Hlé á gjaldeyriskaupum framlengt til 17. september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 09:09 Seðlabankinn Vísir/Vilhelm Hlé á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga hefur verið framlengt til 17. september næstkomandi en það var sett á 17. mars síðastliðinn. Ákvörðunin var tekin í samráði við Seðlabanka Íslands til að bregðast við miklum samdrætti útflutningstekna af völdum kórónuveirufaraldursins og mögulegum þrýstingi á gengi krónunnar vegna hans að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum. Fram kemur að ljóst sé að hléð hafi gengt veigamiklu hlutverki í að viðhalda þjóðhagslegum stöðugleika í gegnum þær holskeflur sem skollið hafa á þjóðarskútunni síðustu þrjá mánuði. Þá sýni lífeyrissjóðirnir með framlengdu hléi stuðning sinn í verki við að stuðla að stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. „Undanfarin ár hefur Ísland breyst úr því að vera fjármagnsinnflytjandi með þrálátan viðskiptahalla í fjármagnsútflytjanda með drjúgan viðskiptaafgang. Þessi viðsnúningur stafar að miklu leyti af þeim sparnaði sem verður jafnt og þétt til í lífeyriskerfinu og hefur skapað nýjar forsendur til þess að viðhalda þjóðhagslegum stöðugleika. Það hefur sannarlega komið landinu til góða á síðustu mánuðum,“ stendur í tilkynningunni. Þá er það áréttað að erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna séu mjög mikilvægar þegar horft er fram á veginn hvort sem litið sé til hagsmuna sjóðfélaga eða þjóðarinnar í heild. Þær feli í sér áhættudreifingu lífeyriseigna og komi í veg fyrir neikvæð áhrif á útgreiðslu lífeyris á íslenskt hagkerfi í framtíðinni. Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Hlé á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga hefur verið framlengt til 17. september næstkomandi en það var sett á 17. mars síðastliðinn. Ákvörðunin var tekin í samráði við Seðlabanka Íslands til að bregðast við miklum samdrætti útflutningstekna af völdum kórónuveirufaraldursins og mögulegum þrýstingi á gengi krónunnar vegna hans að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum. Fram kemur að ljóst sé að hléð hafi gengt veigamiklu hlutverki í að viðhalda þjóðhagslegum stöðugleika í gegnum þær holskeflur sem skollið hafa á þjóðarskútunni síðustu þrjá mánuði. Þá sýni lífeyrissjóðirnir með framlengdu hléi stuðning sinn í verki við að stuðla að stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. „Undanfarin ár hefur Ísland breyst úr því að vera fjármagnsinnflytjandi með þrálátan viðskiptahalla í fjármagnsútflytjanda með drjúgan viðskiptaafgang. Þessi viðsnúningur stafar að miklu leyti af þeim sparnaði sem verður jafnt og þétt til í lífeyriskerfinu og hefur skapað nýjar forsendur til þess að viðhalda þjóðhagslegum stöðugleika. Það hefur sannarlega komið landinu til góða á síðustu mánuðum,“ stendur í tilkynningunni. Þá er það áréttað að erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna séu mjög mikilvægar þegar horft er fram á veginn hvort sem litið sé til hagsmuna sjóðfélaga eða þjóðarinnar í heild. Þær feli í sér áhættudreifingu lífeyriseigna og komi í veg fyrir neikvæð áhrif á útgreiðslu lífeyris á íslenskt hagkerfi í framtíðinni.
Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira