Baldur í togi og væntanlegur í höfn með kvöldinu Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2020 16:21 Breiðafjarðarferjan Baldur fer á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Facebook/Sæferðir „Staðan er góð, hann er kominn í tog. Hringur SH153 er að draga hann og eru að vinna upp hraða. Þetta er að ganga vel miðað við allt,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum spurður um stöðuna á Breiðafjarðarferjunni Baldri sem bilaði við Flatey í gærkvöldi. Tekist hefur að koma farþegum og áhöfn aftur í land en 31 ökutæki sátu enn sem fastast í ferjunni. Nú er unnið að því að koma Baldri aftur til hafnar í Stykkishólmi þar sem hann verður af fermdur. „Við vorum að vonast eftir því að hann yrði kominn í höfn á milli 18 og 19 en það er ekki kominn endanleg tala þar. Það er enn þá verið að vinna upp hraða og sjá til hvað við getum verið að sigla hratt með hann í togi,“ sagði Gunnlaugur og kvaðst vera ágætlega ánægður með stöðuna innan við sólarhring eftir að Baldur bilaði. Samkvæmt tölum frá vefsíðunni MarineTraffic er Baldur nú dreginn á 4,3 hnúta hraða. Ákveðið var að láta ekki reyna á vélarafl Baldurs þar sem að bátur fannst til að draga hann til hafnar. „Vélarnar hafa ekkert verið ræstar til þess að við séum ekki að skemma eitthvað annað“ sagði Gunnlaugur. Það var önnur túrbína Baldurs sem fór og orsakaði bilunina í gær. Gunnlaugur segir að búið sé að útvega nýja túrbínu frá Danmörku og er von á henni til landsins annað kvöld. Þá sé hægt að hefja viðgerðarvinnu á ferjunni. Særún hefur hafið siglingar á milli hafna og mun hún þjónusta Flatey og yfir á Brjánslæk en bílar verða þó ekki teknir með í ferðirnar. „Þetta er svekkjandi fyrir fólk. Fólk með krakka og útlendingarnir að koma að skoða hina stórkostlegu Vestfirði og lenda svo í þessu. Fólk sýnir þessu skilning og við erum rosalega þakklát fyrir það,“ sagði Gunnlaugur Grettisson í samtali við Vísi. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var að finna þá villu að haldið var fram að farþegar fengju ekki að fara á milli hafna með Særúnu. Rétt er að ekki er hægt að taka ökutæki með um borð í ferjuna. Stykkishólmur Samgöngur Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
„Staðan er góð, hann er kominn í tog. Hringur SH153 er að draga hann og eru að vinna upp hraða. Þetta er að ganga vel miðað við allt,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum spurður um stöðuna á Breiðafjarðarferjunni Baldri sem bilaði við Flatey í gærkvöldi. Tekist hefur að koma farþegum og áhöfn aftur í land en 31 ökutæki sátu enn sem fastast í ferjunni. Nú er unnið að því að koma Baldri aftur til hafnar í Stykkishólmi þar sem hann verður af fermdur. „Við vorum að vonast eftir því að hann yrði kominn í höfn á milli 18 og 19 en það er ekki kominn endanleg tala þar. Það er enn þá verið að vinna upp hraða og sjá til hvað við getum verið að sigla hratt með hann í togi,“ sagði Gunnlaugur og kvaðst vera ágætlega ánægður með stöðuna innan við sólarhring eftir að Baldur bilaði. Samkvæmt tölum frá vefsíðunni MarineTraffic er Baldur nú dreginn á 4,3 hnúta hraða. Ákveðið var að láta ekki reyna á vélarafl Baldurs þar sem að bátur fannst til að draga hann til hafnar. „Vélarnar hafa ekkert verið ræstar til þess að við séum ekki að skemma eitthvað annað“ sagði Gunnlaugur. Það var önnur túrbína Baldurs sem fór og orsakaði bilunina í gær. Gunnlaugur segir að búið sé að útvega nýja túrbínu frá Danmörku og er von á henni til landsins annað kvöld. Þá sé hægt að hefja viðgerðarvinnu á ferjunni. Særún hefur hafið siglingar á milli hafna og mun hún þjónusta Flatey og yfir á Brjánslæk en bílar verða þó ekki teknir með í ferðirnar. „Þetta er svekkjandi fyrir fólk. Fólk með krakka og útlendingarnir að koma að skoða hina stórkostlegu Vestfirði og lenda svo í þessu. Fólk sýnir þessu skilning og við erum rosalega þakklát fyrir það,“ sagði Gunnlaugur Grettisson í samtali við Vísi. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var að finna þá villu að haldið var fram að farþegar fengju ekki að fara á milli hafna með Særúnu. Rétt er að ekki er hægt að taka ökutæki með um borð í ferjuna.
Stykkishólmur Samgöngur Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira