„Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2020 14:37 Samninganefnd hjúkrunarfræðinga hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/Sigurjón „Þessar niðurstöður eru að mínu mati mjög afgerandi þannig að við bara förum í þetta að stefna á verkfall mánudaginn 22. júní klukkan 08:00,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við fréttastofu. Félagsmenn sem starfa samkvæmt kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálaráðherra samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru kynntar um hálf tvö í dag en boðað var til atkvæðagreiðslunnar á þriðjudaginn síðastliðinn eftir að fundi samninganefnda Fíh og ríkisins var slitið. Annar fundur er fyrirhugaður á mánudaginn næstkomandi. „Það er aldrei gott að fara í verkfall og það að boða til verkfalls er í rauninni eitt síðasta úrræðið sem stéttarfélag vill beita. Nú eru þetta orðnir tæpir fimmtán mánuðir í heildina og það er rúmur mánuður frá því að kjarasamningurinn sem skrifað var undir var felldur,“ segir Guðbjörg. „Við sjáum ekki fram á annað og það ber það mikið í milli að við sjáum enga aðra leið eins og staðan er núna en við erum alveg tilbúin í samtalið og við ætlum að gera það.“ Viðræður hafa nú staðið yfir í rúman mánuð síðan kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir síðan í lok mars 2019. „Eftir að samningurinn var felldur fyrir rúmum mánuði þá gerðum við könnun meðal okkar félagsmanna og fengum þar fram mjög afgerandi niðurstöðu í það hvað það var sem fólki fannst ábótavant og það er frekari hækkun grunnlauna.“ „Það samtal hefur ekki gengið eftir sem skyldi og það ber enn það mikið í milli og það er greinilegt með þessum skilaboðum, við erum að fá enn skýrari skilaboð frá félagsmönnum að þeir vilja að við höldum áfram baráttunni og við gerum það að sjálfsögðu,“ segir Guðbjörg. „Það eru gögn á borðinu sem við höfum verið að vinna með bæði frá fyrri samningi sem var felldur og eins auðvitað það sem við höfum verið að vinna að síðast liðinn mánuð. Þannig að við erum auðvitað með heilmikla vinnu á borðinu, við erum ekki alveg á núlli þar.“ „Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst.“ Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
„Þessar niðurstöður eru að mínu mati mjög afgerandi þannig að við bara förum í þetta að stefna á verkfall mánudaginn 22. júní klukkan 08:00,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við fréttastofu. Félagsmenn sem starfa samkvæmt kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálaráðherra samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru kynntar um hálf tvö í dag en boðað var til atkvæðagreiðslunnar á þriðjudaginn síðastliðinn eftir að fundi samninganefnda Fíh og ríkisins var slitið. Annar fundur er fyrirhugaður á mánudaginn næstkomandi. „Það er aldrei gott að fara í verkfall og það að boða til verkfalls er í rauninni eitt síðasta úrræðið sem stéttarfélag vill beita. Nú eru þetta orðnir tæpir fimmtán mánuðir í heildina og það er rúmur mánuður frá því að kjarasamningurinn sem skrifað var undir var felldur,“ segir Guðbjörg. „Við sjáum ekki fram á annað og það ber það mikið í milli að við sjáum enga aðra leið eins og staðan er núna en við erum alveg tilbúin í samtalið og við ætlum að gera það.“ Viðræður hafa nú staðið yfir í rúman mánuð síðan kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir síðan í lok mars 2019. „Eftir að samningurinn var felldur fyrir rúmum mánuði þá gerðum við könnun meðal okkar félagsmanna og fengum þar fram mjög afgerandi niðurstöðu í það hvað það var sem fólki fannst ábótavant og það er frekari hækkun grunnlauna.“ „Það samtal hefur ekki gengið eftir sem skyldi og það ber enn það mikið í milli og það er greinilegt með þessum skilaboðum, við erum að fá enn skýrari skilaboð frá félagsmönnum að þeir vilja að við höldum áfram baráttunni og við gerum það að sjálfsögðu,“ segir Guðbjörg. „Það eru gögn á borðinu sem við höfum verið að vinna með bæði frá fyrri samningi sem var felldur og eins auðvitað það sem við höfum verið að vinna að síðast liðinn mánuð. Þannig að við erum auðvitað með heilmikla vinnu á borðinu, við erum ekki alveg á núlli þar.“ „Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst.“
Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20