Þú getur leyft þér það Rannveig Borg skrifar 21. júní 2020 15:00 Sagði ein vinkona mín við mig um daginn. Umræðan er tabú en þú ert í þeirri stöðu að geta leyft þér að skrifa um þetta málefni. Þess vegna skrifa ég þessa grein. Í dag getum við tekist á málefnalega um flest mál. Viðhorf okkar og opinber umræða geta þó breyst á skömmum tíma. Stundum hreinlega yfir nóttu. Metoo# byltingin er gott dæmi, hrottaleg aftaka George Floyd annað þá átti Gréta Thunberg stóran þátt í að koma hnattrænni hlýnun og grænmetisfæði á kortið. Þetta allt má ræða. Þá að bleika fílnum. Af hverju má ekki ræða bleika fílinn eða skaðsemi hans? Fólk gæti haldið að þú ættir við vandamál að stríða, værir í leynifélaginu, eða hreinlega orðin leiðinleg. Fólk sem drekkur ekki er boring manstu hvernig var talað um stúkufólkið eða bindindismenn? Best að mæta í boð en fara vel með að þú drekkir ekki. Þykjast drekka og vera eins og aðrir vera eins og hinir. Koma fyrst, fara síðast og dansa mest. Ein ástæðan er væntanlega sú að hann hefur verið hluti af menningu okkar í hundruði ára. Vegna þess finnst okkur hann jafn sjálfsagður ef ekki sjálfsagðari en einkabíllinn. - Jón er ekki byrjaður að keyra. Jón er ekki byrjaður að drekka. Jón er ekki orðinn fullorðinn. - Vissulega finnst okkur að okkur vegið þegar notkun einkabílsins er gagnrýnd. Við gætum ekki hugsað okkur lífið án hans. Ekki frekar en bleika fílsins. Og alls ekki bleika fílsins. Mig langar að sjá viðhorfsbreytingu. Við verðum meðvituð um að hann er það ávanabindandi að allir geta orðið háðir honum. Ekki einungis þeir sem eru í leynifélaginu. Við erum öll í sama bátnum. Að við gerum okkur grein fyrir að hann er krabbameinsvaldandi – já líka í hófi. Árið 2016 létust um 400 000 einstaklingar úr krabbameini af hans völdum. Krabbameinsáhættan eykst í hlutfalli við neyslu – til dæmis sýna rannsóknir að líkurnar á brjóstakrabbameini hjá konum aukast um ca 10% með hverjum 10 gr - eða einum drykk - á dag. Hann er ennfremur þunglyndisvaldandi (e. Depressant) og kvíðavekjandi. Hann er ekkert betri en önnur eiturlyf þó löglegur sé. Þvert á móti, rannsóknir sýna að þegar neikvæð áhrif á aðra auk beinna áhrifa á einstaklinginn eru mæld þá er hann jafnvel hættulegasta eiturlyfið vegna þess hversu almenn neysla hans er. Við þurfum að hætta að hlífa honum við gagnrýnni umræðu. Hann á ekkert inni hjá okkur. WHO talar um skaðlega notkun hans sem eitt helsta heilsufarsvandamálið í heiminum. Öll þekkjum við dæmi um vini og vandamenn sem hafa háð mjög erfiða báráttu sem fyrir hluta notenda endar illa. Í dag bíða mörg hundruð manns eftir plássi á Vogi. Og það eru einungis þeir sem eru tilbúnir að takast á við vandann. Sennilegt er að það sé einungis toppurinn á ísjakanum. Miklu máli skiptir að vera meðvituð um áhætturnar af hans völdum fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Flest viljum við jú vera fyrirmynd komandi kynslóða. Ljóst er að almenningur er ekki að fara að hætta að neyta vímugjafa. Það væri hin fullkomna útopía að halda öðru fram. Aftur á móti finnst mér óviðeigandi að við upphefjum, banaliserum og forðumst gagnrýna umræðu um einn þeirra. Þann eina sem við þurfum að afsaka af hverju við notum ekki. Bleika fílinn. Heilaga gleðidrykkinn. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og hefur tekið kúrsa í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/312318/WHO-MSD-MSB-18.2-eng.pdf?sequence=1&isAllowed=y 2. https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(10)61462-6/fulltext 3. