Auðlindir og pólitík Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 26. júní 2020 11:30 Ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að koma í gegnum þingið, á mettíma, frumvarpi sem varðar grundvallarhagsmuni um ráðstöfun jarða, auðlindapólitík. Máli sem á skilið mun meiri umræðu en ríkistjórnin kýs. En kannski ætti það líka alltaf að vekja spurningar þegar Framsóknarflokkur, Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur koma sér saman um leið til að ráðstafa auðlindum landsins. Eitt af markmiðum frumvarpsins er að draga úr samþjöppun eignarhalds á landi, sem er gott markmið. Það skiptir máli að landnýting sé í samræmi við almannahagsmuni. Leiðin sem er valin er aftur á móti varhugaverð – að heimild ráðherra þurfi fyrir tilteknum ráðstöfunum jarða. Jarðakaup sem eru háð rannsókn og mati ráðherra opna fyrir pólitíska íhlutun. Opið orðalag um völd ráðherra varðandi kaup og sölu á jörðum opnar á að pólitík verði samofin jarðakaupum. Undirliggjandi markmið virðist vera að taka á kaupum útlendinga. Sjálfur hraðinn á málinu er líka athyglisverður. Það er mikilvægt að stór mál á borð við þetta séu unnin af vandvirkni, ef markmiðið er að sátt skapist um þau. Það er ekki sérstaklega hávært ákall um þessar lagabreytingar í samfélaginu og umsagnir um frumvarpið eru margar mjög neikvæðar. Þar segir meðal annars að breytingarnar geti dregið úr fjárfestingu og verðmætasköpun fyrir bændur, ferðaþjónustuna og aðra sem hluti eiga í jörðum. Ættu slíkar umsagnir ekki að vekja stjórnvöld til umhugsunar? Útfærslan mun hafa mikið um það að segja hvort niðurstaðan verður sú að standa vörð um almannahagsmuni. Þess vegna þarf að ræða leiðina. Það er sömuleiðis ástæða til að líta víðtækar takmarkanir á eignarétti gagnrýnum augum. Það á sérstaklega við þegar vilji stjórnvalda virðist standa til að drífa mál í gegn um þingið, án alvöru umræðu og í miklum hraði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að koma í gegnum þingið, á mettíma, frumvarpi sem varðar grundvallarhagsmuni um ráðstöfun jarða, auðlindapólitík. Máli sem á skilið mun meiri umræðu en ríkistjórnin kýs. En kannski ætti það líka alltaf að vekja spurningar þegar Framsóknarflokkur, Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur koma sér saman um leið til að ráðstafa auðlindum landsins. Eitt af markmiðum frumvarpsins er að draga úr samþjöppun eignarhalds á landi, sem er gott markmið. Það skiptir máli að landnýting sé í samræmi við almannahagsmuni. Leiðin sem er valin er aftur á móti varhugaverð – að heimild ráðherra þurfi fyrir tilteknum ráðstöfunum jarða. Jarðakaup sem eru háð rannsókn og mati ráðherra opna fyrir pólitíska íhlutun. Opið orðalag um völd ráðherra varðandi kaup og sölu á jörðum opnar á að pólitík verði samofin jarðakaupum. Undirliggjandi markmið virðist vera að taka á kaupum útlendinga. Sjálfur hraðinn á málinu er líka athyglisverður. Það er mikilvægt að stór mál á borð við þetta séu unnin af vandvirkni, ef markmiðið er að sátt skapist um þau. Það er ekki sérstaklega hávært ákall um þessar lagabreytingar í samfélaginu og umsagnir um frumvarpið eru margar mjög neikvæðar. Þar segir meðal annars að breytingarnar geti dregið úr fjárfestingu og verðmætasköpun fyrir bændur, ferðaþjónustuna og aðra sem hluti eiga í jörðum. Ættu slíkar umsagnir ekki að vekja stjórnvöld til umhugsunar? Útfærslan mun hafa mikið um það að segja hvort niðurstaðan verður sú að standa vörð um almannahagsmuni. Þess vegna þarf að ræða leiðina. Það er sömuleiðis ástæða til að líta víðtækar takmarkanir á eignarétti gagnrýnum augum. Það á sérstaklega við þegar vilji stjórnvalda virðist standa til að drífa mál í gegn um þingið, án alvöru umræðu og í miklum hraði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun