Stjórnvöld vinna nú að því að koma sérstökum ferðaábyrgðasjóði sem mun hafa það hlutverk að greiða neytendum fyrir ferðir á vegum ferðaskrifstofa sem felldar voru niður á tímabilinu 12. mars síðastliðinn til loka þessa mánaðar.
Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála í samtali mbl.is og að með þessu sé ætlunin að tryggja lögbundinn rétt neytenda um endurgreiðslu.
Ráðherra varð frá að hverfa með frumvarp sem myndi fela í sér að ferðaskrifstofur gætu gefið út inneign vegna pakkaferða í stað þess að endurgreiða ferðir. Greindi hann frá því í síðustu viku að frumvarpið nyti ekki meirihlutastuðnings á þinginu.
Ráðherra segir nú að þegar greitt sé úr ferðaábyrgðasjóðnum muni skapast skuld ferðaskrifstofunnar við sjóðinn og að sú skuld verði greidd á átta ára tímabili. Vaxtakjörin á skuldinni væru á svo hagstæðum kjörum að í því fælist viss ríkisábyrgð.
Þórdís Kolbrún segir ennfremur að ef svo færi að ferðaskrifstofan færi í þrot þá myndi ferðaábyrgðarsjóðurinn eiga forgang í tryggingaféð.