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4299758/ 4. https://www.cancer-environnement.fr/262-Volume-100E--Tabac,-noix-darec,-alcool,-fumee-de-charbon-et-poisson-sale.ce.aspx?fbclid=IwAR006NHykLKeKoBY2t9yuQ-Jf0yoD9-j_yTxJ6edHfTMXxjJvs5eCYu4WFw 5. https://www.visir.is/g/20201978079d?fbclid=IwAR0V-f3S8bFXIzFVaQG1tj86bWwjlbSgdmTt17qK7H3lJkQ-LoUTwnFxFjE Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Sagði ein vinkona mín við mig um daginn. Umræðan er tabú en þú ert í þeirri stöðu að geta leyft þér að skrifa um þetta málefni. Þess vegna skrifa ég þessa grein. Í dag getum við tekist á málefnalega um flest mál. Viðhorf okkar og opinber umræða geta þó breyst á skömmum tíma. Stundum hreinlega yfir nóttu. Metoo# byltingin er gott dæmi, hrottaleg aftaka George Floyd annað þá átti Gréta Thunberg stóran þátt í að koma hnattrænni hlýnun og grænmetisfæði á kortið. Þetta allt má ræða. Þá að bleika fílnum. Af hverju má ekki ræða bleika fílinn eða skaðsemi hans? Fólk gæti haldið að þú ættir við vandamál að stríða, værir í leynifélaginu, eða hreinlega orðin leiðinleg. Fólk sem drekkur ekki er boring manstu hvernig var talað um stúkufólkið eða bindindismenn? Best að mæta í boð en fara vel með að þú drekkir ekki. Þykjast drekka og vera eins og aðrir vera eins og hinir. Koma fyrst, fara síðast og dansa mest. Ein ástæðan er væntanlega sú að hann hefur verið hluti af menningu okkar í hundruði ára. Vegna þess finnst okkur hann jafn sjálfsagður ef ekki sjálfsagðari en einkabíllinn. - Jón er ekki byrjaður að keyra. Jón er ekki byrjaður að drekka. Jón er ekki orðinn fullorðinn. - Vissulega finnst okkur að okkur vegið þegar notkun einkabílsins er gagnrýnd. Við gætum ekki hugsað okkur lífið án hans. Ekki frekar en bleika fílsins. Og alls ekki bleika fílsins. Mig langar að sjá viðhorfsbreytingu. Við verðum meðvituð um að hann er það ávanabindandi að allir geta orðið háðir honum. Ekki einungis þeir sem eru í leynifélaginu. Við erum öll í sama bátnum. Að við gerum okkur grein fyrir að hann er krabbameinsvaldandi – já líka í hófi. Árið 2016 létust um 400 000 einstaklingar úr krabbameini af hans völdum. Krabbameinsáhættan eykst í hlutfalli við neyslu – til dæmis sýna rannsóknir að líkurnar á brjóstakrabbameini hjá konum aukast um ca 10% með hverjum 10 gr - eða einum drykk - á dag. Hann er ennfremur þunglyndisvaldandi (e. Depressant) og kvíðavekjandi. Hann er ekkert betri en önnur eiturlyf þó löglegur sé. Þvert á móti, rannsóknir sýna að þegar neikvæð áhrif á aðra auk beinna áhrifa á einstaklinginn eru mæld þá er hann jafnvel hættulegasta eiturlyfið vegna þess hversu almenn neysla hans er. Við þurfum að hætta að hlífa honum við gagnrýnni umræðu. Hann á ekkert inni hjá okkur. WHO talar um skaðlega notkun hans sem eitt helsta heilsufarsvandamálið í heiminum. Öll þekkjum við dæmi um vini og vandamenn sem hafa háð mjög erfiða báráttu sem fyrir hluta notenda endar illa. Í dag bíða mörg hundruð manns eftir plássi á Vogi. Og það eru einungis þeir sem eru tilbúnir að takast á við vandann. Sennilegt er að það sé einungis toppurinn á ísjakanum. Miklu máli skiptir að vera meðvituð um áhætturnar af hans völdum fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Flest viljum við jú vera fyrirmynd komandi kynslóða. Ljóst er að almenningur er ekki að fara að hætta að neyta vímugjafa. Það væri hin fullkomna útopía að halda öðru fram. Aftur á móti finnst mér óviðeigandi að við upphefjum, banaliserum og forðumst gagnrýna umræðu um einn þeirra. Þann eina sem við þurfum að afsaka af hverju við notum ekki. Bleika fílinn. Heilaga gleðidrykkinn. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og hefur tekið kúrsa í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/312318/WHO-MSD-MSB-18.2-eng.pdf?sequence=1&isAllowed=y 2. https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(10)61462-6/fulltext 3. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4299758/ 4. https://www.cancer-environnement.fr/262-Volume-100E--Tabac,-noix-darec,-alcool,-fumee-de-charbon-et-poisson-sale.ce.aspx?fbclid=IwAR006NHykLKeKoBY2t9yuQ-Jf0yoD9-j_yTxJ6edHfTMXxjJvs5eCYu4WFw 5. https://www.visir.is/g/20201978079d?fbclid=IwAR0V-f3S8bFXIzFVaQG1tj86bWwjlbSgdmTt17qK7H3lJkQ-LoUTwnFxFjE
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun