Skoða hvort stjórnarseta Evu Bryndísar hjá Högum brjóti gegn sátt Samkeppniseftirlitsins Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2020 14:41 Hagkaup er í eigu Haga. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið mun nú taka til skoðunar hvort seta Evu Bryndísar Helgadóttur í stjórn Haga brjóti gegn ákvæðum sáttar eftirlitsins og Haga frá 11. september 2018 sem undirrituð var vegna kaupa Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. Frá þessu er greint á vef Samkeppniseftirlitsins. Markmið áðurnefndrar sáttar var að vinna gegn skaðlegum áhrifum af sameiginlegu eignarhaldi á fyrirtækjum og í 22. grein sáttarinnar er m.a. mælt fyrir um samkeppnislegt sjálfstæði stjórnar Haga og í 21. gr. er fjallað um óhæði stjórnarmanna Olíudreifingar hf. gagnvart Högum. Ný stjórn Haga var kjörin á aðalfundi félagsins í dag 9. júní og var Eva Bryndís Helgadóttir ein þeirra sem náði kjöri í stjórn Haga. Eva Bryndís hefur áður gegnt embætti stjórnarformanns Olíudreifingar hf. og var enn skráður stjórnarformaður félagsins. Hagar höfðu 5. júní sl. tilkynnt að stjórnarkjör færi fram og að Eva Bryndís væri á meðal frambjóðenda til stjórnar. Taldi Samkeppniseftirlitið því rétt að vekja athygli Haga á því að það gengi gegn ákvæðum sáttarinnar ef sami einstaklingur sæti í stjórn Haga og Olíudreifingar. Þó svo að ef Eva næði kjöri og myndi segja af sér embætti hjá Olíudreifingu kæmi engu að síður til alvarlegrar skoðunar hvort seta hennar í stjórn Haga fæli í sér hættu á að viðkvæmar upplýsingar bærust milli fyrirtækja í andstöðu við sáttina. Skömmu fyrir aðalfundinn sem haldinn var fyrr í dag var óskað eftir því af hálfu Haga að staðfesting bærist frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki yrði gerð athugasemd við það að stjórnarkjör færi fram. Var brugðist skjótt við beiðninni og áréttað að kæmi til þess að eftirlitið teldi Evu Bryndísi ekki hæfa til setu í stjórn Haga vegna fyrri starfa hjá Olíudreifingu myndi það ekki leiða til sektarákvörðunar ef Hagar myndu bregðast við og kjósa nýjan einstakling í stjórn félagsins. Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Samkeppniseftirlitið mun nú taka til skoðunar hvort seta Evu Bryndísar Helgadóttur í stjórn Haga brjóti gegn ákvæðum sáttar eftirlitsins og Haga frá 11. september 2018 sem undirrituð var vegna kaupa Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. Frá þessu er greint á vef Samkeppniseftirlitsins. Markmið áðurnefndrar sáttar var að vinna gegn skaðlegum áhrifum af sameiginlegu eignarhaldi á fyrirtækjum og í 22. grein sáttarinnar er m.a. mælt fyrir um samkeppnislegt sjálfstæði stjórnar Haga og í 21. gr. er fjallað um óhæði stjórnarmanna Olíudreifingar hf. gagnvart Högum. Ný stjórn Haga var kjörin á aðalfundi félagsins í dag 9. júní og var Eva Bryndís Helgadóttir ein þeirra sem náði kjöri í stjórn Haga. Eva Bryndís hefur áður gegnt embætti stjórnarformanns Olíudreifingar hf. og var enn skráður stjórnarformaður félagsins. Hagar höfðu 5. júní sl. tilkynnt að stjórnarkjör færi fram og að Eva Bryndís væri á meðal frambjóðenda til stjórnar. Taldi Samkeppniseftirlitið því rétt að vekja athygli Haga á því að það gengi gegn ákvæðum sáttarinnar ef sami einstaklingur sæti í stjórn Haga og Olíudreifingar. Þó svo að ef Eva næði kjöri og myndi segja af sér embætti hjá Olíudreifingu kæmi engu að síður til alvarlegrar skoðunar hvort seta hennar í stjórn Haga fæli í sér hættu á að viðkvæmar upplýsingar bærust milli fyrirtækja í andstöðu við sáttina. Skömmu fyrir aðalfundinn sem haldinn var fyrr í dag var óskað eftir því af hálfu Haga að staðfesting bærist frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki yrði gerð athugasemd við það að stjórnarkjör færi fram. Var brugðist skjótt við beiðninni og áréttað að kæmi til þess að eftirlitið teldi Evu Bryndísi ekki hæfa til setu í stjórn Haga vegna fyrri starfa hjá Olíudreifingu myndi það ekki leiða til sektarákvörðunar ef Hagar myndu bregðast við og kjósa nýjan einstakling í stjórn félagsins.
Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira