Gjaldfrjáls leikskóli í 6 tíma á dag Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 10. júní 2020 13:00 Við miklar efnahagslegar sviptingar og breytingar á þjóðfélaginu er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórnum um allt land hafi að leiðarljósi fyrir hverja þeir starfa og hver tilgangur þeirra er. Í sveitarstjórnarlögum segir: Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum. Almannahagsmunir eru meira en bara styrk hagstjórn og samgöngumál. Nauðsynlegt er að fulltrúar almennings geri sitt ítrasta til að tryggja hagsmuni þeirra sem verst eru staddir. Með það að leiðarljósi hafa Píratar í Kópavogi lagt fram tillögu þess efnis að breytingar verði gerðar á gjaldskrá leikskóla þannig að fyrstu sex klukkustundir dagsins verði gjaldfrjálsar en innheimt verði gjald sem nemur raunkostnaði fyrir vistun umfram sex tímana. Í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. Stóra breytingin verður hjá þeim sem nýlega hafa lækkað í starfshlutfalli eða misst vinnuna, stefna á töku fæðingarorlofs eða hafa af öðrum sökum misst tekjur og sjá ekki fram á að láta enda ná saman. Þessum hópi myndi standa til boða að minnka dvalartíma barna sinna á leikskóla í stað þess að láta þau hætta. Þannig fá foreldrar næði til að sækja um vinnu eða stunda nám, og börnin styrkjast í þeim félagslegum aðstæðum sem leikskólarnir okkar bjóða upp á. Svo eru dæmi um að tekjulágir foreldrar taki börnin sín úr leikskóla vegna fjárhagsvanda. Þessi tillaga valdeflir þá foreldra og tryggir menntun barna þeirra. Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur fyrir félagsþroska barna og undirbúning fyrir grunnskóla, ekki síst fyrir börn af erlendum uppruna. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Bæjarráð Kópavogs samþykkti að vísa tillögu okkar Pírata til menntasviðs, þar sem hún er nú í umsagnarferli. Ef tillagan nær fram að ganga má búast við því að þessi styrking á öryggisneti barnanna okkar geti komið til framkvæmda á næsta starfsári leikskólanna. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. En aðeins ef markmiðið um að gæta að almennum hagsmunum allra íbúa er í hávegum haft. Höfundur er bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Við miklar efnahagslegar sviptingar og breytingar á þjóðfélaginu er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórnum um allt land hafi að leiðarljósi fyrir hverja þeir starfa og hver tilgangur þeirra er. Í sveitarstjórnarlögum segir: Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum. Almannahagsmunir eru meira en bara styrk hagstjórn og samgöngumál. Nauðsynlegt er að fulltrúar almennings geri sitt ítrasta til að tryggja hagsmuni þeirra sem verst eru staddir. Með það að leiðarljósi hafa Píratar í Kópavogi lagt fram tillögu þess efnis að breytingar verði gerðar á gjaldskrá leikskóla þannig að fyrstu sex klukkustundir dagsins verði gjaldfrjálsar en innheimt verði gjald sem nemur raunkostnaði fyrir vistun umfram sex tímana. Í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. Stóra breytingin verður hjá þeim sem nýlega hafa lækkað í starfshlutfalli eða misst vinnuna, stefna á töku fæðingarorlofs eða hafa af öðrum sökum misst tekjur og sjá ekki fram á að láta enda ná saman. Þessum hópi myndi standa til boða að minnka dvalartíma barna sinna á leikskóla í stað þess að láta þau hætta. Þannig fá foreldrar næði til að sækja um vinnu eða stunda nám, og börnin styrkjast í þeim félagslegum aðstæðum sem leikskólarnir okkar bjóða upp á. Svo eru dæmi um að tekjulágir foreldrar taki börnin sín úr leikskóla vegna fjárhagsvanda. Þessi tillaga valdeflir þá foreldra og tryggir menntun barna þeirra. Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur fyrir félagsþroska barna og undirbúning fyrir grunnskóla, ekki síst fyrir börn af erlendum uppruna. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Bæjarráð Kópavogs samþykkti að vísa tillögu okkar Pírata til menntasviðs, þar sem hún er nú í umsagnarferli. Ef tillagan nær fram að ganga má búast við því að þessi styrking á öryggisneti barnanna okkar geti komið til framkvæmda á næsta starfsári leikskólanna. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. En aðeins ef markmiðið um að gæta að almennum hagsmunum allra íbúa er í hávegum haft. Höfundur er bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun