Telja dráp hægri öfgamanna á manni af afrískum uppruna ekki tengjast kynþætti Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 15:50 Fólk hefur skilið eftir blóm og bréf þar sem Johansen fannst deyjandi í síðustu viku. Vísir/EPA Danska lögreglan telur að persónulegar deilur frekar en kynþáttur hafi legið að baki drápi á karlmanni sem átti ættir að rekja til Tansaníu. Annar tveggja karlmanna sem voru handteknir vegna dauða hans er sagður stuðningsmaður hægriöfgaflokks. Dauði Phillips Mbuji Johansen, 28 ára gamals verkfræðinema af dönskum og tansanískum uppruna, hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Lík hans fannst illa leikið við eldstæði í skógi í Borgundarhólmi þriðjudaginn 23. júní. Bræður á þrítugsaldri voru handteknir sama dag, grunaðir um manndráp. Þeir sitja í gæsluvarðhaldi til 22. júlí. Í ákæruskjali kemur fram að höfuðkúpa Johansen var brotin og að hann virðist hafa verið barinn ítrekað með trjábút. Þá var hann stunginn endurtekið, meðal annars í gegnum hálsinn. Merki voru um að hné hafi verið þrýst á háls hans, líkt og gerðist þegar lögreglumenn í Minneapolis í Bandaríkjunum urðu George Floyd að bana í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur hafa verið um að kynþáttahatur hafi verið tilefni morðsins. Á samfélagsmiðlum hefur því verið haldið fram að annar bræðranna væri með hakakrosshúðflúr. Benthe Pedersen Lund, saksóknarinn í málinu, hefur neitað að staðfesta það. Danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að annar bræðranna hafi lýst yfir stuðningi við hægriöfgasinnaða Harðlínuflokkinn og hóp sem kallar sig „Hvít líf skipta máli“ á Facebook. „Hvít líf skipta máli“ skaut upp kollinum sem andsvar öfgamanna við mótmælum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Þvertaka fyrir að kynþáttur hafi nokkuð með drápið að gera Mennirnir tveir viðurkenna að hafa barið Johansen en neita því að hafa drepið hann, að sögn New York Times. Pedersen Lund segir að rannsakað hafi verið hvort kynþáttahyggja hafi búið að baki morðinu en saksóknarar hafi ályktað að svo væri ekki. „Frá þeim mjög skýru skýringum sem við höfum fengið höfum við góða ástæðu til að telja að drápið hafi ekki verið vegna kynþáttahyggju. Við teljum að persónulegt samband hafi verið á milli þeirri grunuðu og þess sem var drepinn sem fór algerlega úrskeiðis,“ segir hún. Tobias Brandt Kræmher, sem segir AP-fréttastofunni, að hann hafi verið vinur Johansen fullyrðir að hann hafi verið í heimsókn hjá foreldrum sínum í Borgundarhólmi þegar hann fór í samkvæmi sem endaði úti í skóginum norðan við bæinn Rönne. Johansen og þeir grunuðu hafi verið vinir um langt skeið. Kynþáttur hafi ekki haft neitt með málið að gera. Brandt Kræmher hefur gengist við því að hafa rifið niður borða á aðaltorginu í Rönne sem á stóð „Engin líf skipta máli þar til svört líf skipta máli“ vegna þess að honum fannst textinn „óviðeigandi“. „Fyrir okkur hér var þetta harmleikur, ekkert meira en það,“ segir hann við AP. Danmörk Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Danska lögreglan telur að persónulegar deilur frekar en kynþáttur hafi legið að baki drápi á karlmanni sem átti ættir að rekja til Tansaníu. Annar tveggja karlmanna sem voru handteknir vegna dauða hans er sagður stuðningsmaður hægriöfgaflokks. Dauði Phillips Mbuji Johansen, 28 ára gamals verkfræðinema af dönskum og tansanískum uppruna, hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Lík hans fannst illa leikið við eldstæði í skógi í Borgundarhólmi þriðjudaginn 23. júní. Bræður á þrítugsaldri voru handteknir sama dag, grunaðir um manndráp. Þeir sitja í gæsluvarðhaldi til 22. júlí. Í ákæruskjali kemur fram að höfuðkúpa Johansen var brotin og að hann virðist hafa verið barinn ítrekað með trjábút. Þá var hann stunginn endurtekið, meðal annars í gegnum hálsinn. Merki voru um að hné hafi verið þrýst á háls hans, líkt og gerðist þegar lögreglumenn í Minneapolis í Bandaríkjunum urðu George Floyd að bana í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur hafa verið um að kynþáttahatur hafi verið tilefni morðsins. Á samfélagsmiðlum hefur því verið haldið fram að annar bræðranna væri með hakakrosshúðflúr. Benthe Pedersen Lund, saksóknarinn í málinu, hefur neitað að staðfesta það. Danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að annar bræðranna hafi lýst yfir stuðningi við hægriöfgasinnaða Harðlínuflokkinn og hóp sem kallar sig „Hvít líf skipta máli“ á Facebook. „Hvít líf skipta máli“ skaut upp kollinum sem andsvar öfgamanna við mótmælum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Þvertaka fyrir að kynþáttur hafi nokkuð með drápið að gera Mennirnir tveir viðurkenna að hafa barið Johansen en neita því að hafa drepið hann, að sögn New York Times. Pedersen Lund segir að rannsakað hafi verið hvort kynþáttahyggja hafi búið að baki morðinu en saksóknarar hafi ályktað að svo væri ekki. „Frá þeim mjög skýru skýringum sem við höfum fengið höfum við góða ástæðu til að telja að drápið hafi ekki verið vegna kynþáttahyggju. Við teljum að persónulegt samband hafi verið á milli þeirri grunuðu og þess sem var drepinn sem fór algerlega úrskeiðis,“ segir hún. Tobias Brandt Kræmher, sem segir AP-fréttastofunni, að hann hafi verið vinur Johansen fullyrðir að hann hafi verið í heimsókn hjá foreldrum sínum í Borgundarhólmi þegar hann fór í samkvæmi sem endaði úti í skóginum norðan við bæinn Rönne. Johansen og þeir grunuðu hafi verið vinir um langt skeið. Kynþáttur hafi ekki haft neitt með málið að gera. Brandt Kræmher hefur gengist við því að hafa rifið niður borða á aðaltorginu í Rönne sem á stóð „Engin líf skipta máli þar til svört líf skipta máli“ vegna þess að honum fannst textinn „óviðeigandi“. „Fyrir okkur hér var þetta harmleikur, ekkert meira en það,“ segir hann við AP.
Danmörk Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira