Auðlindir og pólitík Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 26. júní 2020 11:30 Ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að koma í gegnum þingið, á mettíma, frumvarpi sem varðar grundvallarhagsmuni um ráðstöfun jarða, auðlindapólitík. Máli sem á skilið mun meiri umræðu en ríkistjórnin kýs. En kannski ætti það líka alltaf að vekja spurningar þegar Framsóknarflokkur, Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur koma sér saman um leið til að ráðstafa auðlindum landsins. Eitt af markmiðum frumvarpsins er að draga úr samþjöppun eignarhalds á landi, sem er gott markmið. Það skiptir máli að landnýting sé í samræmi við almannahagsmuni. Leiðin sem er valin er aftur á móti varhugaverð – að heimild ráðherra þurfi fyrir tilteknum ráðstöfunum jarða. Jarðakaup sem eru háð rannsókn og mati ráðherra opna fyrir pólitíska íhlutun. Opið orðalag um völd ráðherra varðandi kaup og sölu á jörðum opnar á að pólitík verði samofin jarðakaupum. Undirliggjandi markmið virðist vera að taka á kaupum útlendinga. Sjálfur hraðinn á málinu er líka athyglisverður. Það er mikilvægt að stór mál á borð við þetta séu unnin af vandvirkni, ef markmiðið er að sátt skapist um þau. Það er ekki sérstaklega hávært ákall um þessar lagabreytingar í samfélaginu og umsagnir um frumvarpið eru margar mjög neikvæðar. Þar segir meðal annars að breytingarnar geti dregið úr fjárfestingu og verðmætasköpun fyrir bændur, ferðaþjónustuna og aðra sem hluti eiga í jörðum. Ættu slíkar umsagnir ekki að vekja stjórnvöld til umhugsunar? Útfærslan mun hafa mikið um það að segja hvort niðurstaðan verður sú að standa vörð um almannahagsmuni. Þess vegna þarf að ræða leiðina. Það er sömuleiðis ástæða til að líta víðtækar takmarkanir á eignarétti gagnrýnum augum. Það á sérstaklega við þegar vilji stjórnvalda virðist standa til að drífa mál í gegn um þingið, án alvöru umræðu og í miklum hraði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að koma í gegnum þingið, á mettíma, frumvarpi sem varðar grundvallarhagsmuni um ráðstöfun jarða, auðlindapólitík. Máli sem á skilið mun meiri umræðu en ríkistjórnin kýs. En kannski ætti það líka alltaf að vekja spurningar þegar Framsóknarflokkur, Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur koma sér saman um leið til að ráðstafa auðlindum landsins. Eitt af markmiðum frumvarpsins er að draga úr samþjöppun eignarhalds á landi, sem er gott markmið. Það skiptir máli að landnýting sé í samræmi við almannahagsmuni. Leiðin sem er valin er aftur á móti varhugaverð – að heimild ráðherra þurfi fyrir tilteknum ráðstöfunum jarða. Jarðakaup sem eru háð rannsókn og mati ráðherra opna fyrir pólitíska íhlutun. Opið orðalag um völd ráðherra varðandi kaup og sölu á jörðum opnar á að pólitík verði samofin jarðakaupum. Undirliggjandi markmið virðist vera að taka á kaupum útlendinga. Sjálfur hraðinn á málinu er líka athyglisverður. Það er mikilvægt að stór mál á borð við þetta séu unnin af vandvirkni, ef markmiðið er að sátt skapist um þau. Það er ekki sérstaklega hávært ákall um þessar lagabreytingar í samfélaginu og umsagnir um frumvarpið eru margar mjög neikvæðar. Þar segir meðal annars að breytingarnar geti dregið úr fjárfestingu og verðmætasköpun fyrir bændur, ferðaþjónustuna og aðra sem hluti eiga í jörðum. Ættu slíkar umsagnir ekki að vekja stjórnvöld til umhugsunar? Útfærslan mun hafa mikið um það að segja hvort niðurstaðan verður sú að standa vörð um almannahagsmuni. Þess vegna þarf að ræða leiðina. Það er sömuleiðis ástæða til að líta víðtækar takmarkanir á eignarétti gagnrýnum augum. Það á sérstaklega við þegar vilji stjórnvalda virðist standa til að drífa mál í gegn um þingið, án alvöru umræðu og í miklum hraði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar