Baldur í togi og væntanlegur í höfn með kvöldinu Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2020 16:21 Breiðafjarðarferjan Baldur fer á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Facebook/Sæferðir „Staðan er góð, hann er kominn í tog. Hringur SH153 er að draga hann og eru að vinna upp hraða. Þetta er að ganga vel miðað við allt,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum spurður um stöðuna á Breiðafjarðarferjunni Baldri sem bilaði við Flatey í gærkvöldi. Tekist hefur að koma farþegum og áhöfn aftur í land en 31 ökutæki sátu enn sem fastast í ferjunni. Nú er unnið að því að koma Baldri aftur til hafnar í Stykkishólmi þar sem hann verður af fermdur. „Við vorum að vonast eftir því að hann yrði kominn í höfn á milli 18 og 19 en það er ekki kominn endanleg tala þar. Það er enn þá verið að vinna upp hraða og sjá til hvað við getum verið að sigla hratt með hann í togi,“ sagði Gunnlaugur og kvaðst vera ágætlega ánægður með stöðuna innan við sólarhring eftir að Baldur bilaði. Samkvæmt tölum frá vefsíðunni MarineTraffic er Baldur nú dreginn á 4,3 hnúta hraða. Ákveðið var að láta ekki reyna á vélarafl Baldurs þar sem að bátur fannst til að draga hann til hafnar. „Vélarnar hafa ekkert verið ræstar til þess að við séum ekki að skemma eitthvað annað“ sagði Gunnlaugur. Það var önnur túrbína Baldurs sem fór og orsakaði bilunina í gær. Gunnlaugur segir að búið sé að útvega nýja túrbínu frá Danmörku og er von á henni til landsins annað kvöld. Þá sé hægt að hefja viðgerðarvinnu á ferjunni. Særún hefur hafið siglingar á milli hafna og mun hún þjónusta Flatey og yfir á Brjánslæk en bílar verða þó ekki teknir með í ferðirnar. „Þetta er svekkjandi fyrir fólk. Fólk með krakka og útlendingarnir að koma að skoða hina stórkostlegu Vestfirði og lenda svo í þessu. Fólk sýnir þessu skilning og við erum rosalega þakklát fyrir það,“ sagði Gunnlaugur Grettisson í samtali við Vísi. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var að finna þá villu að haldið var fram að farþegar fengju ekki að fara á milli hafna með Særúnu. Rétt er að ekki er hægt að taka ökutæki með um borð í ferjuna. Stykkishólmur Samgöngur Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Staðan er góð, hann er kominn í tog. Hringur SH153 er að draga hann og eru að vinna upp hraða. Þetta er að ganga vel miðað við allt,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum spurður um stöðuna á Breiðafjarðarferjunni Baldri sem bilaði við Flatey í gærkvöldi. Tekist hefur að koma farþegum og áhöfn aftur í land en 31 ökutæki sátu enn sem fastast í ferjunni. Nú er unnið að því að koma Baldri aftur til hafnar í Stykkishólmi þar sem hann verður af fermdur. „Við vorum að vonast eftir því að hann yrði kominn í höfn á milli 18 og 19 en það er ekki kominn endanleg tala þar. Það er enn þá verið að vinna upp hraða og sjá til hvað við getum verið að sigla hratt með hann í togi,“ sagði Gunnlaugur og kvaðst vera ágætlega ánægður með stöðuna innan við sólarhring eftir að Baldur bilaði. Samkvæmt tölum frá vefsíðunni MarineTraffic er Baldur nú dreginn á 4,3 hnúta hraða. Ákveðið var að láta ekki reyna á vélarafl Baldurs þar sem að bátur fannst til að draga hann til hafnar. „Vélarnar hafa ekkert verið ræstar til þess að við séum ekki að skemma eitthvað annað“ sagði Gunnlaugur. Það var önnur túrbína Baldurs sem fór og orsakaði bilunina í gær. Gunnlaugur segir að búið sé að útvega nýja túrbínu frá Danmörku og er von á henni til landsins annað kvöld. Þá sé hægt að hefja viðgerðarvinnu á ferjunni. Særún hefur hafið siglingar á milli hafna og mun hún þjónusta Flatey og yfir á Brjánslæk en bílar verða þó ekki teknir með í ferðirnar. „Þetta er svekkjandi fyrir fólk. Fólk með krakka og útlendingarnir að koma að skoða hina stórkostlegu Vestfirði og lenda svo í þessu. Fólk sýnir þessu skilning og við erum rosalega þakklát fyrir það,“ sagði Gunnlaugur Grettisson í samtali við Vísi. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var að finna þá villu að haldið var fram að farþegar fengju ekki að fara á milli hafna með Særúnu. Rétt er að ekki er hægt að taka ökutæki með um borð í ferjuna.
Stykkishólmur Samgöngur Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira