi peysa sé prjónuð á Íslandi en ekki í Kína. Í gær var keyrð af stað herferð sem gengur út á að auglýsa íslenskar afurðir. Heilsíðuauglýsing birtist í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni: „Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér“. Það sem hins vegar fer fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum er sú nöturlega staðreynd að ein fyrirsætan á myndinni, en á auglýsingunni getur að líta mynd af fjögurra manna fjölskyldu, er í peysu frá Farmers Market. Þuríði Einarsdóttur, sem er formaður Handprjónasambandsins, henni er ekki skemmt: Þuríður Einarsdóttir segir að hér sé alltof langt gengið. „Konan er í peysu sem í fljótu bragði gæti litið út eins og lopapeysa. En þessa peysu má finna á sölusíðunni hjá Farmers Market og það þarf að sýna mér fram á eitthvað annað það ef á að sannfæra mig um að þessi peysa sé ekki prjónuð í Kína eða Litháen,“ segir Þuríður. Pínlegt samhengi Atvinnulífið er líf okkar allra, segir í texta herferðarinnar: „Til að samfélagið okkar virki þurfa ótal þættir að koma saman. Atvinnulífið er þéttriðið net af framleiðslu, verslun og þjónustu, samofið lífinu í landinu. Við eigum allt okkar undir að halda því gangandi. Í hvert sinn sem þú velur íslenskar vörur í búðinni eða kaupir þjónustu af íslensku fyrirtæki hefur þú jákvæð áhrif um allt samfélagið.“ Í auglýsingunni er dregin upp sú mynd að vísitölufjölskyldan fer Gullna hringinn og þá tekur atvinnulífið kipp. „Þegar stelpan í sjoppunni við Geysi fer í klippingu á Selfossi kemur annar kippur…“ Fjölmörg virt íslensk samtök standa að auglýsingaherferðinni, öll þau helstu og standa þau á herðum sjálfu Stjórnarráði Íslands: Veljum íslenskt ... þegar hentar. Þuríður segir þetta skjóta skökku við. Fátt er íslenskara en lopapeysan. Hún segir það auðvitað svo að framleidd séu föt erlendis sem við svo kaupum. „En þegar það er komið út í að láta þetta líta út sem íslenskt en er ekki um leið og verið er að hvetja fólk til að kaupa íslenskt, þá er langt gengið.“ Vont að þau viti ekki betur Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem gerir auglýsinguna. Þuríður hefur sett sig í samband við teiknarann. „Já, stúlkuna sem gerir þessa auglýsingu. Hún var með stílista í þessu. Sá sem velur fötin þetta. Hún vissi ekki betur en að fólkið væri í íslenskum fötum,“ segir Þuríður og segir það eiginlega verra ef eitthvað er. Að við séum komin þangað að fólk viti ekki betur þegar íslenska lopapeysan er annars vegar. Henni þykir það ekki gott til afspurnar. Og allt þetta tiltæki reyndar hið pínlegasta. Uppfært 5. júlí kl. 10:50 Upphafleg fyrirsögn var „Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu“. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem fréttastofu hefur borist er umrædd peysa ekki framleidd í Kína og er fyrirsögnin því misvísandi. Beðist er velvirðingar á þessu. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Prjónaskapur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Í gær var keyrð af stað herferð sem gengur út á að auglýsa íslenskar afurðir. Heilsíðuauglýsing birtist í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni: „Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér“. Það sem hins vegar fer fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum er sú nöturlega staðreynd að ein fyrirsætan á myndinni, en á auglýsingunni getur að líta mynd af fjögurra manna fjölskyldu, er í peysu frá Farmers Market. Þuríði Einarsdóttur, sem er formaður Handprjónasambandsins, henni er ekki skemmt: Þuríður Einarsdóttir segir að hér sé alltof langt gengið. „Konan er í peysu sem í fljótu bragði gæti litið út eins og lopapeysa. En þessa peysu má finna á sölusíðunni hjá Farmers Market og það þarf að sýna mér fram á eitthvað annað það ef á að sannfæra mig um að þessi peysa sé ekki prjónuð í Kína eða Litháen,“ segir Þuríður. Pínlegt samhengi Atvinnulífið er líf okkar allra, segir í texta herferðarinnar: „Til að samfélagið okkar virki þurfa ótal þættir að koma saman. Atvinnulífið er þéttriðið net af framleiðslu, verslun og þjónustu, samofið lífinu í landinu. Við eigum allt okkar undir að halda því gangandi. Í hvert sinn sem þú velur íslenskar vörur í búðinni eða kaupir þjónustu af íslensku fyrirtæki hefur þú jákvæð áhrif um allt samfélagið.“ Í auglýsingunni er dregin upp sú mynd að vísitölufjölskyldan fer Gullna hringinn og þá tekur atvinnulífið kipp. „Þegar stelpan í sjoppunni við Geysi fer í klippingu á Selfossi kemur annar kippur…“ Fjölmörg virt íslensk samtök standa að auglýsingaherferðinni, öll þau helstu og standa þau á herðum sjálfu Stjórnarráði Íslands: Veljum íslenskt ... þegar hentar. Þuríður segir þetta skjóta skökku við. Fátt er íslenskara en lopapeysan. Hún segir það auðvitað svo að framleidd séu föt erlendis sem við svo kaupum. „En þegar það er komið út í að láta þetta líta út sem íslenskt en er ekki um leið og verið er að hvetja fólk til að kaupa íslenskt, þá er langt gengið.“ Vont að þau viti ekki betur Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem gerir auglýsinguna. Þuríður hefur sett sig í samband við teiknarann. „Já, stúlkuna sem gerir þessa auglýsingu. Hún var með stílista í þessu. Sá sem velur fötin þetta. Hún vissi ekki betur en að fólkið væri í íslenskum fötum,“ segir Þuríður og segir það eiginlega verra ef eitthvað er. Að við séum komin þangað að fólk viti ekki betur þegar íslenska lopapeysan er annars vegar. Henni þykir það ekki gott til afspurnar. Og allt þetta tiltæki reyndar hið pínlegasta. Uppfært 5. júlí kl. 10:50 Upphafleg fyrirsögn var „Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu“. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem fréttastofu hefur borist er umrædd peysa ekki framleidd í Kína og er fyrirsögnin því misvísandi. Beðist er velvirðingar á þessu.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Prjónaskapur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira