Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2020 21:28 Dettifoss, nýjasta og stærsta skip Eimskipafélagsins. Mynd/TLS shipping & trading. Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína en þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands í fyrsta sinn um miðjan júlí. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eimskipafélagið fékk Dettifoss afhentan frá skipasmíðastöðinni í Kína í lok aprílmánaðar og fær síðan systurskipið Brúarfoss í haust. Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line er þegar komið með samskonar skip í notkun en formlegt samstarf skipafélaganna hefst í þessari viku, sem markar þáttaskil í samskiptum Íslendinga og Grænlendinga. Skipin eru öll sérstaklega styrkt til siglinga á hafíssvæðum í kringum Grænland. Sjá nánar um sterkari vinabönd Grænlendinga og Íslendinga með siglingasamstarfi: Sextán manna íslensk áhöfn siglir Dettifossi heim frá Kína undir stjórn skipstjórans Braga Björgvinssonar. Vegna kórónufaraldursins reyndist flókið að fylgja skipinu úr höfn og þurfti hópurinn að dvelja í fjórtán daga sóttkví í Kína við erfiðar aðstæður. Bragi Björgvinsson skipstjóri í brú Dettifoss. Sextán manna áhöfn Íslendinga siglir skipinu heim.Mynd/Eimskip. Heimsiglingin til Íslands hófst frá borginni Guangzhou þann 7. maí en Dettifoss byrjaði á því að sækja vörur til borgarinnar Taicang, kom síðan við í Singapore og Sri Lanka. Í dag kom Dettifoss svo að Suesskurðinum og er búist að hann sigli þar í gegn í nótt eða á morgun inn í Miðjarðarhaf. Þaðan liggur leiðin til Danmerkur og er áætlað að skipið leggi upp frá Árósum þann 10. júlí og komi loks til Reykjavíkur þann 14. júlí. Dettifoss kom að Súesskurðinum í dag. Skipið hóf heimsiglinguna frá Kína þann 7. maí og er áætlað að það komi til Reykjavíkur 68 dögum síðar, þann 14. júlí.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip í sögu Eimskips og stærstu gámaskip í sögu íslenska kaupskipaflotans, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2150 gámaeiningar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Sjá nánar um samstarf Eimskips og Royal Arctic Line: Sjá nánar um ákvörðun um smíði skipanna: Skipaflutningar Samgöngur Grænland Verslun Norðurslóðir Kína Súesskurðurinn Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína en þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands í fyrsta sinn um miðjan júlí. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eimskipafélagið fékk Dettifoss afhentan frá skipasmíðastöðinni í Kína í lok aprílmánaðar og fær síðan systurskipið Brúarfoss í haust. Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line er þegar komið með samskonar skip í notkun en formlegt samstarf skipafélaganna hefst í þessari viku, sem markar þáttaskil í samskiptum Íslendinga og Grænlendinga. Skipin eru öll sérstaklega styrkt til siglinga á hafíssvæðum í kringum Grænland. Sjá nánar um sterkari vinabönd Grænlendinga og Íslendinga með siglingasamstarfi: Sextán manna íslensk áhöfn siglir Dettifossi heim frá Kína undir stjórn skipstjórans Braga Björgvinssonar. Vegna kórónufaraldursins reyndist flókið að fylgja skipinu úr höfn og þurfti hópurinn að dvelja í fjórtán daga sóttkví í Kína við erfiðar aðstæður. Bragi Björgvinsson skipstjóri í brú Dettifoss. Sextán manna áhöfn Íslendinga siglir skipinu heim.Mynd/Eimskip. Heimsiglingin til Íslands hófst frá borginni Guangzhou þann 7. maí en Dettifoss byrjaði á því að sækja vörur til borgarinnar Taicang, kom síðan við í Singapore og Sri Lanka. Í dag kom Dettifoss svo að Suesskurðinum og er búist að hann sigli þar í gegn í nótt eða á morgun inn í Miðjarðarhaf. Þaðan liggur leiðin til Danmerkur og er áætlað að skipið leggi upp frá Árósum þann 10. júlí og komi loks til Reykjavíkur þann 14. júlí. Dettifoss kom að Súesskurðinum í dag. Skipið hóf heimsiglinguna frá Kína þann 7. maí og er áætlað að það komi til Reykjavíkur 68 dögum síðar, þann 14. júlí.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip í sögu Eimskips og stærstu gámaskip í sögu íslenska kaupskipaflotans, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2150 gámaeiningar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Sjá nánar um samstarf Eimskips og Royal Arctic Line: Sjá nánar um ákvörðun um smíði skipanna:
Skipaflutningar Samgöngur Grænland Verslun Norðurslóðir Kína Súesskurðurinn Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira