Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2020 21:00 Sjávarútvegsráðherra kallaði nýverið eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðaflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Vísir Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. Nýverið kallaði sjávarútvegsráðherra eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Á opnum fundi um málið á Akureyri í gær var ráðherra ýmist hvattur til þess að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó sem fyrst, eða drífa sig í því að hefja ferlið sem heimilar slíkt eldi. Hann er þó á bremsunni í báðar áttir. Sjávarútvegsráðherra kynnir breytingar á lögum tengdu fiskeldi á opnum fundi á Akureyri í gær.Stöð 2 „Það þarf að taka ákvörðun þegar það er tímabært. Á þessari stundu er það ekki tímabært. Ég tel mjög mikilvægt að sveitarfélögin taki umræðu um þá þætti sem þeim finnst skipta máli varðandi fiskeldi í firðinum og aðra atvinnustarfsemi,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Málið hefur verið í brennidepli frá því að meirihluti bæjarstjórnarinnar á Akureyri samþykkti að leggja til við ráðherra að friða ætti Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó. Bæjarstjóri Fjallabyggðar vill hins vegar fá að ræða málin fyrst. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir ekki rétt að ákvörðun sé tekin í málinu áður en samtal eigi sér stað.Stöð 2 „Við viljum eiga samtal um þetta byggt á rannsóknum, skoðun og rökum. Heyra sjónarmið, í rauninni viljum við það bara núna fyrst. Svo tökum við ákvarðanir. Við viljum taka ákvarðanir byggðar á einhverju,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er ekki hrifinn af því að fjörðurinn verði friðaður, áður en að slíkt samtal fari fram. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að við séum í raun að taka ákvarðanir um að það verði ekki, byggt á mjög takmarkaðri þekkingu, og án þess að ætla að eiga samtal,“ segir Elías. Ráðherra segir að boltinn sé nú hjá sveitarfélögunum. „Þegar þau svara mér þá setjumst við yfir málið aftur og spáum í næstu skref,“ segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Fiskeldi Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. Nýverið kallaði sjávarútvegsráðherra eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Á opnum fundi um málið á Akureyri í gær var ráðherra ýmist hvattur til þess að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó sem fyrst, eða drífa sig í því að hefja ferlið sem heimilar slíkt eldi. Hann er þó á bremsunni í báðar áttir. Sjávarútvegsráðherra kynnir breytingar á lögum tengdu fiskeldi á opnum fundi á Akureyri í gær.Stöð 2 „Það þarf að taka ákvörðun þegar það er tímabært. Á þessari stundu er það ekki tímabært. Ég tel mjög mikilvægt að sveitarfélögin taki umræðu um þá þætti sem þeim finnst skipta máli varðandi fiskeldi í firðinum og aðra atvinnustarfsemi,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Málið hefur verið í brennidepli frá því að meirihluti bæjarstjórnarinnar á Akureyri samþykkti að leggja til við ráðherra að friða ætti Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó. Bæjarstjóri Fjallabyggðar vill hins vegar fá að ræða málin fyrst. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir ekki rétt að ákvörðun sé tekin í málinu áður en samtal eigi sér stað.Stöð 2 „Við viljum eiga samtal um þetta byggt á rannsóknum, skoðun og rökum. Heyra sjónarmið, í rauninni viljum við það bara núna fyrst. Svo tökum við ákvarðanir. Við viljum taka ákvarðanir byggðar á einhverju,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er ekki hrifinn af því að fjörðurinn verði friðaður, áður en að slíkt samtal fari fram. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að við séum í raun að taka ákvarðanir um að það verði ekki, byggt á mjög takmarkaðri þekkingu, og án þess að ætla að eiga samtal,“ segir Elías. Ráðherra segir að boltinn sé nú hjá sveitarfélögunum. „Þegar þau svara mér þá setjumst við yfir málið aftur og spáum í næstu skref,“ segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Fiskeldi Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira
Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06