Segja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs í einu og öllu í samræmi við hlutverk nefndarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 13:36 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og fyrrverandi formaður stjórnskipulags- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í yfirlýsingu að frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja hafi í einu og öllu verið í samræmi við hlutverk nefndarinnar og verklag hafi verið eðlilegt. Allar ásakanir um annað byggi á öðru en staðreyndum. Yfirlýsingin er gefin út í ljósi þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði af sér formennsku í nefndinni þann 15. júní síðastliðinn og gaf þá ástæðu að meirihluti nefndarinnar hefði staðið í veg fyrir frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs. Meirihluta nefndarinnar skipa Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson frá Sjálfstæðisflokknum, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir frá Framsóknarflokknum og Kolbeinn Óttarsson Proppé frá Vinstri grænum. Undanfari frumkvæðisathugunarinnar var sá að störf Samherja voru til umfjöllunar eftir að greint var frá meintum lögbrotum fyrirtækisins í Namibíu og annars staðar erlendis. Í kjölfarið hófst sakamálarannsókn sem enn stendur yfir. Þá vöknuðu spurningar um hæfi Kristjáns Þórs vegna stöðu hans gagnvart Samherja en hann hafði starfað fyrir Samherja fyrir um tveimur áratugum og hann og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, höfðu þekkst lengi. Þórhildur Sunna lagði þann 21. nóvember 2019 til að ráðherrann kæmi fyrir nefndina til að fjalla um hæfi hans vegna tengslanna. Meirihluti nefndarinnar ákvað að eðlilegra væri að byrja á að fjalla almennt um hæfisreglur stjórnsýslulaga og fá sérfræðinga á fund nefndarinnar vegna málsin. Fjórum dögum síðar komu sérfræðingar á fund nefndarinnar til að ræða hæfisreglur stjórnsýslulaga. Það voru þau Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslamds, Sindri Stephensen lektor við lagadeild Háskólann í Reykjavík, Jón Ólafsson prófessor við hugvísindasvið HÍ, Páll Rafnar Þorsteinsson aðjúnkt við Háskólann á Bifröst og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun við HÍ. Nefndin hélt áfram umfjöll sinni um hæfisreglurnar í desember þegar á fund hennar komu Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og Ásgerður Sævarr, lögfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar forsætisráðuneytisins. Gerðu athugasemd við að formaður hrapaði ítrekað að ályktunum Þórhildur Sunna kom ítrekað fram í fjölmiðlum þar sem hún fjallaði um málið og sagði meðal annars að ekki gengi að ráðherra þjóðarinnar héldi áfram að „bera eitthvað bull á borð þjóðarinnar […] og sömuleiðis að það sé kominn tími til þess að Kristján Þór taki pokann sinn.“ Athugasemd var gerð við það í nefndinni að formaður hennar hrapaði ítrekað að ályktunum og gæfi sér niðurstöðu í flóknum málum. Kristján Þór mætti að lokum fyrir nefndina 22. janúar síðastliðinn á opnum fundi sem sendur var út í beinni útsendingu. Fundinum var slitið eftir klukkutíma en til stóð að hann stæði hálftíma lengur. Það var gert því allir nefndarmeðlimir höfðu fengið svör við spurningum sínum. Þann 4. mars ákváðu Þórhildur Sunna, Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Ingi Jónsson að senda aðra upplýsingabeiðni til ráðuneytisins og var svörum við henni dreift á nefndina mánuði síðar. Sérfræðingar mættu á ný á fund nefndarinnar þann 4. júní og degi síðar lagði Líneik Anna, farmsögumaður frumkvæðisathugunarinnar fram bókum þar sem bent var á að í skilningi stjórnsýslulaga hefði ráðherra engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum. „Samkvæmt lögum metur ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Ég tel frekari könnun tilgangslausa og tel ekki tilefni til frekari umfjöllunar um þessa frumkvæðisathugun innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,“ segir í bókuninni. Undir hana tóku Birgir Ármannsson, varamaður Brynjars Níelssonar í nefndinni, Óli Björn, Þórunn Egilsdóttir, Kolbeinn Óttarsson og Þorsteinn Sæmundsson. Báru ekki traust til Þórhildar Sunnu sem formanns nefndarinnar Umræða skapaðist um hvort afgreiðsla athugunarinnar væri tæk og „var því ákveðið af nefndinni að óska eftir úrskurði forseta Alþingis.“ Í kjölfarið lagði Þórhildur Sunna fram bókun sem Andrés Ingi og Guðmundur Andri tóku undir. „Afstaða meiri hlutans ber merki um vanvirðingu fyrir réttindum og hlutverki minni hlutans á þingi, ýtir undir grunsemdir um samtryggingu og leyndarhyggju, lítilsvirðir sérstakt eftirlitshlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almennings á því. Minni hlutinn harmar þessa afstöðu,“ segir í bókun Þórhildar. Á sama fundi lagði Andrés Ingi til að Þórhildur Sunna yrði framsögumaður í stað Líneikar Önnu. Þann 10. júní lagði Óli Björn fram bókun þar sem hann tók undir bókun Þorsteins Sæmundssonar um að formaður nyti ekki hans trausts sem og bókun Brynjars Níelssonar en hann hafði bókað 16. september síðastliðinn að hann styddi ekki tillögu um að Þórhildur Sunna yrði formaður nefndarinnar. Þann 15. júní sendi forseti Alþingis svo erindi þar sem fram kom að afgreiðsla nefndarinnar þann 5. júní á frumkvæðisathugun hefði verið í fullu samræmi við þingsköp. Síðar sama dag sagði Þórhildur Sunna af sér sem formaður nefndarinnar. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Hyggst ekki styðja Jón Þór til formennsku Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki munu styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. 