Verður að standa við stóru orðin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júlí 2020 14:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar kveðst ekki eiga von á öðru en að fjármagn verði tryggt vegna laga um að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Vilji þingsins sé skýr. Standa þurfi við stóru orðin. Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Viðreisnar í fyrrinótt sem meðal annars kveður á um að sálfræðiþjónusta verði felld undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði aftur á móti í Bítinu á Bylgjunni í gær að þótt frumvarpið feli í sér heimild til heilbrigðisráðherra til að semja við Sjúkratryggingar, þá eigi eftir að afla fjárheimilda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Þess vegna samþykkti nefndin og þingið að gildistakan er 1. janúar 2021 til þess einmitt að geta unnið tíma til þess að vinna þetta með fjárlögum. Þetta frumvarp var náttúrlega samþykkt algjörlega athugasemdalaust, líka af hálfu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Þorgerður. Vilji þingsins sé skýr. „Við skulum átta okkur á því að hver vinnandi manneskja hún borgar sig fyrir samfélagið. Hver króna sem er sett í forvirkar aðgerðir þegar kemur að andlegum málefnum hún skilar sér í tíu krónum til baka. Þannig að það er loksins þegar við erum búin að viðurkenna það, og setja andleg veikindi, að setja þau samhliða líkamlegum veikindum, þá verðum við líka að standa við stóru orðin og vilji þingsins, hann var alveg skýr í þessum efnum,“ segir Þorgerður. Hún sé vongóð um að fjármagn verði ekki fyrirstaða. „Við erum að fjárfesta í líðan þjóðar, ekki síst á þessum tímum og í því felst mikil ábyrgð og við munum fylgja þessu eftir.“ Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Sjá meira
Formaður Viðreisnar kveðst ekki eiga von á öðru en að fjármagn verði tryggt vegna laga um að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Vilji þingsins sé skýr. Standa þurfi við stóru orðin. Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Viðreisnar í fyrrinótt sem meðal annars kveður á um að sálfræðiþjónusta verði felld undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði aftur á móti í Bítinu á Bylgjunni í gær að þótt frumvarpið feli í sér heimild til heilbrigðisráðherra til að semja við Sjúkratryggingar, þá eigi eftir að afla fjárheimilda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Þess vegna samþykkti nefndin og þingið að gildistakan er 1. janúar 2021 til þess einmitt að geta unnið tíma til þess að vinna þetta með fjárlögum. Þetta frumvarp var náttúrlega samþykkt algjörlega athugasemdalaust, líka af hálfu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Þorgerður. Vilji þingsins sé skýr. „Við skulum átta okkur á því að hver vinnandi manneskja hún borgar sig fyrir samfélagið. Hver króna sem er sett í forvirkar aðgerðir þegar kemur að andlegum málefnum hún skilar sér í tíu krónum til baka. Þannig að það er loksins þegar við erum búin að viðurkenna það, og setja andleg veikindi, að setja þau samhliða líkamlegum veikindum, þá verðum við líka að standa við stóru orðin og vilji þingsins, hann var alveg skýr í þessum efnum,“ segir Þorgerður. Hún sé vongóð um að fjármagn verði ekki fyrirstaða. „Við erum að fjárfesta í líðan þjóðar, ekki síst á þessum tímum og í því felst mikil ábyrgð og við munum fylgja þessu eftir.“
Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Sjá meira