„Best að hlaupa með mömmu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 21:00 Kvennahlaupið fór fram á sjötíu stöðum á landinu í dag og segja mæðgur sem tóku þátt í hlaupinu samveruna vera hápunkt dagsins. Kvennahlaupið fór fram í 31 sinn í dag en með örlítið breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldurs „Við hólfaskiptum svæðinu og allir fóru samviskusamlega eftir því. Við erum mjög þakklát fyrir það, greinilega þá kunna allir þetta upp á tíu enda þurfti ekkert að hafa fyrir þessu,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Það var hér klukkan ellefu sem hlauparar spruttu úr spori í sól og blíðu. Það var ekki aðeins hlupið frá Garðabæ heldur einnig 69 öðrum stöðum á landinu.“ Frá kvennahlaupinu á Garðatorgi í dag.HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Þessar mæðgur tóku þátt í nítjánda sinn í dag. „Við gengum. En við hlaupum alltaf í mark samt,“ sögðu mæðgurnar Eva og Gerd Skarpaas. Samveran sé stór partur af hlaupinu. „Mér finnst best að vera með mömmu, ég hleyp mikið sjálf en þetta geri ég alltaf með mömmu,“ sagði Eva. Forsetafrúin Eliza Reid fór fimm kílómetra. „Þetta er gaman, góð tónlist og gott veður, mikil stemning hér. Mjög skemmtilegt,“ sagði forsetafrúin Eliza Reid. Hvað ætlar þú að gera í tilefni dagsins til að verðlauna þig? „Við ætlum að keyra til Akureyrar bara núna. Ég vona að Guðni sé búinn að setja allt dótið og börnin í bílinn. Ég næ að skipta um föt en kannski stoppum við og fáum okkur ís á leiðinni, mér finnst það alveg við hæfi,“ sagði Eliza. Hlaup Heilsa Garðabær Tengdar fréttir Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Kvennahlaupið fór fram á sjötíu stöðum á landinu í dag og segja mæðgur sem tóku þátt í hlaupinu samveruna vera hápunkt dagsins. Kvennahlaupið fór fram í 31 sinn í dag en með örlítið breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldurs „Við hólfaskiptum svæðinu og allir fóru samviskusamlega eftir því. Við erum mjög þakklát fyrir það, greinilega þá kunna allir þetta upp á tíu enda þurfti ekkert að hafa fyrir þessu,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Það var hér klukkan ellefu sem hlauparar spruttu úr spori í sól og blíðu. Það var ekki aðeins hlupið frá Garðabæ heldur einnig 69 öðrum stöðum á landinu.“ Frá kvennahlaupinu á Garðatorgi í dag.HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Þessar mæðgur tóku þátt í nítjánda sinn í dag. „Við gengum. En við hlaupum alltaf í mark samt,“ sögðu mæðgurnar Eva og Gerd Skarpaas. Samveran sé stór partur af hlaupinu. „Mér finnst best að vera með mömmu, ég hleyp mikið sjálf en þetta geri ég alltaf með mömmu,“ sagði Eva. Forsetafrúin Eliza Reid fór fimm kílómetra. „Þetta er gaman, góð tónlist og gott veður, mikil stemning hér. Mjög skemmtilegt,“ sagði forsetafrúin Eliza Reid. Hvað ætlar þú að gera í tilefni dagsins til að verðlauna þig? „Við ætlum að keyra til Akureyrar bara núna. Ég vona að Guðni sé búinn að setja allt dótið og börnin í bílinn. Ég næ að skipta um föt en kannski stoppum við og fáum okkur ís á leiðinni, mér finnst það alveg við hæfi,“ sagði Eliza.
Hlaup Heilsa Garðabær Tengdar fréttir Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent