Sigurður Ingi fékk Netflix til að skipta sér út fyrir Sigmund Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2020 17:43 Sigurður Ingi Jóhannsson fékk atriði í myndinni Laundromat breytt. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra Íslands, lagði Netflix í máli vegna myndbirtingar í kvikmyndinni Laundromat. Í myndinni, sem kom út í október í fyrra, var Sigurður Ingi bendlaður við Panamaskjölin en í myndinni birtist skjáskot þar sem sagt er frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sem var í Panamaskjölunum hafi sagt af sér embætti og að Sigurður Ingi hafi tekið við af honum. Engin mynd birtist þó af Sigmundi Davíð í kvikmyndinni sem skartaði Meryl Streep í aðalhlutverki. Var því gefið til kynna að Sigurður Ingi hafi verið sá sem átti eignir í skattaskjóli og hefði sagt af sér. Sigurður Ingi greindi frá skoðun sinni á myndbirtingunni í færslu á Facebook-síðu sinni í október og sagði hann það „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður við Panamaskjölin í myndinni. Nú greinir Sigurður Ingi frá því í nýrri færslu að eftir að hann hafi fengið lögmann í málið hafi Netflix tekið málið fyrir, tekið atriðið úr myndinni og sett annað í staðin sem betur samræmist raunveruleikanum. Sigurður þakkar velvildarmönnum sínum veittan stuðning í málinu. „Mjög margir hvöttu mig til þess að fara fram á leiðréttingu og þakka ég stuðninginn. Rétt skal vera rétt,“ skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sveitastjórnar- og samgönguráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra. Hér að neðan má sjá umrætt atriði úr myndinni Laundromat með Meryl Streep og Antonio Banderas. Fyrir breytingu. Bíó og sjónvarp Netflix Panama-skjölin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra Íslands, lagði Netflix í máli vegna myndbirtingar í kvikmyndinni Laundromat. Í myndinni, sem kom út í október í fyrra, var Sigurður Ingi bendlaður við Panamaskjölin en í myndinni birtist skjáskot þar sem sagt er frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sem var í Panamaskjölunum hafi sagt af sér embætti og að Sigurður Ingi hafi tekið við af honum. Engin mynd birtist þó af Sigmundi Davíð í kvikmyndinni sem skartaði Meryl Streep í aðalhlutverki. Var því gefið til kynna að Sigurður Ingi hafi verið sá sem átti eignir í skattaskjóli og hefði sagt af sér. Sigurður Ingi greindi frá skoðun sinni á myndbirtingunni í færslu á Facebook-síðu sinni í október og sagði hann það „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður við Panamaskjölin í myndinni. Nú greinir Sigurður Ingi frá því í nýrri færslu að eftir að hann hafi fengið lögmann í málið hafi Netflix tekið málið fyrir, tekið atriðið úr myndinni og sett annað í staðin sem betur samræmist raunveruleikanum. Sigurður þakkar velvildarmönnum sínum veittan stuðning í málinu. „Mjög margir hvöttu mig til þess að fara fram á leiðréttingu og þakka ég stuðninginn. Rétt skal vera rétt,“ skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sveitastjórnar- og samgönguráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra. Hér að neðan má sjá umrætt atriði úr myndinni Laundromat með Meryl Streep og Antonio Banderas. Fyrir breytingu.
Bíó og sjónvarp Netflix Panama-skjölin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Sjá meira