1.094 króna umbunin í raun niðurlægjandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 19:20 Gréta María ásamt dóttur sinni. Til hægri má sjá Grétu Maríu í covid-gallanum á Landspítalanum nú þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samsett/Aðsend Gréta María Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu Landspítala segir umbunina sem hún fékk í sinn hlut fyrir störf sín í kórónuveirufaraldrinum í raun hafa verið niðurlægjandi. Útborguð upphæð hljóðaði að endingu upp á 1.094 krónur fyrir mánaðarvinnu þegar faraldurinn stóð sem hæst. Landspítali fékk milljarð króna frá ríkissjóði til að umbuna starfsfólki með beinum hætti fyrir störf á spítalanum í faraldri kórónuveirunnar nú á vormánuðum. Páll Matthíasson forstjóri spítalans greindi frá því í pistli sínum fyrr í mánuðinum að starfsfólki hefði verið skipt í tvo hópa, annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við covid-smitaða (A-hópur), ) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur). „Upphæð umbunarinnar fer svo eftir viðveru starfsmanns í mars og apríl s.l. og getur numið allt að 250 þúsund fyrir þá sem skipa A-hóp og 105 þúsund fyrir aðra,“ segir í pistli Páls. Gréta María, sem ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag, kom sérstaklega til starfa aftur sem bakvörður en hún er nú í fæðingarorlofi. Hún mætti á fimm til sex vaktir í viku á spítalanum yfir um mánaðarlangt tímabil og var þannig frá fimm mánaða gömlu barni sínu. Umbunin umrædda kom svo upp úr launaumslaginu nú um mánaðamótin. Heildarupphæð var 6.775 krónur. 5.681 króna var dregin frá og eftir stóðu þá 1.094 krónur. „Ég svo sem bjóst aldrei við neinu í byrjun, enda var ég ekki að gera þetta út af einhverjum bónus. Þegar var tilkynnt að ríkið ætlaði að veita þessum milljarði í þakklætisvott urðu allir þakklátir fyrir það enda rausnarleg gjöf. En svo sér Landspítalinn um að deila því til starfsfólks, þannig að þetta er sennilega það sem þeim fannst vera nóg fyrir okkur í bakvarðarsveitinni eða þá sem eru skráðir í tímavinnu,“ sagði Gréta María. Þá kvaðst hún vita til þess að fleiri hafi fengið sambærilega upphæð, um 6500 krónur fyrir skatt og önnur gjöld. Þá viti hún af hjúkrunarfræðingi sem vann 170 tíma yfir mánuð og fékk 26 þúsund krónur í umbun fyrir skatt. Mikil óánægja meðal fastráðinna Gréta er fastráðin sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku en hefur lengst af unnið á gjörgæslu. Slík vinna krefst mikillar þjálfunar. „Þannig að það hoppar ekki hver sem er inn. Og fasta starfsfólkið þurfti að taka á sig gríðarlega mikla vinnu til að halda þessu gangandi, auk bakvarðarsveitarinnar,“ sagði Gréta. „Þetta er bara svolítið niðurlægjandi ef ég á að segja alveg eins og er. […] Maður var bara hálforðlaus. Fyrst fannst manni þetta fyndið en svo hugsaði maður með sér að þetta væri örugglega einhver villa. En svo þegar maður heyrði frá öðrum þá er þetta sennilega ekki nein villa. En svo er eitthvað hærri upphæð sem fasta starfsfólkið fær sem er í fastri prósentu, enda unnu þau náttúrulega langmest. En mér skilst að það sé mikil óánægja líka hjá þeim því það var talað um að það væri hámark 250 þúsund sem hver gæti fengið sem er á þessum svokölluðu covid-deildum en það var víst enginn nálægt þeirri upphæð, sama hvort þeir ynnu 90 prósent vinnu með 100 yfirvinnutímum yfir þennan tíma. Sumir voru með 50 prósent af þessari upphæð, aðrir 80 prósent.“ Viðtalið við Grétu má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Gréta María Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu Landspítala segir umbunina sem hún fékk í sinn hlut fyrir störf sín í kórónuveirufaraldrinum í raun hafa verið niðurlægjandi. Útborguð upphæð hljóðaði að endingu upp á 1.094 krónur fyrir mánaðarvinnu þegar faraldurinn stóð sem hæst. Landspítali fékk milljarð króna frá ríkissjóði til að umbuna starfsfólki með beinum hætti fyrir störf á spítalanum í faraldri kórónuveirunnar nú á vormánuðum. Páll Matthíasson forstjóri spítalans greindi frá því í pistli sínum fyrr í mánuðinum að starfsfólki hefði verið skipt í tvo hópa, annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við covid-smitaða (A-hópur), ) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur). „Upphæð umbunarinnar fer svo eftir viðveru starfsmanns í mars og apríl s.l. og getur numið allt að 250 þúsund fyrir þá sem skipa A-hóp og 105 þúsund fyrir aðra,“ segir í pistli Páls. Gréta María, sem ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag, kom sérstaklega til starfa aftur sem bakvörður en hún er nú í fæðingarorlofi. Hún mætti á fimm til sex vaktir í viku á spítalanum yfir um mánaðarlangt tímabil og var þannig frá fimm mánaða gömlu barni sínu. Umbunin umrædda kom svo upp úr launaumslaginu nú um mánaðamótin. Heildarupphæð var 6.775 krónur. 5.681 króna var dregin frá og eftir stóðu þá 1.094 krónur. „Ég svo sem bjóst aldrei við neinu í byrjun, enda var ég ekki að gera þetta út af einhverjum bónus. Þegar var tilkynnt að ríkið ætlaði að veita þessum milljarði í þakklætisvott urðu allir þakklátir fyrir það enda rausnarleg gjöf. En svo sér Landspítalinn um að deila því til starfsfólks, þannig að þetta er sennilega það sem þeim fannst vera nóg fyrir okkur í bakvarðarsveitinni eða þá sem eru skráðir í tímavinnu,“ sagði Gréta María. Þá kvaðst hún vita til þess að fleiri hafi fengið sambærilega upphæð, um 6500 krónur fyrir skatt og önnur gjöld. Þá viti hún af hjúkrunarfræðingi sem vann 170 tíma yfir mánuð og fékk 26 þúsund krónur í umbun fyrir skatt. Mikil óánægja meðal fastráðinna Gréta er fastráðin sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku en hefur lengst af unnið á gjörgæslu. Slík vinna krefst mikillar þjálfunar. „Þannig að það hoppar ekki hver sem er inn. Og fasta starfsfólkið þurfti að taka á sig gríðarlega mikla vinnu til að halda þessu gangandi, auk bakvarðarsveitarinnar,“ sagði Gréta. „Þetta er bara svolítið niðurlægjandi ef ég á að segja alveg eins og er. […] Maður var bara hálforðlaus. Fyrst fannst manni þetta fyndið en svo hugsaði maður með sér að þetta væri örugglega einhver villa. En svo þegar maður heyrði frá öðrum þá er þetta sennilega ekki nein villa. En svo er eitthvað hærri upphæð sem fasta starfsfólkið fær sem er í fastri prósentu, enda unnu þau náttúrulega langmest. En mér skilst að það sé mikil óánægja líka hjá þeim því það var talað um að það væri hámark 250 þúsund sem hver gæti fengið sem er á þessum svokölluðu covid-deildum en það var víst enginn nálægt þeirri upphæð, sama hvort þeir ynnu 90 prósent vinnu með 100 yfirvinnutímum yfir þennan tíma. Sumir voru með 50 prósent af þessari upphæð, aðrir 80 prósent.“ Viðtalið við Grétu má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira