Fyrsti fjöldafundur Trump haldinn á morgun þrátt fyrir áhyggjur vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júní 2020 23:31 Donald Trump Bandaríkjaforseti á fjöldafundi í mars síðastliðnum. Getty/Brian Blanco Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. Þetta er fyrsti fjöldafundur forsetans frá því í mars. Kæra var lögð fram í vikunni í von um að stöðva fundinn vegna áhyggna um að fundurinn myndi auka líkur á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Tilfellum kórónuveirunnar hefur fjölgað í Oklahoma síðustu vikur og hafa heilbrigðisyfirvöld í ríkinu lýst yfir áhyggjum vegna fundarins. Talsmenn kosningabaráttu Trumps lýstu því yfir að meira en milljón hafi óskað eftir miðum á fundinn um helgina. Röð byrjaði að myndast fyrir utan Bank of Oklahoma Center, staðinn þar sem fundurinn verður haldinn, fyrr í þessari viku. Um nítján þúsund manns komast inn í salinn sem fundurinn mun fara fram í. Stuðningsmenn Trump byrjuðu að tjalda fyrir utan fundarstaðinn fyrr í þessari viku til að tryggja sér sæti á fundinum.Getty/Win McNamee Ákæran var lögð fram í nafni íbúa og fyrirtækja á svæðinu sem vildu tryggja að fjarlægðarmörk samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda Bandaríkjanna yrðu tryggð á viðburðinum eða að honum yrði aflýst. Hæstiréttur ríkisins sagði þó að tilslakanir væru farnar af stað í ríkinu og að fjarlægðartakmörk væru í höndum einstaka fyrirtækjaeigenda og einstaklinga. Þá hefur kosningastjórn Trump greint frá því að hiti viðstaddra verði mældur við innganginn og að boðið verði upp á handspritt og grímur á staðnum. Þá þurfa allir sem kaupa miða á netinu fyrir fundinn að haka við það að þeir taki alla ábyrgð smitist þeir af kórónuveirunni á viðburðinum og muni ekki kenna kosningabaráttu forsetans um „veikindi eða slys.“ Forsetinn sjálfur hefur mótmælt kröfunni um að fólk þurfi að bera grímur og sagt það vera á ábyrgð hvers og eins. Þá sagði Kayleigh McEnany, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að þó að gestum væri boðið upp á grímur væri þeim ekki skylt að bera þær fyrir vitum. Hún sjálf muni ekki vera með grímu á viðburðinum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. Þetta er fyrsti fjöldafundur forsetans frá því í mars. Kæra var lögð fram í vikunni í von um að stöðva fundinn vegna áhyggna um að fundurinn myndi auka líkur á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Tilfellum kórónuveirunnar hefur fjölgað í Oklahoma síðustu vikur og hafa heilbrigðisyfirvöld í ríkinu lýst yfir áhyggjum vegna fundarins. Talsmenn kosningabaráttu Trumps lýstu því yfir að meira en milljón hafi óskað eftir miðum á fundinn um helgina. Röð byrjaði að myndast fyrir utan Bank of Oklahoma Center, staðinn þar sem fundurinn verður haldinn, fyrr í þessari viku. Um nítján þúsund manns komast inn í salinn sem fundurinn mun fara fram í. Stuðningsmenn Trump byrjuðu að tjalda fyrir utan fundarstaðinn fyrr í þessari viku til að tryggja sér sæti á fundinum.Getty/Win McNamee Ákæran var lögð fram í nafni íbúa og fyrirtækja á svæðinu sem vildu tryggja að fjarlægðarmörk samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda Bandaríkjanna yrðu tryggð á viðburðinum eða að honum yrði aflýst. Hæstiréttur ríkisins sagði þó að tilslakanir væru farnar af stað í ríkinu og að fjarlægðartakmörk væru í höndum einstaka fyrirtækjaeigenda og einstaklinga. Þá hefur kosningastjórn Trump greint frá því að hiti viðstaddra verði mældur við innganginn og að boðið verði upp á handspritt og grímur á staðnum. Þá þurfa allir sem kaupa miða á netinu fyrir fundinn að haka við það að þeir taki alla ábyrgð smitist þeir af kórónuveirunni á viðburðinum og muni ekki kenna kosningabaráttu forsetans um „veikindi eða slys.“ Forsetinn sjálfur hefur mótmælt kröfunni um að fólk þurfi að bera grímur og sagt það vera á ábyrgð hvers og eins. Þá sagði Kayleigh McEnany, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að þó að gestum væri boðið upp á grímur væri þeim ekki skylt að bera þær fyrir vitum. Hún sjálf muni ekki vera með grímu á viðburðinum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47
Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05
Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21