Vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 20:00 Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. Vísir/Sigurjón Dósent við Vestur Virginíuháskóla vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum. Mikil röskun er á svefni ungmenna og gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna í áttunda til tíunda bekk. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það er ýmislegt því miður sem bendir til þess að aukningin sé líka að verða meðal yngri krakka,“ sagði Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við Vestur Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög mikil vitundavakning að mér finnst síðustu ár um mikilvægi svefns og þess vegna finnst manni leiðinlegt að sjá að þessar tölur séu enn svona. Að það sé svona stór hluti ungmenna sem er að sofa allt of lítið,“ sagði Erla Björnsdóttir, doktor og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla Björnsdóttir er sérfræðingur í svefnrannsóknum.EINAR ÁRNASON Grípa þurfi til markvissra aðgerða. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. „Það er mjög auðvelt að sjá svona hver er markhópurinn þegar maður skoðar þessa drykki. Þeir eru litríkir og fallegir og þetta kallar á auga ungs fólks og það eru fyrirmyndir og afreksíþróttafólk sem auglýsir þessa drykki. Þannig maður skilur kannski að ungt fólk leiti í þetta,“ sagði Erla. Fráhvarfseinkenni koffíns séu skaðleg heilsunni og geta einkennin verið mjög hörð. „Svo er bara spurning hvort fólki finnist allt í lagi að stór hluti unglinga í samfélaginu neyti koffíns og fari í gegnum fráhvarfseinkenni þess á milli. Persónulega finnst mér það alls ekki í lagi,“ sagði Álfgeir. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja meðal barna og ungmenna. „Íslensk börn eru að taka mikið af svefnlyfjum og mun meira heldur en gengur og gerist hjá börnum hjá okkar nágrannaþjóðum og það hefur orðið rosaleg aukning bara síðasta áratuginn á svefnlyfjanotkun barna og þarna erum við að tala um börn alveg niður í yngsta aldurshópinn og mér finnst þetta mjög mikið áhyggjuefni,“ sagði Erla. Ofneysla orkudrykkja hefur verið tengd við svefnleysi. Kennarar hafa talið þá stuðla að agaleysi í skólastofunni.Vísir/Getty Aldurstakmark er á kaupum á orkudrykkjunum. Álfgeir vill sjá aukið eftirlit með kaupum á þeim. „Eftirlitið með kaupum á þessum drykkjum, því er ekkert ofboðslega vel fylgt eftir. Eins og staðan er í dag er þetta ekki flokkur sem virðist vera í neinum sérstökum forgangi Heilsa Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Dósent við Vestur Virginíuháskóla vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum. Mikil röskun er á svefni ungmenna og gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna í áttunda til tíunda bekk. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það er ýmislegt því miður sem bendir til þess að aukningin sé líka að verða meðal yngri krakka,“ sagði Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við Vestur Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög mikil vitundavakning að mér finnst síðustu ár um mikilvægi svefns og þess vegna finnst manni leiðinlegt að sjá að þessar tölur séu enn svona. Að það sé svona stór hluti ungmenna sem er að sofa allt of lítið,“ sagði Erla Björnsdóttir, doktor og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla Björnsdóttir er sérfræðingur í svefnrannsóknum.EINAR ÁRNASON Grípa þurfi til markvissra aðgerða. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. „Það er mjög auðvelt að sjá svona hver er markhópurinn þegar maður skoðar þessa drykki. Þeir eru litríkir og fallegir og þetta kallar á auga ungs fólks og það eru fyrirmyndir og afreksíþróttafólk sem auglýsir þessa drykki. Þannig maður skilur kannski að ungt fólk leiti í þetta,“ sagði Erla. Fráhvarfseinkenni koffíns séu skaðleg heilsunni og geta einkennin verið mjög hörð. „Svo er bara spurning hvort fólki finnist allt í lagi að stór hluti unglinga í samfélaginu neyti koffíns og fari í gegnum fráhvarfseinkenni þess á milli. Persónulega finnst mér það alls ekki í lagi,“ sagði Álfgeir. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja meðal barna og ungmenna. „Íslensk börn eru að taka mikið af svefnlyfjum og mun meira heldur en gengur og gerist hjá börnum hjá okkar nágrannaþjóðum og það hefur orðið rosaleg aukning bara síðasta áratuginn á svefnlyfjanotkun barna og þarna erum við að tala um börn alveg niður í yngsta aldurshópinn og mér finnst þetta mjög mikið áhyggjuefni,“ sagði Erla. Ofneysla orkudrykkja hefur verið tengd við svefnleysi. Kennarar hafa talið þá stuðla að agaleysi í skólastofunni.Vísir/Getty Aldurstakmark er á kaupum á orkudrykkjunum. Álfgeir vill sjá aukið eftirlit með kaupum á þeim. „Eftirlitið með kaupum á þessum drykkjum, því er ekkert ofboðslega vel fylgt eftir. Eins og staðan er í dag er þetta ekki flokkur sem virðist vera í neinum sérstökum forgangi
Heilsa Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira