Vilja hækka grunnatvinnuleysisbætur og lengja tekjutengda tímabilið Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 13:27 ASÍ hefur í nokkurn tíma lagt áherslu á að lögin um atvinnuleysistryggingar verði endurskoðuð í heild sinni. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands lagði í síðustu viku fram umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Sambandið hefur í nokkurn tíma lagt áherslu á að lögin um atvinnuleysistryggingar verði endurskoðuð í heild sinni og jafnframt lagt ríka áherslu á að atvinnuleysisbætur verði þegar í stað hækkaðar og tekjutengda tímabilið lengt. Það frumvarp sem nú er til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis tekur á hvorugum þessara þátta að sögn sambandsins. Í umsögninni er því lögð fram tillaga um hækkun bæði grunnbóta og tekjutengdra bóta, um 9,9 prósent, þannig að grunnatvinnuleyisbætur verði nálægt því sem lágmarks tekjutengingin er í dag. „Grundvallaratriðin eru þessi að við erum að leggja til að grunnatvinnuleysisbæturnar verði mjög nálægt því sem lágmarkstekjutryggingin er í dag. Við erum að leggja til að tekjutengingin, þar veðri hámarkið hækkað, þeir sem eru á lægstu laununum að þeir njóti tekjutengingar að fullu og síðan að tekjutengda tímabilið verði lengt úr þremur mánuðum í sex,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir að varði stóran hóp fólks. „Það eru 15 þúsund manns sem reiða sig á þessa framfærslu og við óttumst að sá hópur eigi mögulega eftir að stækka á næstu vikum og mánuðum og það er ljóst að ef það verður ekkert gert í þessu erum við að kalla yfir þennan hóp stöðu varðandi framfærslu sem gerir þeim með öllu ófært að standa undir skuldbindingum sínum og njóta einhverja lágmarks lífskjara,“ segir Halldór. Á árunum 2009 og 2010 voru atvinnuleysisbætur í kringum 95% af lágmarks tekjutengingunni eins og lagt er til að þær verði nú. „En það hefur gefið eftir á síðustu árum þannig að atvinnuleysisbæturnar eru núna eins og ég segi miðað við lágmarkstekjur nærri því að vera í sögulegu lágmarki.“ Hafið þið von til að stjórnvöld líti jákvætt á þessar tillögur? „Við bara gefum okkur það,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Kjaramál Alþingi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Alþýðusamband Íslands lagði í síðustu viku fram umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Sambandið hefur í nokkurn tíma lagt áherslu á að lögin um atvinnuleysistryggingar verði endurskoðuð í heild sinni og jafnframt lagt ríka áherslu á að atvinnuleysisbætur verði þegar í stað hækkaðar og tekjutengda tímabilið lengt. Það frumvarp sem nú er til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis tekur á hvorugum þessara þátta að sögn sambandsins. Í umsögninni er því lögð fram tillaga um hækkun bæði grunnbóta og tekjutengdra bóta, um 9,9 prósent, þannig að grunnatvinnuleyisbætur verði nálægt því sem lágmarks tekjutengingin er í dag. „Grundvallaratriðin eru þessi að við erum að leggja til að grunnatvinnuleysisbæturnar verði mjög nálægt því sem lágmarkstekjutryggingin er í dag. Við erum að leggja til að tekjutengingin, þar veðri hámarkið hækkað, þeir sem eru á lægstu laununum að þeir njóti tekjutengingar að fullu og síðan að tekjutengda tímabilið verði lengt úr þremur mánuðum í sex,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir að varði stóran hóp fólks. „Það eru 15 þúsund manns sem reiða sig á þessa framfærslu og við óttumst að sá hópur eigi mögulega eftir að stækka á næstu vikum og mánuðum og það er ljóst að ef það verður ekkert gert í þessu erum við að kalla yfir þennan hóp stöðu varðandi framfærslu sem gerir þeim með öllu ófært að standa undir skuldbindingum sínum og njóta einhverja lágmarks lífskjara,“ segir Halldór. Á árunum 2009 og 2010 voru atvinnuleysisbætur í kringum 95% af lágmarks tekjutengingunni eins og lagt er til að þær verði nú. „En það hefur gefið eftir á síðustu árum þannig að atvinnuleysisbæturnar eru núna eins og ég segi miðað við lágmarkstekjur nærri því að vera í sögulegu lágmarki.“ Hafið þið von til að stjórnvöld líti jákvætt á þessar tillögur? „Við bara gefum okkur það,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.
Kjaramál Alþingi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira