Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar 22. júlí 2025 18:01 21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Af þessum ríkjum eru 24 í Evrópu, þar af 20 í Evrópusambandinu. Utan Evrópu eru Ástralía, Kanada, Japan og Nýja-Sjáland. Meðal ríkja utan ESB er Bretland. 21 af þessum ríkjum eru í NATO. Þessi yfirlýsing sætir tíðindum þar sem um er að ræða ríki sem mörg hver hafa haft mikil og vinsamleg samskipti við Ísrael og eru í nánum samskiptum við helsta stuðningsríki Ísraels, Bandaríkin. Það þarf ekki að koma á óvart en er þó athyglisvert að Þýskaland er ekki meðal þessara ríkja. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en spurningin hversu langt hún nær. Grundvallarskilaboðin eru: Stríðinu á Gaza verður að ljúka án tafar. Sagt er að hörmungar íbúa á Gaza hafi náð nýjum hæðum. Fordæmt er hvernig staðið er að veitingu mannúðaraðstoðar á Gaza og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum, sem eru að leita eftir aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur. Og allir aðilar (all parties) eru hvattir til að vernda almenna borgara og fara eftir alþjóðlegum mannúðarlögum. Í yfirlýsingunni er tillögum sem ísraelskir ráðamenn hafa orðað um flutning Palestínumanna á Gaza í svokallaða „mannúðarborg“ lýst sem fullkomlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu. Og fordæmt er að Hamas haldi enn gíslum og þess krafist að þeim sé sleppt tafarlaust og án skilyrða. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en spurningin hversu langt hún nær. Auðvitað yrði stríðinu á Gasa að ljúka sem fyrst ef þar væri stríð. En hafi einhvern tíma verið hægt að tala um stríð á Gasa, þá er því löngu lokið og einhliða þjóðarmorð hefur tekið við. Yfirlýsing þar sem þjóðarmorð er kallað stríð nær ekki langt. Allir aðilar („báðir aðilar“ er sennilega réttari þýðing) eru hvattir til að vernda almenna borgara og fara eftir alþjóðlegum mannúðarlögum. Formlega má kannski segja að þetta orðalag standist, sem sagt að Hamas sé „aðili“, en orðalagið gerir óneitanlega heldur lítið úr óheyrilegum brotum Ísraels á alþjóðalögum, þjóðarmorði. En aðalgallinn á þessari yfirlýsingu er að hún er eiginlega ekkert nema mórölsk yfirlýsing – nú höfum við sagt þetta. Og höfum þar með þvegið hendur okkar. Þessi yfirlýsing fer eflaust í taugarnar á ráðamönnum í Ísrael, en þeir hrista það ef laust af sér. Það er hægt að dæla út svona yfirlýsingum, þær færa okkur ef til vill hænufet áfram, en dauðinn á Gaza fer bara margfalt hraðar. Yfirgnæfandi hluti utanríkisviðskipta og ýmis konar samskipta Ísraels er sennilega við þau ríki sem eiga aðild að þessari yfirlýsingu. Einhver, sem á ensku hefur titilinn „The EU Commissioner for Equality, Preparedness and Crisis Management“, skrifar undir yfirlýsingun. Samkvæmt nýlegum tölum eru um 28% utanríkisviðskipta Ísraels við ESB. Svokölluð vestræn ríki brugðust skjótt við innrás Rússa í Úkraínu með ýmiskonar þvingunaraðgerðum. Hér er hvergi ýjað að slíku. Hér er hvergi minnst á að Bandaríkin verði að láta af eindregnum stuðningi sínum við Ísrael, hér er hvergi minnst á að ESB þurfi að láta meira til sín taka, enda getur ESB tekið þátt í þessum sameiginlegum handaþvotti með því að láta einn af kommissörum sínum undirrita yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en það er bara þetta hænufet. En vonandi boðar hún meira. Höfundur er rithöfundur og fyrrum bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Af þessum ríkjum eru 24 í Evrópu, þar af 20 í Evrópusambandinu. Utan Evrópu eru Ástralía, Kanada, Japan og Nýja-Sjáland. Meðal ríkja utan ESB er Bretland. 