Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2020 13:41 Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu frá október til mars. Á þeim tíma lét hann fara yfir eldri mál, þar á meðal mál orkufyrirtækisins Burisma. Ekkert kom fram þar sem benti til þess að Hunter Biden hefði eitthvað sér til saka unnið. Vísir/EPA Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu þar til í mars. Honum var falið að endurskoða hvort að rétt hafi verið staðið að gömlum málum þegar hann tók við embættinu í október í fyrra en spilling hefur lengið loðað við saksóknara í landinu. Á meðal þeirra mála var rannsókn á orkufyrirtækinu Burisma en Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn þess frá 2014 til 2019. Hluta þess tíma rak faðir hans Joe Biden stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu en hún og önnur vestræn ríki beittu úkraínsk stjórnvöld þá þrýstingi um að uppræta landlæga spillingu. Trump og repúblikanar hafa haldið því fram án frekari rökstuðnings að Biden eldri hafi beitt sér í þágu sonar síns. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Ryaboshapka segir hann að saksóknarar hafi ekki fundið neitt um að Hunter Biden hafi komið nálægt nokkru misjöfnu. Ryaboshapka var rekinn í mars eftir að þingmenn sökuðu hann um að draga lappirnar í að reka mál. Sjálfur heldur hann því fram að sér hafi verið bolað burt þegar hann hóf umbætur á embættinu sem hafi ógnað hagsmunum spilltra stjórnmálamanna. Trump Bandaríkjaforseti var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi í vetur fyrir tilraunir hans til þess að þvinga úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsókn á Burisma og Biden-feðgunum en fyrrverandi varaforsetinn var þá talinn líklegasti keppinautur Trump í forsetakosningum sem fara fram nú í haust. Öldungadeildin, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, sýknaði Trump af kærunni í febrúar. Ríkisstjórn Trump hélt eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörinn forsetinn Úkraínu, sóttist eftir til þess að knýja á um rannsóknina á Biden. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings standa nú fyrir rannsókn á störfum Hunter Biden í Úkraínu. Biden yngri hefur sjálfur sagt að það hafi verið dómgreindarbrestur að taka stjórnarsæti í úkraínsku fyrirtæki á sama tíma og faðir hans var varaforseti en hafnað algerlega að þeir feðgarnir hefðu gert nokkuð rangt. Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu þar til í mars. Honum var falið að endurskoða hvort að rétt hafi verið staðið að gömlum málum þegar hann tók við embættinu í október í fyrra en spilling hefur lengið loðað við saksóknara í landinu. Á meðal þeirra mála var rannsókn á orkufyrirtækinu Burisma en Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn þess frá 2014 til 2019. Hluta þess tíma rak faðir hans Joe Biden stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu en hún og önnur vestræn ríki beittu úkraínsk stjórnvöld þá þrýstingi um að uppræta landlæga spillingu. Trump og repúblikanar hafa haldið því fram án frekari rökstuðnings að Biden eldri hafi beitt sér í þágu sonar síns. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Ryaboshapka segir hann að saksóknarar hafi ekki fundið neitt um að Hunter Biden hafi komið nálægt nokkru misjöfnu. Ryaboshapka var rekinn í mars eftir að þingmenn sökuðu hann um að draga lappirnar í að reka mál. Sjálfur heldur hann því fram að sér hafi verið bolað burt þegar hann hóf umbætur á embættinu sem hafi ógnað hagsmunum spilltra stjórnmálamanna. Trump Bandaríkjaforseti var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi í vetur fyrir tilraunir hans til þess að þvinga úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsókn á Burisma og Biden-feðgunum en fyrrverandi varaforsetinn var þá talinn líklegasti keppinautur Trump í forsetakosningum sem fara fram nú í haust. Öldungadeildin, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, sýknaði Trump af kærunni í febrúar. Ríkisstjórn Trump hélt eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörinn forsetinn Úkraínu, sóttist eftir til þess að knýja á um rannsóknina á Biden. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings standa nú fyrir rannsókn á störfum Hunter Biden í Úkraínu. Biden yngri hefur sjálfur sagt að það hafi verið dómgreindarbrestur að taka stjórnarsæti í úkraínsku fyrirtæki á sama tíma og faðir hans var varaforseti en hafnað algerlega að þeir feðgarnir hefðu gert nokkuð rangt.
Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira