Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti rétt í þessu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra. Tillagan var samþykkt með 64,36 prósent atkvæða, 2726 voru á kjörskrá og greidu 78,43 prósent þeirra atkvæði.
Fjármála- og efnahagsráðherra samþykkti tillöguna einnig. Nýr kjarasamningur hefur því komist á og mun hann gilda til 31. Mars 2023. Niðurstaða Gerðardóms um afmarkaðan hluta launaliðar kjarasamningsins mun liggja fyrir 1. september næstkomandi.