21 af þessum ríkjum eru í NATO. Þessi yfirlýsing sætir tíðindum þar sem um er að ræða ríki sem mörg hver hafa haft mikil og vinsamleg samskipti við Ísrael og eru í nánum samskiptum við helsta stuðningsríki Ísraels, Bandaríkin. Það þarf ekki að koma á óvart en er þó athyglisvert að Þýskaland er ekki meðal þessara ríkja. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en spurningin hversu langt hún nær. Grundvallarskilaboðin eru: Stríðinu á Gaza verður að ljúka án tafar. Sagt er að hörmungar íbúa á Gaza hafi náð nýjum hæðum. Fordæmt er hvernig staðið er að veitingu mannúðaraðstoðar á Gaza og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum, sem eru að leita eftir aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur. Og allir aðilar (all parties) eru hvattir til að vernda almenna borgara og fara eftir alþjóðlegum mannúðarlögum. Í yfirlýsingunni er tillögum sem ísraelskir ráðamenn hafa orðað um flutning Palestínumanna á Gaza í svokallaða „mannúðarborg“ lýst sem fullkomlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu. Og fordæmt er að Hamas haldi enn gíslum og þess krafist að þeim sé sleppt tafarlaust og án skilyrða. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en spurningin hversu langt hún nær. Auðvitað yrði stríðinu á Gasa að ljúka sem fyrst ef þar væri stríð. En hafi einhvern tíma verið hægt að tala um stríð á Gasa, þá er því löngu lokið og einhliða þjóðarmorð hefur tekið við. Yfirlýsing þar sem þjóðarmorð er kallað stríð nær ekki langt. Allir aðilar („báðir aðilar“ er sennilega réttari þýðing) eru hvattir til að vernda almenna borgara og fara eftir alþjóðlegum mannúðarlögum. Formlega má kannski segja að þetta orðalag standist, sem sagt að Hamas sé „aðili“, en orðalagið gerir óneitanlega heldur lítið úr óheyrilegum brotum Ísraels á alþjóðalögum, þjóðarmorði. En aðalgallinn á þessari yfirlýsingu er að hún er eiginlega ekkert nema mórölsk yfirlýsing – nú höfum við sagt þetta. Og höfum þar með þvegið hendur okkar. Þessi yfirlýsing fer eflaust í taugarnar á ráðamönnum í Ísrael, en þeir hrista það ef laust af sér. Það er hægt að dæla út svona yfirlýsingum, þær færa okkur ef til vill hænufet áfram, en dauðinn á Gaza fer bara margfalt hraðar. Yfirgnæfandi hluti utanríkisviðskipta og ýmis konar samskipta Ísraels er sennilega við þau ríki sem eiga aðild að þessari yfirlýsingu. Einhver, sem á ensku hefur titilinn „The EU Commissioner for Equality, Preparedness and Crisis Management“, skrifar undir yfirlýsingun. Samkvæmt nýlegum tölum eru um 28% utanríkisviðskipta Ísraels við ESB. Svokölluð vestræn ríki brugðust skjótt við innrás Rússa í Úkraínu með ýmiskonar þvingunaraðgerðum. Hér er hvergi ýjað að slíku. Hér er hvergi minnst á að Bandaríkin verði að láta af eindregnum stuðningi sínum við Ísrael, hér er hvergi minnst á að ESB þurfi að láta meira til sín taka, enda getur ESB tekið þátt í þessum sameiginlegum handaþvotti með því að láta einn af kommissörum sínum undirrita yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en það er bara þetta hænufet. En vonandi boðar hún meira. Höfundur er rithöfundur og fyrrum bókavörður.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun