Breyta vinnulagi á landamærunum eftir að smit greindust ekki í fyrstu skimun Andri Eysteinsson skrifar 1. júlí 2020 14:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Stefnt er að setja á laggirnar vinnulag til þess að koma í veg fyrir að fólk, nýsmitað af kórónuveirunni, geti komið til landsins og ekki greinst jákvætt fyrir kórónuveirusmiti á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur sagði best að tekið yrði sýni við komuna til landsins, fólk sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum seinna. „Þá ættu þeir sem eru smitaðir að vera komnir með jákvætt sýni,“ sagði Þórólfur en undanfarna daga hefur verið deilt um ágæti skimunarinnar á landamærunum eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði, við komuna frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð, fjöldi fólks hefur verið skipað í sóttkví vegna málsins. „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar og útlendingar sem búa hér. Þessa nálgun notuðum við í mars sem að gafst vel og ég mun í vikunni leggja til við ráðherra að þetta vinnulag verði tekið upp,“ sagði Þórólfur. Vinnulag sem þetta krefst mikillar skipulagningar samkvæmt sóttvarnalækni og er nauðsynlegt að gera þetta sem fyrst. Viðræður við rétta aðila hefjast á næstu dögum og vonast Þórólfur að hægt verði að hrinda þessu í framkvæmd eins fljótt og auðið er. Þangað til hafa verið gefnar út sérstakar leiðbeiningar um að fara farlega fyrstu fjórtán dagana eftir komuna. „Við erum ekki að krefjast sóttkvíar en nánast. Fólk fari mjög varlega,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði þá í spurningarhluta fundsins að vegna tengslanetsins hér á landi munu Íslendingar þurfa í seinni skimun en ekki erlendir ferðamenn. Ekki þurfi að greiða fyrir seinni skimun sem gerð er innan þrjátíu daga frá þeirri fyrstu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Stefnt er að setja á laggirnar vinnulag til þess að koma í veg fyrir að fólk, nýsmitað af kórónuveirunni, geti komið til landsins og ekki greinst jákvætt fyrir kórónuveirusmiti á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur sagði best að tekið yrði sýni við komuna til landsins, fólk sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum seinna. „Þá ættu þeir sem eru smitaðir að vera komnir með jákvætt sýni,“ sagði Þórólfur en undanfarna daga hefur verið deilt um ágæti skimunarinnar á landamærunum eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði, við komuna frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð, fjöldi fólks hefur verið skipað í sóttkví vegna málsins. „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar og útlendingar sem búa hér. Þessa nálgun notuðum við í mars sem að gafst vel og ég mun í vikunni leggja til við ráðherra að þetta vinnulag verði tekið upp,“ sagði Þórólfur. Vinnulag sem þetta krefst mikillar skipulagningar samkvæmt sóttvarnalækni og er nauðsynlegt að gera þetta sem fyrst. Viðræður við rétta aðila hefjast á næstu dögum og vonast Þórólfur að hægt verði að hrinda þessu í framkvæmd eins fljótt og auðið er. Þangað til hafa verið gefnar út sérstakar leiðbeiningar um að fara farlega fyrstu fjórtán dagana eftir komuna. „Við erum ekki að krefjast sóttkvíar en nánast. Fólk fari mjög varlega,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði þá í spurningarhluta fundsins að vegna tengslanetsins hér á landi munu Íslendingar þurfa í seinni skimun en ekki erlendir ferðamenn. Ekki þurfi að greiða fyrir seinni skimun sem gerð er innan þrjátíu daga frá þeirri fyrstu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira