Íslendingar hvattir til að dreifa myndum sem sýna hversu gott lífið er hér Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júní 2020 10:29 Gummi Ben og Bibba eru byrjuð í keppni og hvetja fólk til að merkja myndirnar sínar bæði #icelandisopen og svo #teamgummiben eða #teambibba. Myndaleikur Icelandair 2020 heitir Heimssókn og er markmiðið er að fá Íslendinga til þess að taka myndir af landinu, deila á Facebook eða Instagram og merkja þær #icelandisopen. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld kynnti Sindri Sindrason sér verkefnið. „Okkur datt þetta í hug þegar fólk erlendis sér hvað það er mikið líf á Íslandi þrátt fyrir þessar miklu sóttvarnaráðstafanir og hversu vel hefur gengið í baráttunni við Covid. Þá fórum við að hugsa og ákváðum að taka okkur saman og segja fólki hvað það er magnað að koma hingað. Falleg náttúru, hægt að fara á veitingarhús og vera út um allt og ekkert stress,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri sölu og þjónustu sviðs Icelandair. „Við erum í raun að biðja Íslendinga að sýna frá daglegu lífi, fallegri náttúru, fólki að koma saman og fara varlega á samfélagsmiðlunum sínum og merkja myndirnar #icelandisopen þannig að það dreifist sem víðast hversu gott lífið er hér.“ Guðmundur Benediktsson og Birna María Másdóttir, betur þekkt sem Bibba, voru fengin með í verkefnið og eiga að keppa sín á milli hvort þeirra geti smalað saman fleirum og merkja myndirnar #icelandisopen. Sjá nánar: Icelandair fer í heims-sókn Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni en í því var einnig rætt við fimleikamenn frá Gerplu og Stjörnunnar sem ætla að ferðast um landið í sumar, halda sýningar og fá fleiri stráka til að stunda íþróttina. Eins og sést hér fyrir neðan eru fjölmargir nú þegar búnir að merkja myndirnar sínar með #icelandisopen á Instagram og þannig taka þátt í leiknum. Hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær. Hægt er að kynna sér leikinn nánar á heimasíðunni icelandisopen.is. Hægt að setja inn myndir til 26. júní. Þá velja fulltrúar Icelandair bestu myndirnar og í gang fer kosning hér á Vísi þar sem þjóðin velur sína uppáhalds mynd. Sú kosning stendur frá 26. júní til 3. júlí. Hver sem er getur tekið þátt á Instagram og/eða Facebook en myndirnar verða að vera teknar á tímabilinu 25. maí til 26. júní. Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Icelandair Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Myndaleikur Icelandair 2020 heitir Heimssókn og er markmiðið er að fá Íslendinga til þess að taka myndir af landinu, deila á Facebook eða Instagram og merkja þær #icelandisopen. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld kynnti Sindri Sindrason sér verkefnið. „Okkur datt þetta í hug þegar fólk erlendis sér hvað það er mikið líf á Íslandi þrátt fyrir þessar miklu sóttvarnaráðstafanir og hversu vel hefur gengið í baráttunni við Covid. Þá fórum við að hugsa og ákváðum að taka okkur saman og segja fólki hvað það er magnað að koma hingað. Falleg náttúru, hægt að fara á veitingarhús og vera út um allt og ekkert stress,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri sölu og þjónustu sviðs Icelandair. „Við erum í raun að biðja Íslendinga að sýna frá daglegu lífi, fallegri náttúru, fólki að koma saman og fara varlega á samfélagsmiðlunum sínum og merkja myndirnar #icelandisopen þannig að það dreifist sem víðast hversu gott lífið er hér.“ Guðmundur Benediktsson og Birna María Másdóttir, betur þekkt sem Bibba, voru fengin með í verkefnið og eiga að keppa sín á milli hvort þeirra geti smalað saman fleirum og merkja myndirnar #icelandisopen. Sjá nánar: Icelandair fer í heims-sókn Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni en í því var einnig rætt við fimleikamenn frá Gerplu og Stjörnunnar sem ætla að ferðast um landið í sumar, halda sýningar og fá fleiri stráka til að stunda íþróttina. Eins og sést hér fyrir neðan eru fjölmargir nú þegar búnir að merkja myndirnar sínar með #icelandisopen á Instagram og þannig taka þátt í leiknum. Hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær. Hægt er að kynna sér leikinn nánar á heimasíðunni icelandisopen.is. Hægt að setja inn myndir til 26. júní. Þá velja fulltrúar Icelandair bestu myndirnar og í gang fer kosning hér á Vísi þar sem þjóðin velur sína uppáhalds mynd. Sú kosning stendur frá 26. júní til 3. júlí. Hver sem er getur tekið þátt á Instagram og/eða Facebook en myndirnar verða að vera teknar á tímabilinu 25. maí til 26. júní.
Hægt er að kynna sér leikinn nánar á heimasíðunni icelandisopen.is. Hægt að setja inn myndir til 26. júní. Þá velja fulltrúar Icelandair bestu myndirnar og í gang fer kosning hér á Vísi þar sem þjóðin velur sína uppáhalds mynd. Sú kosning stendur frá 26. júní til 3. júlí. Hver sem er getur tekið þátt á Instagram og/eða Facebook en myndirnar verða að vera teknar á tímabilinu 25. maí til 26. júní.
Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Icelandair Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira