Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 00:00 Skimun á Keflavíkurflugvelli hefst í dag, samhliða tilslökun á samkomubanni. Vísir/Vilhelm Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi, í samræmi við auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þess efnis. Ákvörðunin var tekin í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hvernig haga ætti tilslökunum. Þá hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag. Helstu breytingar sem urðu nú á miðnætti er að fjöldatakmörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Þá falla niður þær takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva sem hafa verið í gildi frá því slíkir staðir opnuðu aftur eftir að samkomubann var hert í mars. Þá var leyfilegur fjöldi gesta takmarkaður við 75% af þeim fjölda sem húsrúm leyfði. Fyrstu farþegar lenda upp úr tíu Í dag hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Áætluð flug til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag eru alls níu talsins. Það fyrsta er flug ungverska flugfélagsins Wizz Air frá London, sem áætlað er að lendi klukkan 10:10. Gera má ráð fyrir að farþegar þeirrar vélar verði þeir fyrstu sem verði skimaðir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Hér má nálgast nánari upplýsingar um fyrirhuguð komuflug til Keflavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag var fjallað nánar um málið, og skimunaraðstaðan skoðuð. Fjórða afléttingin Fyrsta aflétting á samkomutakmörkunum var gerð þ. 4 maí síðastliðinn, önnur aflétting var gerð 18. maí en þá voru sundlaugar opnaðar með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta og þriðja aflétting var gerð 25. maí síðastliðinn. Samkomubanni var komið á hér á landi þann 15. mars, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Bannið var tilkynnt tveimur dögum áður og sett til fjögurra vikna. Þá máttu ekki fleiri en hundrað koma saman á hverjum stað. Þann 22. mars var síðan tilkynnt um að samkomubannið yrði hert þann 24. mars og það framlengt. Þá var tilkynnt að ekki mættu fleiri en 20 koma saman á hverjum stað, nema um væri að ræða rými á borð við matvörubúðir eða lyfjaverslanir. Í maí fór að rofa til í þessum málum, en þann 4. maí voru gerðar fyrstu tilslakanir á banninu. Þá voru samkomutakmörk hækkuð upp í 50. Eins hófst starf í leik- og grunnskólum með eðlilegum hætti að nýju. Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi gat opnað á ný en áfram átti að tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur var. Þann 18. maí opnuðu sundlaugar síðan á nýjan leik, mörgum til mikillar gleði. Líkamsræktarstöðvarnar fylgdu fljótlega á eftir, en þær opnuðu dyr sínar þann 25. maí. Voru það síðustu tilslakanir sem gerðar voru á samkomubanninu þar til í dag. Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Fréttir af flugi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi, í samræmi við auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þess efnis. Ákvörðunin var tekin í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hvernig haga ætti tilslökunum. Þá hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag. Helstu breytingar sem urðu nú á miðnætti er að fjöldatakmörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Þá falla niður þær takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva sem hafa verið í gildi frá því slíkir staðir opnuðu aftur eftir að samkomubann var hert í mars. Þá var leyfilegur fjöldi gesta takmarkaður við 75% af þeim fjölda sem húsrúm leyfði. Fyrstu farþegar lenda upp úr tíu Í dag hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Áætluð flug til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag eru alls níu talsins. Það fyrsta er flug ungverska flugfélagsins Wizz Air frá London, sem áætlað er að lendi klukkan 10:10. Gera má ráð fyrir að farþegar þeirrar vélar verði þeir fyrstu sem verði skimaðir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Hér má nálgast nánari upplýsingar um fyrirhuguð komuflug til Keflavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag var fjallað nánar um málið, og skimunaraðstaðan skoðuð. Fjórða afléttingin Fyrsta aflétting á samkomutakmörkunum var gerð þ. 4 maí síðastliðinn, önnur aflétting var gerð 18. maí en þá voru sundlaugar opnaðar með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta og þriðja aflétting var gerð 25. maí síðastliðinn. Samkomubanni var komið á hér á landi þann 15. mars, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Bannið var tilkynnt tveimur dögum áður og sett til fjögurra vikna. Þá máttu ekki fleiri en hundrað koma saman á hverjum stað. Þann 22. mars var síðan tilkynnt um að samkomubannið yrði hert þann 24. mars og það framlengt. Þá var tilkynnt að ekki mættu fleiri en 20 koma saman á hverjum stað, nema um væri að ræða rými á borð við matvörubúðir eða lyfjaverslanir. Í maí fór að rofa til í þessum málum, en þann 4. maí voru gerðar fyrstu tilslakanir á banninu. Þá voru samkomutakmörk hækkuð upp í 50. Eins hófst starf í leik- og grunnskólum með eðlilegum hætti að nýju. Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi gat opnað á ný en áfram átti að tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur var. Þann 18. maí opnuðu sundlaugar síðan á nýjan leik, mörgum til mikillar gleði. Líkamsræktarstöðvarnar fylgdu fljótlega á eftir, en þær opnuðu dyr sínar þann 25. maí. Voru það síðustu tilslakanir sem gerðar voru á samkomubanninu þar til í dag.
Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Fréttir af flugi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira