Leikmaður Iowa í Ameríska háskólafótboltanum, Jack Koerner, meiddist alvarlega þegar sæþota, eða ,,jet ski“, sem hann var á klessti á skip.
Hann var ásamt öðrum farþega í Ozark-vatni þegar þeir rákust á skipið. Meiðsli Koerners voru ekki talin lífshættuleg en ekki er vitað nákvæmlega hver meiðslin voru. Hinn farþeginn var fluttur á spítala.
Koerner, sem er 21 árs, var lykilmaður í vörn Iowa liðsins á síðasta tímabili. Liðið hafði hafið einstaklingsæfingar aftur í síðustu viku en formlegar æfingar hafa legið niðri vegna Covid-19 faraldursins.