Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Hópur presta í Þjóðkirkjunni skrifar 18. júní 2020 13:30 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið sett á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylkt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi. Heimsfaraldur á borð við Covid19 var og er samfélagslegt áfall. Að okkar mati er það hlutverk stjórnvalda að mæta og milda hvað best þau geta þau áföll sem samfélög og einstaklingar verða fyrir ekki að ýfa upp og ýkja. Að vera manneskja á flótta er áfall. Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er því ekki til þess fallið að bæta umgjörðina um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þessar muni fremur stuðla að því að ýfa upp og ýkja fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á að lifa mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í ósamræmi og andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð.Við undirrituð viljum benda á nokkur atriði er tengjast mjög þjónustuvettvangi okkar sem við teljum mikilvægt að fá frekari umræðu um í þjóðfélaginu. Það gerum við í þremur aðsendum greinum sem munu birtast hér. 8.gr. frumvarpsins Lagt er til að ,,í upphafi 8. mgr. 33. gr. laganna komi nýr málsliður svohljóðandi: Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun.“Undirrituð telja að hér sé verið að gera alvarleg mistök sem munu hafa gríðarleg áhrif á það fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og fellur undir þetta ákvæði. Reglulega kemur það fyrir að ákvörðun um brottvísun fólks úr landi dragist mánuðum saman. Með þessari breytingu á lögunum ætlar ríkið að opna á þann möguleika að fótum verði að kippt undan framfærslu einstaklings og fjölskyldu hans, rétti hans til húsnæðis, jafnramt því sem honum er óheimilt að stunda launaða vinnu. Með þessu eru grundvallarbjargráð tekið frá fólki sem er sett í þá stöðu að þurfa að reiða sig á mataraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar eða annarra hjálparstofnanna. Það er sett í þá stöðu að eiga ekki möguleika á viðunandi heilbrigðisþjónustu eða annarri grunnþjónustu sem verndar og viðheldur lífinu. Gildir einu hvort um ræðir börn eða geðfatlaða einstaklinga svo dæmi séu tekin. Hér er verið að brjóta 33. grein útlendingalaga sem fjallar um grundvallarmannréttindi, húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. 33. gr. laganna er nú þegar nægilega ströng og sparar ríkinu tæplega þá fjármuni að seilast þurfi í vasa þeirra sem veikast standa. Heggur nú sá er hlífa skildi. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur og horfa til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Þá þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið sett á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylkt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi. Heimsfaraldur á borð við Covid19 var og er samfélagslegt áfall. Að okkar mati er það hlutverk stjórnvalda að mæta og milda hvað best þau geta þau áföll sem samfélög og einstaklingar verða fyrir ekki að ýfa upp og ýkja. Að vera manneskja á flótta er áfall. Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er því ekki til þess fallið að bæta umgjörðina um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þessar muni fremur stuðla að því að ýfa upp og ýkja fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á að lifa mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í ósamræmi og andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð.Við undirrituð viljum benda á nokkur atriði er tengjast mjög þjónustuvettvangi okkar sem við teljum mikilvægt að fá frekari umræðu um í þjóðfélaginu. Það gerum við í þremur aðsendum greinum sem munu birtast hér. 8.gr. frumvarpsins Lagt er til að ,,í upphafi 8. mgr. 33. gr. laganna komi nýr málsliður svohljóðandi: Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun.“Undirrituð telja að hér sé verið að gera alvarleg mistök sem munu hafa gríðarleg áhrif á það fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og fellur undir þetta ákvæði. Reglulega kemur það fyrir að ákvörðun um brottvísun fólks úr landi dragist mánuðum saman. Með þessari breytingu á lögunum ætlar ríkið að opna á þann möguleika að fótum verði að kippt undan framfærslu einstaklings og fjölskyldu hans, rétti hans til húsnæðis, jafnramt því sem honum er óheimilt að stunda launaða vinnu. Með þessu eru grundvallarbjargráð tekið frá fólki sem er sett í þá stöðu að þurfa að reiða sig á mataraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar eða annarra hjálparstofnanna. Það er sett í þá stöðu að eiga ekki möguleika á viðunandi heilbrigðisþjónustu eða annarri grunnþjónustu sem verndar og viðheldur lífinu. Gildir einu hvort um ræðir börn eða geðfatlaða einstaklinga svo dæmi séu tekin. Hér er verið að brjóta 33. grein útlendingalaga sem fjallar um grundvallarmannréttindi, húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. 33. gr. laganna er nú þegar nægilega ströng og sparar ríkinu tæplega þá fjármuni að seilast þurfi í vasa þeirra sem veikast standa. Heggur nú sá er hlífa skildi. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur og horfa til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Þá þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar