Yfir hina pólitísku miðju Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 6. júní 2020 08:00 Það er ekki alltaf auðvelt að vera miðjusinnaður í pólitík. Ef eitthvað er að marka umræðuhefðina á samfélagsmiðlum er varla annað að sjá en að miðjustefnan standi við dauðans dyr. Á þeim vettvangi er þó varla við öðru að búast, því sú stefna hefur löngum þótt óljós og moðvolg í samanburði við eldmóð þeirra sem aðhyllast róttækar hugmyndir og keppast við að safna áhorfi og smellum. Í upplýsingaóreiðu samtímans getur einnig verið erfitt að henda reiður á því hvaða merkingu miðjuhugtakið hafi yfirhöfuð. Á sama tíma og „miðjan.is“ er vefmiðill með áberandi vinstri-slagsíðu hefur „Miðflokkurinn“ flest einkenni íhaldssams hægriflokks. Með þetta til hliðsjónar er það mikið ánægjuefni að langlífasta ríkisstjórn Íslands í tæpan áratug starfi nú þvert yfir hina pólitísku miðju. Forysta Vinstriflokksins á mikið hrós skilið fyrir að hafa gengið í þetta samstarf, því meðal annarra vinstriflokka var samstarfsviljinn gagnvart hægriflokkunum nánast enginn. Þessi ríkisstjórn hefur notið meiri stuðnings landsmanna en nokkur önnur frá efnahagshruninu 2008, og má taka því sem sterkri vísbendingu um að miðjupólitík sé ekki dauð úr öllum æðum hér á landi. Í slíku samstarfi eru málamiðlanir lykilatriði. Í grunninn byggir miðjustefnan á málamiðlunum – að finna veginn sem flestir geta sætt sig við. Jafnframt byggir hún á því að hafna öfgum, hvort sem þær eru að finna á hægri eða vinstri vængnum. Þegar vel er að gáð byggja flestar pólitískar stefnur á réttmætum forsendum, en þær eru því miður oft samofnar vafasömum hugmyndum. Marxisminn er t.d. byggður á eðlilegum vilja verkalýðsins til að lifa mannsæmandi lífi, en hann einkennist einnig af fyrirlitningu í garð trúarbragða og þjóðerniskenndar. Hægri-frjálshyggjan er sömuleiðis byggð á skiljanlegri löngun einstaklinga til athafnafrelsis og sjálfstæðis, en jafnframt væri hægt að gagnrýna þá stefnu fyrir að taka ekki nægilegt tillit til verkalýðsins eða samfélagsábyrgðar einstaklingsins. Því miður hafa margir tilhneigingu til að gleyma sér í völundarhúsum byltingarhugmynda eða reiði gagnvart pólitískum mótherjum sínum. Í þeim gírnum gerir fólk sjálfkrafa ráð fyrir einbeittum brotavilja og illri innrætingu þeirra sem hafa andstæðar skoðanir. Sú afstaða gerir allar málamiðlanir erfiðari og jafnvel ómögulegar þegar verst lætur. Til að greiða veginn fyrir málamiðlunum þarf að stíga upp úr skotgröfunum og kynna sér skoðanir mótherja sinna – ekki í þeim tilgangi að skjóta þær niður heldur til þess að mæta þeim með opnum huga. Það er vert að taka fram að þetta þýðir ekki að maður ætti að forðast gagnrýna hugsun, heldur er þetta einfaldlega hvatning til þess að leyfa pólitískum mótherjum að njóta sama vafa og aðrir í lífi manns. Því öll mannleg samskipti snúast að einhverju leiti um málamiðlanir, svo hvers vegna ætti það sama ekki að eiga við um pólitík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf auðvelt að vera miðjusinnaður í pólitík. Ef eitthvað er að marka umræðuhefðina á samfélagsmiðlum er varla annað að sjá en að miðjustefnan standi við dauðans dyr. Á þeim vettvangi er þó varla við öðru að búast, því sú stefna hefur löngum þótt óljós og moðvolg í samanburði við eldmóð þeirra sem aðhyllast róttækar hugmyndir og keppast við að safna áhorfi og smellum. Í upplýsingaóreiðu samtímans getur einnig verið erfitt að henda reiður á því hvaða merkingu miðjuhugtakið hafi yfirhöfuð. Á sama tíma og „miðjan.is“ er vefmiðill með áberandi vinstri-slagsíðu hefur „Miðflokkurinn“ flest einkenni íhaldssams hægriflokks. Með þetta til hliðsjónar er það mikið ánægjuefni að langlífasta ríkisstjórn Íslands í tæpan áratug starfi nú þvert yfir hina pólitísku miðju. Forysta Vinstriflokksins á mikið hrós skilið fyrir að hafa gengið í þetta samstarf, því meðal annarra vinstriflokka var samstarfsviljinn gagnvart hægriflokkunum nánast enginn. Þessi ríkisstjórn hefur notið meiri stuðnings landsmanna en nokkur önnur frá efnahagshruninu 2008, og má taka því sem sterkri vísbendingu um að miðjupólitík sé ekki dauð úr öllum æðum hér á landi. Í slíku samstarfi eru málamiðlanir lykilatriði. Í grunninn byggir miðjustefnan á málamiðlunum – að finna veginn sem flestir geta sætt sig við. Jafnframt byggir hún á því að hafna öfgum, hvort sem þær eru að finna á hægri eða vinstri vængnum. Þegar vel er að gáð byggja flestar pólitískar stefnur á réttmætum forsendum, en þær eru því miður oft samofnar vafasömum hugmyndum. Marxisminn er t.d. byggður á eðlilegum vilja verkalýðsins til að lifa mannsæmandi lífi, en hann einkennist einnig af fyrirlitningu í garð trúarbragða og þjóðerniskenndar. Hægri-frjálshyggjan er sömuleiðis byggð á skiljanlegri löngun einstaklinga til athafnafrelsis og sjálfstæðis, en jafnframt væri hægt að gagnrýna þá stefnu fyrir að taka ekki nægilegt tillit til verkalýðsins eða samfélagsábyrgðar einstaklingsins. Því miður hafa margir tilhneigingu til að gleyma sér í völundarhúsum byltingarhugmynda eða reiði gagnvart pólitískum mótherjum sínum. Í þeim gírnum gerir fólk sjálfkrafa ráð fyrir einbeittum brotavilja og illri innrætingu þeirra sem hafa andstæðar skoðanir. Sú afstaða gerir allar málamiðlanir erfiðari og jafnvel ómögulegar þegar verst lætur. Til að greiða veginn fyrir málamiðlunum þarf að stíga upp úr skotgröfunum og kynna sér skoðanir mótherja sinna – ekki í þeim tilgangi að skjóta þær niður heldur til þess að mæta þeim með opnum huga. Það er vert að taka fram að þetta þýðir ekki að maður ætti að forðast gagnrýna hugsun, heldur er þetta einfaldlega hvatning til þess að leyfa pólitískum mótherjum að njóta sama vafa og aðrir í lífi manns. Því öll mannleg samskipti snúast að einhverju leiti um málamiðlanir, svo hvers vegna ætti það sama ekki að eiga við um pólitík?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun