Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðinga að renna út Lillý Valgerður Pétursdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 18. júní 2020 20:10 Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala Vísir/Egill Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og hafa boðað til verkfalls á ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Fundað var í deilunni í dag án árangurs og er annar fundur fyrirhugaður á morgun. Hjúkrunarfræðingar hittust síðdegis á samstöðufundi á Grand Hóteli Reykjavík til að ræða stöðuna og var þungt hljóðið í þeim. „Það er kominn tími til að það sé bara farið að semja og fallist verður á kröfur okkar hjúkrunarfræðinga um launaliðinn. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með grunnlaunin sín,“ segir Guðrún Yrsa Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landakoti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í deiluna á Alþingi í dag og hvort til greina komi að setja lög á verkfallið ef því verður en hann svaraði því ekki. „Ég verð að segja að mér þykir mjög dapurlegt hvernig menn vilja reyna að ná pólitísku höggi á stjórnvöld hverju sinni með því að taka alltaf upp málstað þess sem er að semja við ríkið,“ sagði Bjarni. „Þetta er mjög alvarleg staða því að hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í okkar starfsemi og koma að nánast allri þjónustu sem er veitt hér,“ sagði Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. „Það er veitt bráðnauðsynleg heilbrigðisþjónusta í verkfalli og það er okkar skylda. Það er mjög margt sem er skipulagt sem þarf þá að bíða,“ sagði Ásta spurð um hvaða áhrif yfirvofandi verkfall myndi hafa á starfsemi spítalans og hvaða þjónustu þyrfti að skerða komi til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga. Ásta sagði þá einnig að skurðaðgerðir, aðrar en bráðnauðsynlegar þyrftu að bíða komi til verkfalls. Hún sagðist ekki treysta sér til þess að segja til um hvort verkfall myndi hafa áhrif á skimanir vegna kórónuveirunnar. „Það eru öryggislistar sem eru sú leyfilega mönnun, sem hefur verið samþykkt fyrir fram, það er samt ekki nóg þar sem að starfsemin hefur breyst og Covid-faraldurinn hefur þar áhrif,“ sagði Ásta spurð um fjölda þeirra sem gætu mætt til starfa í verkfalli. Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og hafa boðað til verkfalls á ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Fundað var í deilunni í dag án árangurs og er annar fundur fyrirhugaður á morgun. Hjúkrunarfræðingar hittust síðdegis á samstöðufundi á Grand Hóteli Reykjavík til að ræða stöðuna og var þungt hljóðið í þeim. „Það er kominn tími til að það sé bara farið að semja og fallist verður á kröfur okkar hjúkrunarfræðinga um launaliðinn. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með grunnlaunin sín,“ segir Guðrún Yrsa Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landakoti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í deiluna á Alþingi í dag og hvort til greina komi að setja lög á verkfallið ef því verður en hann svaraði því ekki. „Ég verð að segja að mér þykir mjög dapurlegt hvernig menn vilja reyna að ná pólitísku höggi á stjórnvöld hverju sinni með því að taka alltaf upp málstað þess sem er að semja við ríkið,“ sagði Bjarni. „Þetta er mjög alvarleg staða því að hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í okkar starfsemi og koma að nánast allri þjónustu sem er veitt hér,“ sagði Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. „Það er veitt bráðnauðsynleg heilbrigðisþjónusta í verkfalli og það er okkar skylda. Það er mjög margt sem er skipulagt sem þarf þá að bíða,“ sagði Ásta spurð um hvaða áhrif yfirvofandi verkfall myndi hafa á starfsemi spítalans og hvaða þjónustu þyrfti að skerða komi til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga. Ásta sagði þá einnig að skurðaðgerðir, aðrar en bráðnauðsynlegar þyrftu að bíða komi til verkfalls. Hún sagðist ekki treysta sér til þess að segja til um hvort verkfall myndi hafa áhrif á skimanir vegna kórónuveirunnar. „Það eru öryggislistar sem eru sú leyfilega mönnun, sem hefur verið samþykkt fyrir fram, það er samt ekki nóg þar sem að starfsemin hefur breyst og Covid-faraldurinn hefur þar áhrif,“ sagði Ásta spurð um fjölda þeirra sem gætu mætt til starfa í verkfalli.
Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira