Bergþór Pálsson verður skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar Sylvía Hall skrifar 24. júní 2020 13:16 Bergþór Pálsson er ekki á leið til Bessastaða í þetta skiptið, Hann heldur nú vestur á Ísafjörð þar sem hann mun taka við skólastjórastöðu Tónlistarskóla Ísafjarðar. Facebook Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar og mun hefja störf 1. ágúst næstkomandi. Hann segir mikilvægt að taka að sér nýjar áskoranir og kveðst spenntur fyrir verkefninu. Það er því stutt í flutninga á næstunni en Bergþór og Albert Eiríksson, eiginmaður hans, festu nýlega kaup á húsi í Grafarvogi og voru því í flutningum nú þegar. Hann segir svolítið sérstakt að undirbúa flutninga í miðjum flutningum en það sé þó spennandi að taka við þessu starfi – í rauninni gamall draumur að rætast. „Það er svo mikilvægt í lífinu að staðna ekki. Maður verður að taka að sér ögrandi verkefni. Þegar ég var í námi í Bandaríkjunum tók ég aukagrein í stjórnun listastofnanna, þannig það hefur alltaf blundað í mér. Ég hef bara alltaf haft svo mikið að gera á öðrum sviðum en það er kannski kominn tími til þess að nýta sér það,“ segir Bergþór í samtali við Vísi. Hann voni að hann verði réttur maður á réttum stað, enda sé Ísafjörður dásamlegur staður. „Ég hef alltaf dáðst að orkunni í fjöllunum og mannlífinu á Ísafirði, þessari menningarhefð sem er svo sterk og þessum rótum sem þessi skóli stendur á.“ Hann segir Tónlistarskólann á Ísafirði vera einn besta tónlistarskóla á landinu. Þar sé gott fólk fyrir og hann gangi því fullur tilhlökkunar inn í spennandi samstarf. „Það gerist ekkert nema með samvinnu og það er frábært fólk að vinna við tónlistarskólann á Ísafirði. Ég hef kynnst því þegar ég hef komið þangað að prófdæma og þetta er einn af topp tónlistarskólum landsins.“ Tónlist Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar og mun hefja störf 1. ágúst næstkomandi. Hann segir mikilvægt að taka að sér nýjar áskoranir og kveðst spenntur fyrir verkefninu. Það er því stutt í flutninga á næstunni en Bergþór og Albert Eiríksson, eiginmaður hans, festu nýlega kaup á húsi í Grafarvogi og voru því í flutningum nú þegar. Hann segir svolítið sérstakt að undirbúa flutninga í miðjum flutningum en það sé þó spennandi að taka við þessu starfi – í rauninni gamall draumur að rætast. „Það er svo mikilvægt í lífinu að staðna ekki. Maður verður að taka að sér ögrandi verkefni. Þegar ég var í námi í Bandaríkjunum tók ég aukagrein í stjórnun listastofnanna, þannig það hefur alltaf blundað í mér. Ég hef bara alltaf haft svo mikið að gera á öðrum sviðum en það er kannski kominn tími til þess að nýta sér það,“ segir Bergþór í samtali við Vísi. Hann voni að hann verði réttur maður á réttum stað, enda sé Ísafjörður dásamlegur staður. „Ég hef alltaf dáðst að orkunni í fjöllunum og mannlífinu á Ísafirði, þessari menningarhefð sem er svo sterk og þessum rótum sem þessi skóli stendur á.“ Hann segir Tónlistarskólann á Ísafirði vera einn besta tónlistarskóla á landinu. Þar sé gott fólk fyrir og hann gangi því fullur tilhlökkunar inn í spennandi samstarf. „Það gerist ekkert nema með samvinnu og það er frábært fólk að vinna við tónlistarskólann á Ísafirði. Ég hef kynnst því þegar ég hef komið þangað að prófdæma og þetta er einn af topp tónlistarskólum landsins.“
Tónlist Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira