Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2020 11:35 Um 1400 manns gengu í gegnum þessar dyr á Keflavíkurflugvelli í gær. Vísir/Vilhelm Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. „Það voru 22 einstaklingar sem fóru í sóttkví tengt því og það er flest allt fólk sem var í flugvélinni. Við vinnum eftir verklagsreglum sem hafa verið í gildi varðandi smitrakningar í flugvélum en okkar upplýsingar eru þannig að sóttvarnastofnun Evrópu er að að fara að gefa út nýjar reglur út af þessum grímunotkunum í flugvélum en þangað til við fáum þær staðfestar vinnum við eftir eldri reglum með ákveðna fjarlægð í kring um einstakling í flugvélum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Víðir sagði að 21 hafi farið í sóttkví úr flugvélinni, „svo er einn til viðbótar sem hann umgekkst en hann fylgdi öllum reglum.“ Þá mun sýnataka hafa gengið vel í gær. „Allir ferlar virkuðu vel en við lærum alltaf á hverjum degi. Eins og við töluðum um í gær þá bættum við upplýsingagjöfina til farþega varðandi það að halda sig til hlés þangað til þeir fá niðurstöðurnar og við bættum við gögnum til farþega sem koma til landsins,“ sagði Víðir. Þá greindist einn lögreglumannanna sem settur var í sóttkví á laugardag eftir að hafa átt samskipti við, Rúmena sem grunaðir eru um þjófnað, með smit í gær. Sextán lögreglumenn fóru í sóttkví vegna málsins en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við Fréttastofu að enginn annar hafi sýnt einkenni. Önnur sýnataka sé fyrirhuguð á morgun og enn önnur á mánudaginn næsta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. „Það voru 22 einstaklingar sem fóru í sóttkví tengt því og það er flest allt fólk sem var í flugvélinni. Við vinnum eftir verklagsreglum sem hafa verið í gildi varðandi smitrakningar í flugvélum en okkar upplýsingar eru þannig að sóttvarnastofnun Evrópu er að að fara að gefa út nýjar reglur út af þessum grímunotkunum í flugvélum en þangað til við fáum þær staðfestar vinnum við eftir eldri reglum með ákveðna fjarlægð í kring um einstakling í flugvélum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Víðir sagði að 21 hafi farið í sóttkví úr flugvélinni, „svo er einn til viðbótar sem hann umgekkst en hann fylgdi öllum reglum.“ Þá mun sýnataka hafa gengið vel í gær. „Allir ferlar virkuðu vel en við lærum alltaf á hverjum degi. Eins og við töluðum um í gær þá bættum við upplýsingagjöfina til farþega varðandi það að halda sig til hlés þangað til þeir fá niðurstöðurnar og við bættum við gögnum til farþega sem koma til landsins,“ sagði Víðir. Þá greindist einn lögreglumannanna sem settur var í sóttkví á laugardag eftir að hafa átt samskipti við, Rúmena sem grunaðir eru um þjófnað, með smit í gær. Sextán lögreglumenn fóru í sóttkví vegna málsins en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við Fréttastofu að enginn annar hafi sýnt einkenni. Önnur sýnataka sé fyrirhuguð á morgun og enn önnur á mánudaginn næsta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira