Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 20:00 KA vann öruggan sigur í kvöld og er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vísir/Bára Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. KA tók á móti Leikni frá Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri. Heimamenn leika í Pepsi Max deildinni en gestirnir eru deild neðar og spila í Lengjudeildinni. Var búist við jöfnum leik enda KA ekki spáð góðu gengi í sumar á meðan Leiknir gæti daðrað við að komast upp í deild þeira bestu. Annað var þó upp á teningnum í kvöld. Nökkvi Þeyr Þórisson kom KA mönnum yfir strax á 5. mínútu og svo lauk leiknum í raun formlega eftir hálftíma. Áður en kom af því þurfti Hallgrímur Jónasson að fara af velli vegna meiðsla í liði KA og eru það slæmar fréttir fyrir heimamenn ef hann er frá til lengri tíma en liðið er nú þegar án varnarmannsins Hauks Heiðar Haukssonar. Þegar hálftími var liðinn af leiknum rann Sólon Breki Leifsson er hann pressaði Kristijan Jajalo, markvörð KA, og endaði með því að fljúga inn í markvörðinn. Fyrir það fékk Sólon Breki sitt annað gula spjald í leiknum. Brynjar Hlöðversson, fyrirliði Leiknis, var ekki sáttur með gang mála og lét Valdimar Pálsson, dómara leiksins, heyra nokkur vel valin orð. Fyrir það fékk Brynjar einnig sitt annað gula spjald og þar með rautt. Klippa: Tvö rauð spjöld á sömu mínútunni Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi með löngu innköstin, Mikkel Qvist, tvöfaldaði forystu KA fyrir hálfleik og staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir áttu aldrei möguleika í þeim síðari og skoruðu heimamenn fjögur mörk. Þau gerðu þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson, Gunnar Örvar Stefánsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson. Þá skoraði Nökkvi Þeyr sitt annað mark í leiknum. Lokatölur 6-0 og KA komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Á Grenivík voru HK-ingar í heimsókn en gestirnir unnu stórsigur á Íslandsmeisturum KR á dögunum í Pepsi Max deildinni. Heimamenn eru líkt og Leiknir í Lengjudeildinni. Eitthvað hefur ferðalagið setið í gestunum en heimamenn komust yfir á 17. mínútu þökk sé marki Gauta Gautasonar og þannig var staðan allt fram á 68. mínútu leiksins. Þá jafnaði Birnir Snær Ingason metin og Atli Arnarson tryggði gestunum svo farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Lokatölur 2-1 HK í vil. Fótbolti Mjólkurbikarinn HK KA Tengdar fréttir KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. KA tók á móti Leikni frá Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri. Heimamenn leika í Pepsi Max deildinni en gestirnir eru deild neðar og spila í Lengjudeildinni. Var búist við jöfnum leik enda KA ekki spáð góðu gengi í sumar á meðan Leiknir gæti daðrað við að komast upp í deild þeira bestu. Annað var þó upp á teningnum í kvöld. Nökkvi Þeyr Þórisson kom KA mönnum yfir strax á 5. mínútu og svo lauk leiknum í raun formlega eftir hálftíma. Áður en kom af því þurfti Hallgrímur Jónasson að fara af velli vegna meiðsla í liði KA og eru það slæmar fréttir fyrir heimamenn ef hann er frá til lengri tíma en liðið er nú þegar án varnarmannsins Hauks Heiðar Haukssonar. Þegar hálftími var liðinn af leiknum rann Sólon Breki Leifsson er hann pressaði Kristijan Jajalo, markvörð KA, og endaði með því að fljúga inn í markvörðinn. Fyrir það fékk Sólon Breki sitt annað gula spjald í leiknum. Brynjar Hlöðversson, fyrirliði Leiknis, var ekki sáttur með gang mála og lét Valdimar Pálsson, dómara leiksins, heyra nokkur vel valin orð. Fyrir það fékk Brynjar einnig sitt annað gula spjald og þar með rautt. Klippa: Tvö rauð spjöld á sömu mínútunni Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi með löngu innköstin, Mikkel Qvist, tvöfaldaði forystu KA fyrir hálfleik og staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir áttu aldrei möguleika í þeim síðari og skoruðu heimamenn fjögur mörk. Þau gerðu þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson, Gunnar Örvar Stefánsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson. Þá skoraði Nökkvi Þeyr sitt annað mark í leiknum. Lokatölur 6-0 og KA komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Á Grenivík voru HK-ingar í heimsókn en gestirnir unnu stórsigur á Íslandsmeisturum KR á dögunum í Pepsi Max deildinni. Heimamenn eru líkt og Leiknir í Lengjudeildinni. Eitthvað hefur ferðalagið setið í gestunum en heimamenn komust yfir á 17. mínútu þökk sé marki Gauta Gautasonar og þannig var staðan allt fram á 68. mínútu leiksins. Þá jafnaði Birnir Snær Ingason metin og Atli Arnarson tryggði gestunum svo farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Lokatölur 2-1 HK í vil.
Fótbolti Mjólkurbikarinn HK KA Tengdar fréttir KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18
Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00
Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00
Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00