18. júní 2020 07:46 „Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26 Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í yfirlýsingu að frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja hafi í einu og öllu verið í samræmi við hlutverk nefndarinnar og verklag hafi verið eðlilegt. Allar ásakanir um annað byggi á öðru en staðreyndum. Yfirlýsingin er gefin út í ljósi þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði af sér formennsku í nefndinni þann 15. júní síðastliðinn og gaf þá ástæðu að meirihluti nefndarinnar hefði staðið í veg fyrir frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs. Meirihluta nefndarinnar skipa Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson frá Sjálfstæðisflokknum, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir frá Framsóknarflokknum og Kolbeinn Óttarsson Proppé frá Vinstri grænum. Undanfari frumkvæðisathugunarinnar var sá að störf Samherja voru til umfjöllunar eftir að greint var frá meintum lögbrotum fyrirtækisins í Namibíu og annars staðar erlendis. Í kjölfarið hófst sakamálarannsókn sem enn stendur yfir. Þá vöknuðu spurningar um hæfi Kristjáns Þórs vegna stöðu hans gagnvart Samherja en hann hafði starfað fyrir Samherja fyrir um tveimur áratugum og hann og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, höfðu þekkst lengi. Þórhildur Sunna lagði þann 21. nóvember 2019 til að ráðherrann kæmi fyrir nefndina til að fjalla um hæfi hans vegna tengslanna. Meirihluti nefndarinnar ákvað að eðlilegra væri að byrja á að fjalla almennt um hæfisreglur stjórnsýslulaga og fá sérfræðinga á fund nefndarinnar vegna málsin. Fjórum dögum síðar komu sérfræðingar á fund nefndarinnar til að ræða hæfisreglur stjórnsýslulaga. Það voru þau Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslamds, Sindri Stephensen lektor við lagadeild Háskólann í Reykjavík, Jón Ólafsson prófessor við hugvísindasvið HÍ, Páll Rafnar Þorsteinsson aðjúnkt við Háskólann á Bifröst og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun við HÍ. Nefndin hélt áfram umfjöll sinni um hæfisreglurnar í desember þegar á fund hennar komu Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og Ásgerður Sævarr, lögfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar forsætisráðuneytisins. Gerðu athugasemd við að formaður hrapaði ítrekað að ályktunum Þórhildur Sunna kom ítrekað fram í fjölmiðlum þar sem hún fjallaði um málið og sagði meðal annars að ekki gengi að ráðherra þjóðarinnar héldi áfram að „bera eitthvað bull á borð þjóðarinnar […] og sömuleiðis að það sé kominn tími til þess að Kristján Þór taki pokann sinn.“ Athugasemd var gerð við það í nefndinni að formaður hennar hrapaði ítrekað að ályktunum og gæfi sér niðurstöðu í flóknum málum. Kristján Þór mætti að lokum fyrir nefndina 22. janúar síðastliðinn á opnum fundi sem sendur var út í beinni útsendingu. Fundinum var slitið eftir klukkutíma en til stóð að hann stæði hálftíma lengur. Það var gert því allir nefndarmeðlimir höfðu fengið svör við spurningum sínum. Þann 4. mars ákváðu Þórhildur Sunna, Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Ingi Jónsson að senda aðra upplýsingabeiðni til ráðuneytisins og var svörum við henni dreift á nefndina mánuði síðar. Sérfræðingar mættu á ný á fund nefndarinnar þann 4. júní og degi síðar lagði Líneik Anna, farmsögumaður frumkvæðisathugunarinnar fram bókum þar sem bent var á að í skilningi stjórnsýslulaga hefði ráðherra engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum. „Samkvæmt lögum metur ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Ég tel frekari könnun tilgangslausa og tel ekki tilefni til frekari umfjöllunar um þessa frumkvæðisathugun innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,“ segir í bókuninni. Undir hana tóku Birgir Ármannsson, varamaður Brynjars Níelssonar í nefndinni, Óli Björn, Þórunn Egilsdóttir, Kolbeinn Óttarsson og Þorsteinn Sæmundsson. Báru ekki traust til Þórhildar Sunnu sem formanns nefndarinnar Umræða skapaðist um hvort afgreiðsla athugunarinnar væri tæk og „var því ákveðið af nefndinni að óska eftir úrskurði forseta Alþingis.“ Í kjölfarið lagði Þórhildur Sunna fram bókun sem Andrés Ingi og Guðmundur Andri tóku undir. „Afstaða meiri hlutans ber merki um vanvirðingu fyrir réttindum og hlutverki minni hlutans á þingi, ýtir undir grunsemdir um samtryggingu og leyndarhyggju, lítilsvirðir sérstakt eftirlitshlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almennings á því. Minni hlutinn harmar þessa afstöðu,“ segir í bókun Þórhildar. Á sama fundi lagði Andrés Ingi til að Þórhildur Sunna yrði framsögumaður í stað Líneikar Önnu. Þann 10. júní lagði Óli Björn fram bókun þar sem hann tók undir bókun Þorsteins Sæmundssonar um að formaður nyti ekki hans trausts sem og bókun Brynjars Níelssonar en hann hafði bókað 16. september síðastliðinn að hann styddi ekki tillögu um að Þórhildur Sunna yrði formaður nefndarinnar. Þann 15. júní sendi forseti Alþingis svo erindi þar sem fram kom að afgreiðsla nefndarinnar þann 5. júní á frumkvæðisathugun hefði verið í fullu samræmi við þingsköp. Síðar sama dag sagði Þórhildur Sunna af sér sem formaður nefndarinnar.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Hyggst ekki styðja Jón Þór til formennsku Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki munu styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. 18. júní 2020 07:46 „Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26 Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hyggst ekki styðja Jón Þór til formennsku Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki munu styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. 18. júní 2020 07:46
„Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26
Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19