UN Women tíu ára í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:53 Twitter/UN Women Heimilisofbeldi gegn konum hefur aukist um 30-40% í Covid-19 faraldrinum á heimsvísu að sögn framkvæmdastjóra UN Women. Samtökin fagna 10 ára afmæli í dag og er helsta baráttumálið að koma í veg fyrir ofbeldið og styðja konur sem hafa orðið fyrir því. Tíu ár eru í dag frá því UN Women var stofnað og samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá undirrituðu ríki heims viljayfirlýsingu um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að helsta baráttumálið nú og þá sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Baráttan gegn ofbeldi gegn konum. Þetta er náttúrulega heimsfaraldur nú þegar 1 af hverjum 3 konum verður fyrir ofbeldi nú þegar í heiminum. Nú á tímum Covid erum við að sjá allt að 30% -40% aukningu á heimilisofbeldi gagnvart konum í heiminum. Þannig að þetta er alltaf stærsta verkefni UN Women,“ sagði Stella. Hvernig hagar UN Women baráttunni í dag? „Það er gert með því að styrkja við stoðir jafnréttissamtaka sem vinna í grasrótinni, með því að styðja við kvennaathvöf og með því að þrýsta á stjórnvöld á heimsvísu að horfa til þess að í viðbrögðum við þessum faraldri að það sé líka horft til kvennastarfa því allt of oft gleymist það,“ sagði Stella. Stella fagnar því einnig að Ísland sé á meðal forysturíkja átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Stofnunin tilkynnti um forysturíkin í gær. „Að íslensk stjórnvöld skuli hafa verið valin er magnað og sýnir hversu mikið er horft til Íslands sem stendur svona framarlega í jafnrétti.“ Stella segir að deginum verði eytt í að pakka niður föggum en UN Women opnar nýja skrifstofu á Laugarvegi 77 á morgun. Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt🎉Takk @MFAIceland fyrir ómetanlegan stuðning og takk velunnarar og styrktaraðilar fyrir ykkar dýrmætu framlög🧡 pic.twitter.com/nagcLxbl5H— unwomeniceland (@unwomeniceland) July 2, 2020 Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Heimilisofbeldi gegn konum hefur aukist um 30-40% í Covid-19 faraldrinum á heimsvísu að sögn framkvæmdastjóra UN Women. Samtökin fagna 10 ára afmæli í dag og er helsta baráttumálið að koma í veg fyrir ofbeldið og styðja konur sem hafa orðið fyrir því. Tíu ár eru í dag frá því UN Women var stofnað og samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá undirrituðu ríki heims viljayfirlýsingu um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að helsta baráttumálið nú og þá sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Baráttan gegn ofbeldi gegn konum. Þetta er náttúrulega heimsfaraldur nú þegar 1 af hverjum 3 konum verður fyrir ofbeldi nú þegar í heiminum. Nú á tímum Covid erum við að sjá allt að 30% -40% aukningu á heimilisofbeldi gagnvart konum í heiminum. Þannig að þetta er alltaf stærsta verkefni UN Women,“ sagði Stella. Hvernig hagar UN Women baráttunni í dag? „Það er gert með því að styrkja við stoðir jafnréttissamtaka sem vinna í grasrótinni, með því að styðja við kvennaathvöf og með því að þrýsta á stjórnvöld á heimsvísu að horfa til þess að í viðbrögðum við þessum faraldri að það sé líka horft til kvennastarfa því allt of oft gleymist það,“ sagði Stella. Stella fagnar því einnig að Ísland sé á meðal forysturíkja átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Stofnunin tilkynnti um forysturíkin í gær. „Að íslensk stjórnvöld skuli hafa verið valin er magnað og sýnir hversu mikið er horft til Íslands sem stendur svona framarlega í jafnrétti.“ Stella segir að deginum verði eytt í að pakka niður föggum en UN Women opnar nýja skrifstofu á Laugarvegi 77 á morgun. Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt🎉Takk @MFAIceland fyrir ómetanlegan stuðning og takk velunnarar og styrktaraðilar fyrir ykkar dýrmætu framlög🧡 pic.twitter.com/nagcLxbl5H— unwomeniceland (@unwomeniceland) July 2, 2020
Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira